Vegabréfin v/Írans væntanleg eftir viku

Ég hafði samband við sendiráð Íslands í Osló til að biðja menn þar á bæ að fylgja eftir áritunarmálunum. Þar var elskulega tekið í beiðni mína og þeir eru nú komnir í málið og munu sjá um að sækja passana í sendiráð Írans og koma þeim til mín. Passarnir verða tilbúnir á föstudag skv. því sem Ester Brekkan í Osló segir mér í morgun og þá verða þeir umsvifalaust sendir áleiðis heim. Vildi bara láta ykkur vita um að þetta gengur allt prýðisvel og allt mun vonandi skila sér.

Bið menn lengstra orða að tilkynna sig á árshátíðina. Við viljum endilega sjá þar sem flesta og elskuríkast senda mér eða skemmtinefndinni imeil þar að lútandi.

Mörg svör hafa borist við getrauninni í fréttabréfi. Haldið áfram. Frestur er til 23.janúar.