Aðalfundur og íranskir draumar - mætið vel og stundvíslega

Þar sem ég veit að menn eru misfljótir að opna póstinn sinn mun ég á næstunni setja inn tilkynningu um aðalfundinn 6.maí öðru hverju.

Hann verður haldinn í Kornhlöðunni í Bankastræti kl. 14 og ég hvet fólk til að fjölmenna

Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Skýrsla stjórnar um starf VIMA frá síðasta aðalfundi - Jemenstúlknastyrkir, ferðalög okkar og Mahersamfylkingin ofl
3. Reikningar lagðir fram
4. Stjórnarkjör
5. Önnur mál - Elham Sadegi Tehrani, 25 ára stúlka frá Íran sem hefur stundað nám í Háskóla Íslands flytur erindi sem hún kallar " Íranskir draumar." Hún svarar spurningum að máli loknu. Elham flytur mál sitt á ensku en úrdráttur mun liggja frammi á íslensku.

Einnig reikna ég með að hafa fullmótaðar áætlanir fyrir ferðir 2007 og verð(með öllum fyrirvara).

Hvet fólk til að gera upp félagsgjöld og númerið er hér á síðunni undir Hentug reikningsnúmer.

Við VIMA konur vonumst til að félagar fjölmenni og sýni VIMUlega samstöðu. Nýir félagar eru margvelkomnir.