Húrrahróp af Drafnarstíg

Mér finnst ástæða til að lofa þau snöfurlegu viðbrögð við beiðni minni í gær um lagfæringar/breytingar á heimilisföngum. Rigndi inn á imeilið mitt í gær svo Guðlaug gjaldkeri sat með sveittan hármakkann að færa þetta allt í horf. Nú ættu sem flestir að fá sín fréttabréf og gott til þess að vita að menn hafa áhuga á að fylgjast með.
Ómanhópurinn sem fer út 30.jan. mun hittast í næstu viku, fá þá afhent ferðagögn og miða og þess háttar og horfa á spólur frá Óman. Við ætlum sömuleiðis að fá okkur snarl saman og einn ferðafélaganna, Sara Sigurðardóttir, hefur boðið fram heimili sitt af hinni mestu rausn. Það verður áreiðanlega skemmtilegt.

Ég er hérna með áríðandi orðsendingu: Halldóra sem borgaði inn á reikninginn 2.800 kr er beðin að hafa samband því ég veit ekki hvaða greiðsla þetta er. Fyrir Jemenstúlku?Eða eitthvað annað. Vinsamlegast Halldóra mín hafðu samband við mig.

Íranfarar í mars: allt í góðu horfi þar. Að gefnu tilefni: muna að borga inn á reikninginn 1151 15 550908. Það er sérstakur ferðareikningur VIMA.

Íranfarar í september hafa greitt staðfestingargreiðslu svo til sóma er, vantar þó enn töluvert á að allir sem skráðu sig hafi skilað sér. Gjörið svo vel og drífa í því.

Það á raunar enn frekar við Sýrlands/Jórdaníufara sem ég vona sannarlega að klári janúargreiðslu á morgun, 5.jan.

Þá ber að geta að Jemenfarar í maí eru byrjaðir að borga og þar bendi ég enn á að ég get bætt við nokkrum og eggja ykkur lögeggjan því sú ferð er einstök.

Sammenkomst í allar ferðirnar verður þegar nær dregur.

En sem sagt kæra Halldóra hafðu samband hið fyrsta svo ég viti nánar um þessa greiðslu.