Kátir Ómanfarar hittust - vegabréf send út í fyrramálið vegna Íransferðar
HÓPURINN sem geysist til Óman þann 30.janúar n.k. hittist í kvöld heima hjá Söru Sigurðardóttur. Borðuðum ljúffengan mat frá Deli og var útdeilt ferðagögnum og farið yfir það helsta sem mönnum lá á hjarta. Mikið skrafað og skemmtu allir sér vel. Á eftir var svo kaffi og einstaklega ljúffengar kökur sem húsfreyjan hafði bakað og ég kom með Ómanmyndböndin sem Hussein Sjehadeh sendi mér og menn horfðu á sér til ánægju.
Því miður forfallaðist skyndilega og ófyrirséð einn ferðafélaginn og því er í augnablikinu eitt laust pláss sem snöggur og snjall félagi getur krækt sér í.
Þakka marsfólki til Írans fyrir að koma til mín öllum vegabréfum og nú hraðsendi ég þau plögg út í fyrramálið og svo koma passarnir vonandi fagurlega stimplaðir til baka og þá mun ég skila þeim snarlega til ykkar.
Nú hafa 25 greitt staðfestingargjald í Íransferðina í september og mun því aðeins skrifa fólk á biðlista.
Eru ekki allir búnir að fá sín fréttabréf með skilum? Insjallah.
Munið svo endilega fundinn á laugardag kl. 14. Þar liggja fram listar með ferðum næsta árs og einnig þátttakendalisti fyrir árshátíðina.
Mér til mestu leiðinda höfum við ekki náð 20 þúsundusta gestinum. Ætli hann skili sér ekki á morgun?
<< Home