Sýrlands/Jórdaníufarar hafa nú fengið farmiða og holl ráð

Fundur var núna áðan, laugardag, með væntanlegum Sýrlands og Jórdaníuförum sem halda utan 6.apríl n.k. Þar var útdeilt miðum, merkingarborðum á töskur og barmmerkin góðu.
Við sötruðum te og kaffi og íranskt bakkelsi var á boðstólum.

Allir virtust í sólskinsskapi eins og vera ber þegar fólk býst til að fara í ferðalag, margs var spurt og mikið skrafað.

Hef fengið nokkra Ómandiska og tæknistjórinn mun setja inn á síðuna fljótlega slatta af fegurstu myndum.
Þá vil ég benda ykkur á að ég lagfærði lítillega hlekkinn Væntanlegar ferðir
svo allir geti glöggvað sig á ferðum þeim sem eru í bígerð. Kíkið á það og þar sem menn eru þegar farnir að skrá sig ættu allir að vera tímanlega í því að panta eða láta í ljós áhuga sinn.

Gerði þá breytingu- vegna veðurlags- að Armeníu/Azerbadjan/Georgíu ferð er fyrirhuguð í maí og Sýrland/Jórdanía (eða Líbanon) hins vegar í september 2007.

Það er hressandi blíða úti og senn skunda ég af stað í útburðarferð með sunnudagsmogga í nokkur hverfi hér í grenndinni.
Margblessuð. Takk fyrir góðan fund.