Mjaðmahnykkir og konfektmolar

Í kvöld barst þessi tilkynning frá skemmtinefnd VIMA sem situr nú með sveitta skallana við að fínpússa fyrir árshátíðina n.k. föstudag.

Við viljum minna á árshátíð VIMA, sem haldin verðurmeð mjaðmasveiflu að hætti Íslandsmeistara ... í Kornhlöðunni (viðLækjarbrekku) núna á föstudaginn 24. febrúar. Húsið opnar kl. 19:00 ogverður árshátíðin sett svona um kl. 19:30.

Borinn verður fram tvírétta málsverður ásamt kaffi og konfekti sem kostar k.r 3850.- og gerir hver árshátíðargestur bara upp við vertinn á staðnum (öngvir miðar eða því um
líkt).
Sérstakt aðfengið skemmtiatriði verður í boði VIMA .
Veislustjórn og ýmsar uppákomur verða í höndum VIMA-félaga.
Alltaf er vel þegið ef einhver vill varpa fram léttum kveðskap og (ör)sögum.
Miðað við undirtektir eigum við sannarlega von á fjöri og fjölmenni.Allir VIMA-félagar að sjálfsögðu velkomnir ásamt fylgifiskum og furðudýrum.

Gott að tilkynna þátttöku til mín eða Jóhönnu upp á magnið að gera, þ.e. þeir sem vilja bætast við - sem fara á í potta og á diska.
Árshátíaðrkveðja,
Álfhildur f.h. skemmtinefndarinnar

Þessari snöfurtilkynningu er hér með komið á framfæri og hvet menn eindregið til að nota þetta tækifæri til að hitta nýja og gamla félaga. Vonast til að sjá sem flesta félaga sem eru með í ferðunum í vetur og aðra sem áður hafa tekið þátt í þeim.
Netfang mitt er jemen@simnet.is
netfang Álfhildar alfhildur@fel.rvk.is