Jemenfarar hittast í byrjun janúar- af málum stúlknanna og áfram smákökur

Góðan daginn og til hamingju, afmælisbörn

Vegna fyrirspurna er best að taka fram að úr þessu er varla tími til að halda fund með væntanlegum Jemen/Jórdaníuförum fyrr en í janúar. Tilkynni nánar um það síðar en hafið það í huga.

Það er líka rétt að benda á að sú ferð hækkar ekki frekar en aðrar, amk er útlit fyrir að við getum haldið þessu á því verði sem kynnt er.

Hef fengið svör frá flestöllum sem ég sendi fyrirspurn um þátttöku í Íran í september 2006. Sú ferð er því orðin full en má ugglaust taka nokkra á biðlista.
Tveir eða þrír hafa ekki látið í sér heyra. Það er bagalegt.

Hef látið Nouriu Nagi hjá YERO í Sanaa fá nöfn þeirra sem hafa bæst við og ætla að styrkja ólæsar, jemenskar stúlkur 15-20 ára í fullorðinsfræðslu og hefst það eftir áramót. Upphæðin er hin sama þ.e. 200 dollarar fyrir tvö fjögurra mánaða námskeið.

Ég hef í hyggju að láta sjóðinn greiða sem svarar einum árslaunum jemenskrar kennslukonu sem YERO hefur augastað á til að aðstoða börnin við heimanámið. Til þess er brýn ástæða.

Í Jemen er algengt að 50 börn séu í hverjum bekk og getur farið upp í 70. Vel væri velþegið að fá aðstoð ykkar við það. Reikningsnúmerið er hér til hliðar en ítreka það hér 1151 15 551130 og kt. 1402403979.
Verið svo góð að senda mér póst um hvort þið viljið taka þátt í að styrkja í fullorðinsfræðslu eða taka þátt í að greiða til kennara. Við getum ekki bætt við fleiri ársstúlkum fyrr en með vorinu.

Nokkur brögð hafa verið að því að menn leggi ekki inn á réttan reikning. Þetta er allt hér á síðunni undir linknum
Hentug reikningsnúmer og ætti ekki að vefjast fyrir mönnum.

Mér skilst að okkar ágæta ritnefnd hafi komið saman í gær og bið fólk að senda til mín eða Guðlaugar gudlaug.petursdottir@or.is breytingar á heimilisföngum svo við getum komið fréttabréfi skilvíslega til sem flestra þegar þar að kemur.


Væri nú rétt að ljúka við fjórtándu smákökutegundina.