Upp ´á grín en ekki síður til minnis

Góða kvöldið, góðir félagar.

Um þetta leyti fyrir þremur árum sat ég á hótelherbergi í Salalah í Óman og beið þess að George Bush, forseti Bandaríkjanna. héldi ræðu til að kynna heimi að nú væru Bandaríkjamenn og þeirra liðsmenn í óða önn að búa sig undir að hefja árás til að koma á lýðræði og frelsun í Írak. Það var erfið og þungbær nótt sem ég hef reynt að lýsa í eftirmála Arabíukvenna. Fáir verða líklega til að staðhæfa að sú aðgerð hafi fært Írökum þá miklu gleði og bætt lífskjör sem birtist í því tali forsetans.

Annars er aðalerindi mitt núna að minna Ómanfara á mynda og minningakvöld n.k. miðvikudagkvöld og vonast til að við getum hist þar flest, fengið okkur snarl og skrafað saman eftir vel lukkaða ferð. Ef einhverjir hafa tilbúna diska eða myndir til að setja inn á sína er það vel þegið. Gulla pé ætlar þá að hafa tilbúna ljósritun af vitalinu í Óman Observerþ
Látið endilega upplýsingar ganga til þeirra sem hafa ekki netfang og þið vitið um.

Þá skal tekið fram að Sýrlands/Jórdaníufarar hafa allir skilað sér, alhamdulillah og miðar og ferðagögn verða afhent á laugardag kl 14 og ég hef sent öllum bréf sem hafa netfang og vona að til annarra verði komið skilaboðum því nauðsynlegt er að allir mæti og taki við sínu.
Einnig þurfum við aðeins að fara yfir fáein minnisatriði í leiðinni. Te og íranskar kökur á boðstólum.

Sömuleiðis hef ég látið haustfarana til Írans látið vita að þeir skuli hefja greiðslur í septemberferðina þann 1.maí n.k. og minni á það þegar nær dregur.

Mig vantar sárlega tvo í Jemen/Jórdaníuferð í maí en þeir sem þegar hafa greitt - og sumir klárað- eiga þakkir skildar.

Vil svo sem einnig ítreka að aðalfundur VIMA verður laust eftir að við komum úr Sýrlands/Jórdaníuferð og veit að Edda Ragnarsd. og Ragnheiður og Gulla pe munu annast það með sóma meðan ég verð í burtu.

Minni á Íransnámskeið hjá MÍmi Símenntun 23 og 30mars. Einnig þarf ég að skreppa til Akureyrar skömmu fyrir Sýrlandsferðina og halda þar tölu yfir fróðleiksfúsum í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Fer þó alltaf reglulega inn á póstinn og bið ykkur að senda fyrirspurnir/ábendingar er eitthvað er sem þið viljið koma á framfæri

Þakka þeim sem hafa sent myndir til Jemenstúlkna en vantar enn nokkrar og bið ykkur vinsamlegast að pósta þær til mín á næstunni.