Engifer að seljast upp ---vegabréf á heimleið --Og vinninginn fékk

Góðan daginn öll

Vona að menn hafi veitt því eftirtekt að Azerbadjan, Georgía og Armenía er komið inn á sérstakan link og verið dugleg að kíkja á þennan nýja og spennandi áfangastað í Kákasusfjöllum.
Sömuleiðis hef ég uppfært og lagað allar hinar ferðirnar - sjá linka - og sérstakur verið settur inn sem heitir Væntanlegar ferðir og eru þá bæði ferðir ársins og hugmyndir að 2007 þar með sóma og sann.
Látið vita um áhuga þó þið séuð ekki harðákveðin.

Þá eru þau góðu tíðindi fyrir Íranfara í mars að vegabréfin eru lögð af stað til Íslands með DHL og koma því í mínar hendur í síðasta lagi á föstudag og læt ykkur vita hvort þið sækið þau til mín eða ég kem þeim til ykkar áður en ég fer til Óman á mánudagsmorgun.

Mig langar sérstaklega að þakka Estrid Brekkan hjá sendiráði Íslands í Osló fyrir ómetanlega hjálp enda fór hún í eigin persónu í sendiráðið í gær og náði í vegabréfin. Svo það er allt í fínu lagi.

Ómanfarar hafa nú vonandi allir fengið sinn tossalista með leiðbeiningum vegna ferðar okkar.

Er öll að braggast af vondri kvefpest og fór að ráðum þeirra mæðgna Jónu Einarsd og Ingu Jónsd og sýð engiferrót í gríð og erg og drekk með sítrónu og hunangi. Þetta er hinn frábærasti drykkur og ég vona að engiferbirgðirnar endist í verslunum því þetta ætla ég að nýta mér óspart. Takk fyrir heilræðið.

Svo er það getraunin í fréttabréfinu.
Þátttaka var góð, 35 svör bárust, þar af um 30 hundrað prósent rétt. Stjórn VIMA ákvað að hafa vinninginn ferð til Jemen.
Rétt svör:
Sanaa í Jemen
Tadmor
Nabatear
Bilquis - Marib í Jemen
1979
Sabra og Sjatilla
Abu Simbel.

Vinningshafi var dreginn út í gærkvöldi:
Guðrún Halla Guðmundsdóttir

Takk fyrir góða þátttöku og óskum Guðrúnu Höllu til hamingju.