Jón Ormur Halldórsson talar á fundi VIMA

Þann 14.jan kl. 14 ætlum við að efna til fundar með félögum og gestum þeirra - og nýir félagar eru velkomnir. Fundurinn verður í Kornhlöðunni og Jón Ormur Halldórsson mun verða aðalræðumaðurinn og það þykir mér afar ánægjulegt. Hann ætlar að fara vítt og breitt yfir svið Miðausturlanda og tala um stjórnmálaástand og horfur á því svæði.

Einnig ætlar Ragnheiður Gyða Jónsd að stikla á sögusteinum Írans til forna og hugsast gæti að JK gæti farið nokkrum orðum um Íran nútímans.

Kaffi og kager og sager á boðstólum á hagstæðu verði eins og alltaf.
Ferðaáætlanir 2006 og drög að 2007 liggja frammi og menn geta skráð sig.

Þetta verður tilkynnt nánar síðar en vildi bara láta ykkur vita svo þið takið þennan tíma frá. Finnst mikill fengur að því að við höfum krækt í Jón Orm.

Annað: Halldóra er ófundin. En kannski gefur hún sig fram.
Sýrlandsfarar hafa aldeilis tekið á sig rögg að borga janúargreiðslu og er fegin því. Í þessu má lítið út af bera eins og menn vita. Þá hafa um tuttugu manns greitt staðfestingargjald í septemberferðina í Íran svo brátt loka ég henni en menn geta skráð sig á biðlista eftir næstu viku eða svo.

Munið fundinn þann 14. og látið endilega berast