Ómanfarar eru komnir heim- sælir og sáttir - áríðandi til annarra ferðalanga

Klukkan er hálf þrjú aðfararnótt miðvikudags og allir Ómanfarar væntanlega komnir til síns heima. Allar ferðalangar voru nokkuð dasaðir eftir daginn en allt í blíðu og öllum þótti elskulegtað koma út í íslenskt febrúarveður. Töskur skiluðu sér allar eftir því sem ég best frétti.

Við erum afar ánægð með þessa fyrstu Ómanferð og áreiðanlega var margt sem kom fólki skemmtilega á óvart hvað varðar samfélag í því landi, fegurð í landi og fólki. Mér finnst við hafa komist yfir að skoða margt á ekki fleiri dögum.

Sl. nótt þ.e aðfararnótt 14.febr risum við úr rekkju um þrjúleytið um nóttina og hafði Al Falaj þá tilbúinn þennan sóma morgunverð handa okkur plús afmælistertu JK vegna afmælis og upphófst náttúrlega afmælissöngur og var ekki á neinum að sjá stýrur í augum eða stirðleika. Kvöldið áður hafði United Tours boðið í dæmigerðan ómanskan kvöldverð og sátu menn - af mismikilli leikni að vísu - á gólfinu en alla vega voru mat gerð góð skil.
Ruedi ferðaskrifstofustjóri þakkaði hópnum einstaklega skemmtileg kynni og uppskar ferfalt íslenskt húrrahróp og JK talaði og allir skáluðu í vatni eða ávaxtadjús og svo var gengið snemma til náða.

Síðasta daginn í Óman héldu þó nokkrar vaskar konur í hálfs dags skoðunarferð og komu heim glaðar og upplyftar.
Það var enda einkenni þessa hóps, gleði og samstaða og allir báru umhyggju hver fyrir öðrum. Það fannst mér mikils um vert og votta öllum gleði mína.

Ég átti minn afmælisdag í fimm löndum í dag og var sunginn afmælissöngur öðru hverju og svo færði hópurinn mér tösku að gjöf fyrir plögg og skjöl því plastpokinn minn þótti einhvern veginn ekki nógu tignarlegur. Einnig fékk ég nokkurra millljón ára gamlan steingerving og fleira notalegt.
Hitti ekki alla til kveðju á Keflavík í kvöld en við munum hittast eftir mánuð eða svo þegar minningar hafa verið sorteraðar og myndir framkallaðar og gera okkur glaðan dag/kvöld.

Hef ekki haft tíma til að athuga hvernig febrúar greiðslur hafa skilað sér en vona þar sé allt í glæsilegu standi. Bið menn að kippa því í liðinn ef eitthvað er ekki frágengið.

Bið aprílfara til Sýrlands/Jórdaníu að hafa ALLS EKKI áhyggjur og sé að Íransfarar 2.mars eru klárir í slaginn og gott er að vita það. Eigi einhver eftir að klára Íransgreiðslu: gera það nú eins og hendi sé veifað. Það ætti að vera klárt og kvitt að við flönum ekki að neinu en menn mega heldur betur vara sig á fréttum af svæðinu sem eru villandi og stundum beinlínis kolrangar og tek ég þó afar kurteislega til orða.

Íransfarar: Mæta kl. 2 í Stýrimannaskólanum gamla við Öldugötu n.k. sunnudag til að sækja miða. Það verða allir að mæta.
Bið Sýrlandsfara að mæta kl. hálf fjögur til skrafs og bendi á að allt í Sýrlandi er tilbúið og bíður okkar með óþreyju.

Jemen/Jórdaníufarar komi svo kl. hálf fimm. Alveg upp á mínútu.

Fékk unaðslegar ómanskar döðlur í afmælisgjsgjöfina í morgun og svo keypti Þóra J ljúffengar kökur fyrir mig í Amman í morgun.

Vinsamlegast láta ganga til þeirra sem eru ekki með netfang. Það er mjög ÁR'IÐANDII að ALLir mæti.