Halldóra er fundin ! Ræðismaður í Teheran býður í móttöku

Halldóra er fundin- segiði svo maður hafi ekki ráð undir rifi hverju. Mikið var ég fegin að það skýrðist.

vo hringdi í mig í gær ræðismaðurinn Íslands í Teheran í Íran og sagðist endilega vilja hitta íslenska hópinn sem mætir þar dagana 2.-16. mars. Hann kvaðst vera í óða önn að búa ræðismannsskrifstofu sinni þá umgjörð sem hæfði tignum gestum af Íslandi.

Það eru örfáar sálir sem eiga eftir að borga janúargreiðslu í Íransferðinni í mars, vinsamlegast klára það. Á mánudag þarf ég að ljúka síðustu greiðslu til ferðaskrifstofunnar í Teheran og vil standa í skilum.
Sömuleiðis vil ég benda á að Sýrlandsfarar nokkrir hafa ekki enn gengið frá janúarmálum og bið þá um að vinda sér í það. Ef menn eru í vafa um upphæð - sem allir fengu skilmerkilega svo og dagsetningar- er hið einfalda ráð að hafa samband og spyrjast fyrir.

Fæ á morgun nöfn stúlkna í Jemen sem eru að hefja lestrarnám - þ.e. stúlkur á aldrinum 15-20 sem aldrei hafa gengið í skóla. Allmargir hafa lagt inn á Fatimusjóðinn og þakka fyrir það. Mættu þó bætast við nokkrir í viðbót því ég ætla að senda út greiðslu fyrir tuttugu stúlkur í það.

Einnig hvet ég velunnara Sabra og Sjatilla verkefnisins að láta frá sér heyra. Þeir leggja inn á þann sama reikning.