I solinni i Salalah

Godan daginn og blessadan
Vid Omanfarar erum komnir til Salalah og i augnablikinu sleikja menn solina vid sundlaugarnar eda busla i oldum Indlandshafsins. Hotelid okkar er mjog glaesilegt og allur adbunadur til hins mesta soma.
A eftir kemur Salalah gaedinn okkar, hress naungi sem heitir Akmed, og vid forum i leidangur a mirrumarkadinn og vidar.
Her teygja banana, kokoshnetu og papaya tre sig um akra og menn hofdu a ordi thegar vid keyrdum fra flugvellinum ad her vaeri enn ein omanska veroldin og thaer eru ordnar nokkar thegar a thessari fyrstu viku okkar.

Dagurinn i gaer verdur orugglega ollum minnisstaedur, tha var lagt upp fra Nizwa og keyrt um sannkallada safari leid yfir Hajarfjollin. Vid forum gegnum fjollin um Baladskardid sem er i 2800 metra haed. Fjallafegurdin er olysanleg og margbreytileikinn hreint kyngimagnadur.
Fjallafegurd er eins og astin, henni verdur varla lyst, menn verda ad lifa hana.

Vid adum i fjallasal og bordudum nesti og nokkrar naerstaddar geitur komu tafarlaust a svaedid og kunnu vel ad meta ad fa snaeding med okkur.

I gaerkvoldi vorum vid komin a ny til Muskat og bordudum gomsaetan fiskikvoldverd. Ruedi ferdaskrifstofuforstjori slost i hopinn og var katur ad sja hvad allir voru katir og i godu formi.

A morgun er svo skodunarferdir um nagrenni Salalah, tha verdur farid um fjallathorp og ut a klettasnasir ad ogleymdum greftrunarstad Jobs thess mikla maedumanns.

En her er ekki maedan heldur kaetin og allir bidja fyrir bestu kvedjur heim.