Fimmtán nýjar stúlkur í Jemen. Vona þið bregðið vel við

Viðbót:
Þrír stuðningsmenn bættust við um helgina og nöfn þeirra eru komin hjá nöfnunum stúlknanna. Bestu þakkir fyrir það. Enn vantar stuðningsmenn fyrir fjórar. Greiðslur sendar út um leið og bankinn opnar og þá fyrir allar fimmtán. Þar með njóta nú 52 stúlkur styrks VIMAfélaga og Fatimusjóðsins og er það sannarlega myndarlegur árangur.

Sæl aftur
Var að fá bréf frá Nouriu Nagi í Jemen með nöfnum 15 stúlkna sem hafa byrjað starfs- og lestrarnám í miðstöð YERO í Sanaa í Jemen.

Þær eru á aldrinum 16-39 ára. Nokkrar þeirra hafa þegar eignast styrktarmenn og nú bið ég ykkur að bregðast vel við. Ég læt senda peninga á mánudaginn og þær stúlkur sem hafa ekki styrktarmenn læt ég Fatimusjóðinn borga fyrir en treysti líka á að fleiri bætist í hópinn og styðji þetta þarfa og góða verkefni okkar. Númer Fatimusjóðsins er 1151 15 551130 og kt. 1402403979. Tvö hundruð dollarar á ári. Það er allt og sumt sem þið reiðið fram.

Stúlkurnar eru
1. Afnan Khaled er 16 ára, hún er föðurlaus og fjölskyldan illa stödd fjárhagslega. Stuðningsmaður Eymar Pledel Jónsson

2. Phonon Khaled er 18 ára og systir Afnan. Þær stunda einkum nám í saumaskap og hannyrðum til að geta stutt fjölskylduna síðar meir. Stuðningsmaður hennar Dögg Jónsdóttir

3. Amna Taha er 18 ára. Gift og 3ja barna móðir. Maðurinn er atvinnulaus og hana langar að læra að sauma og lesa svo hún geti bjargað sér og fjölskyldunni. Stuðningsmaður Erla Magnúsdóttir

4. Khazna Bo Bellah er 22ja ára, fráskilin og þriggja barna móðir. Hún er ólæs. Elsti drengurinn hennar Ali er studdur til skólanáms af YERO Stuðningsmaður Ragnhildur Guðmundsdóttir

5.Najeeba Safe er 26 ára og á 6 börn. Hún er ólæs og óskrifandi. Eiginmaðurinn hefur vinnu örðu hverju. Hún sækir bæði lestrar- og saumatíma. Stuðningsmaður hennar Bjarnheiður Guðmundsdóttir

6. Halima Abdo er 36 ára, fráskilin með sex börn. Hún býr hjá bróður sínum og konu hans, en börnin eru hjá föður sínum. Hana langar að læra svo hún geti tekið börnin til sín. Stuðningsmaður Herdís Kristjánsdóttir

7. Seena Hussan Sayeed er 30 og á fimm börn. Hún var í skóla til tólf ára aldurs og vill taka upp þráðinn. Synir hennar njóta allir stuðnings YERO. Stuðningsmaður Litla fjölskyldan: Ragnheiður Gyða, Guðrún V. Þórarinsd og Oddrún Vala

8. Raefa Omer er 39 ára og kann að lesa og skrifa en býr við bágar aðstæður. Tvær dætur hennar , sem eru báðar fatlaðar, njóta stuðnings okkar, þe. Evu Júlíusdóttur og Ólafar S. Magnúsdóttur. Stuðningsmaður Guðmundur Pétursson

9. Sarkas Ali Aldawee er 26 ára er sæmilega læs og skrifandi en býr við sára fátækt og veikindi eru á heimilinu. Stuðningsmaður Guðrún Guðjónsdóttir

10. Sayda Mohammed, 38 ára. Hún er móðir þriggja stúlkna sem við styðjum, þe. Litla fjölskyldan, Jóna og Jón Helgi, Dominik Jónsson og Inga Hersteinsdóttir. Saydu langar að læra að lesa og skrifa. Hún vinnur fulla vinnu sem vinnukona auk þess að annast heimili sitt. Stuðningsmaður Elísabet Jökulsdóttir

11. Kokup Al Akeal, tvítug og ógift, hún er ólæs og óskrifandi en vill læra til að geta hjálpað sjúkum foreldrum. Stuðningsmaður er Guðrún Valgerður Bóasdóttir

12. Moonya Ali er tvítug og ógift. Hún kann að lesa og skrifa en þarf að læra saumaskap svo hún geti hjálpað bláfátækri fjölskyldu. Stuðningsmenn Inga Jónsdóttir og Þorgils Baldursson

13. Sasbal Al Akeal, 23ja ára. Er sæmilega læs og skrifandi en vill læra svo hún geti staðið á eigin fótum. Stuðningsmaður er Fríða Björnsdóttir

14. Hana Mohammed Ali er gift og á þrjú börn. Eiginmaður hennar er sjúklingur. Hún þekkir stafina og er kappsöm og vill styðja fjölskyldu sína með því að læra. Stuðningsmaður Þóra Jónasdóttir.

15. Najla Alobedydi er 25 ára, ógift og hefur lært að lesa en vill bæta við sig hagnýtu námi svo hún geti bjargað sér. Stuðningsmaður er Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

Eins og fram kemur hér að ofan hafa allar þessar dugnaðarstúlkur nú fengið sína styrktarmenn.