Fridsaeld i Salalah

Mer skilst ad thad se smafar i gangi heima og frettir fra Midausturlondum seu allar i hysteriuton og rangtulkunum eda segjum kannski oftulkunum.
Her rikir kyrrd og fridsaeld og enginn i hopnum hefur maett odru en einstakri velvild allra. I hamingju baenum latid ekki fafraedi og kolrugladan frettaflutning na tokum a ykkur. Heyrdi einnig fra forstyrunni okkar i Iran og hun segir ad thar se allt afar rolegt og ekki se minnsta astaeda til ad flytja sig i ahyggjudeildina.


En sem sagt ferdalagid okkar.

Gerdum goda ferd a silfur og mirrumarkadinn her i Salalah. Tvi midur var Fatima mirrudrottning, vinkona min, ekki i basnum sinum, i ljos kom ad hun hafdi farid til Muskat ad syna kunstir sinar a listahatid sem stendur yfir thar.
I gaer var undur god skodurnarferd um nagrenni Salalah, farid i thorp falleg og snyrtileg, litrik og m.a skodudum vid kastala i Takkah en endurskirdum hann snarlega og heitir hann upp fra thessu syslumannssetrid i Takkah.

Vid renndum ad Khor Rour en thar var adalutflutningshofn fyrir mirruna til forna og logdu their upp thadan til ad fara i austur og vestur. Thar tok land a sinum tima Drottningin af Saba thegar hun var ad undirbua ferd sina til Salomons konungs i Jerusalem og vildi faera honum bestu mirruna.
Tharna er verid ad grafa upp holl og sumir telja ad Bilquis drottning hafi kunnad svo ljomandi vel vid sig ad hun hafi latid reisa hana og gert ser tidforulla a stadinn en adur var alitid. Thessi stadur er kominn a Heimsminjaskra UNESCO asamt reyndar odrum rett vid baeinn thar sem merkilegar minjar hafa fundist.

Vid bordudum nesti i fjallasal, vid laekjarnid og grodur og menn lobbudu um nagrennid og sidan ma ekki gleyma ad vid komum vid a sardinuokrunum en thaer eru thurrkadar uppi i dolunum og sidan unnar i skepnufodur. Thetta fannst ollum snidugt ad sja.

Rodin var komin ad tvi ad vitja grafhysis Jobs spamanns og segja soguna af honum en thad vard bid a tvi ad vid kaemumst thangad tvi ulfaldahjord- liklega nokkrir tugir- voru a veginum og letu ekki trufla sig tho ein ruta kaemi ad theim. Svo vid hoppudum oll ut og vard ur mikil myndataka og fagnadarop.
Eftir tedrykkju - thar sem Gunnthor notadi taekifaerid og tok eina skak vid Omani sem satu thar ad tafli var rodin komin ad mirrutrjanum.

Nokkrir hofdu ekki fengid nog afrekad a markadnum svo vid skildum felaga eftir thar og their komu ser svo fyrirhafnarlaust i leigubil a hotelid.

I gaerkvoldi bordudum vid a veitingastad i fjorubordinu og eg tek fram ad eg les samviskusamlega skilabodin sem eru sett inn, thegar vid sitjum ad kvoldverdi.

Nu eru menn ad tina ser saman tvi vid forum ut a flugvoll a eftir og til Muskat.

Endurtek kaerar kvedjur fra ollum. Thad eina sem amar ad er ad rodd min hefur rett eina ferdina enn gefid sig, kannski lika vegna flensu og kvefsins sem hrjadi mig fyrir ferdina. Reyni ad thegja sem mest i dag og thetta lagast, insjallah.

Og sem sagt> enginn hefur 7- 9 - 13 fengid i magann, hvad tha meira.