I ruslapokum inn i Petra

Thetta hafa verid vidburdarikir dagar hja SyrlandsJordaniuforum.
I fyrradag thegar vid risum ur rekkju, t.e a paskadag var vedur drungalegt og svali skyndilega kominn i vedrid.
Vid logdum af stad upp a Mount Nebo thar sem Moses stod og horfdi hnipinn yfir til fyrirheitna landsins og skodudum merkilegar mosaikmyndir i kirkjunni a haedinni. Renndum gegnum Madaba og aetludum ad skoda elsta landakort i heimi sem er gert ur mosaik trulega a sjottu old. Tha var thar paskamessa i algleymi og vid akvadum ad vid myndum litid sja og beindum tvi leidinni inn a Eydimerkurveginn og aleidis til Wadi Rum. Thad er harla long keyrsla en eg taladi lengi og harla raekilega um politik ofl og thegar var stoppad til ad fa ser hadegissnarl var bodid upp a arak sem Omaran i Crak de Chevaliers gefur mer alltaf og thad hafdi thaegileg ahrif a alla.

Thegar til Wadi Rum kom sveifludum vid okkur upp i jeppa, ymist lokada eda opna og svo var keyrt um sandinn og menn fellu i stafi yfir litbrigdum i sandinum, storkostlega fjolbreytilegum klettamyndunum og svo klettunum sem gegndu hlutverki auglysingaspjalda og vegvisa her adur fyrr og thar ma lesa ut ur margskonar frodleik. Allir voru anaegdir en vedur lek ekki vid okkur en menn settu thad ekki fyrir sig.

A leidinni til Petra for ad hellirigna og lagdist yfir thoka svo okkur leist ekki a blikuna en allir heldu i gledi og von um sol naesta dag sem vid aetludum ad verja i raudu dularborginni Petra. Tjekkudum inn a Petra Palace, bordudum thar og allt i katinu.

I gaermorgun voknudum vid i rigningu og kulda og voru nu god rad dyr tvi eg hafdi ekki hvatt menn - reyndar heldur latt- til ad hafa med ser hly fot hvad tha regnfot. En ekki tjodi annad en leysa malid svo vid endudum med ad senda eftir storum svortum ruglapokum. Thorgeir sneid tha til og svo klaeddum vid okkur oll i pokana og thrommudum af stad. I theirri somu mund og vid komum ut klaedd ruslapokunum renndi ruslabill upp ad hotelinu og thad thotti okkur kostuleg tilviljun.

Vid forum ymist a vognum eda gangandi inn i borgina og thad stodst a endum ad thegar inn var komid sviptust regnsky brott af himni og solin skein a ny og allan thann dag. Sumir trudu ekki eigin augum en smatt og smatt sviptu menn sig ruslapokunum og breyttust tha i hversdagslega ferdamenn.
Thetta var einstaklega godur dagur og eg aetla ekki ad gera tilraun til ad lysa Petru. Thad na engin ord yfir hana. Folk var ymist a labbi saman eda i med hopnum, Abu Ali, jordanski gaedinn, var ospar a ad fraeda okkur. Sumir fengu ser ulfalda eda asna til reidar og nokkrir klifu alla leid upp i klaustrid, thangad eru hatt i thusund threp. Their garpar sem thad gerdu voru Edda Niels, Asdis Olafsd, Sverrir Matt, Vera Illugadottir og Thora Kristjansd og voru thau drjug med sig yfir tvi afreki.
Bjarnheidur Gudmundstottir sem var med i sams konar ferd i fyrra en vard fyrir tvi ad fotbrotna i ferdinni en helt eigi ad sidur afram, hafdi sent gjof med Josefinu vinkonu sinni, til ungs straks sem keyrdi hana um alla Petru daginn sem sa hopur var thar. Strakurinn reyndist Bjarnheidi einstaklega vaenn og godur og nu var reynt ad hafa upp a honum tvi hann var ekki vid Petru i gaer. En thad tokst, hann fannst og mundi eftir Bjarnheidi og ljomadi eins og sol thegar honum var sagt ad hun hefdi sent honum gjof. Hljop svo eins og faetur togudu ad kaupa smagjof til ad senda Bjarnheidi fyrir gjofina sem hun hafdi sent honum! Hid ljufasta mal og Vera tok mynd af Josefinu og Shadi og voru tha allir gladir.

Siddegis var stefnan tekin a Amman og var mikid fjor i rutunni enda hofdu menn fengid ser bjor a hotelinu adur en lagt var i hann. Thurfti ad stoppa ansi skyndilega thegar bjorinn for ad segja til sin og var ekki um annad ad velja en finna ser thufu i eydimorkinni og spraena bara feimnislaust.

Eg hafdi verid bedin ad segja fra tvi af hverju eg akvad a sinum tima ad haetta a Mogga, fara til Arabalanda og sidan hver var addragandi ferdalaganna, og eg sagdi sem sagt fra tvi. En fleiri letu ad ser kveda, Maria Vilhjalms sagdi sogu, Solvi taladi, Josefina for med athyglisverda visu og tviraeda, Asdis sagdi sogur og song
og allir voru himinlifandi yfir tvi hversu vel hafdi raest ur deginum.

I gaerkvoldi bordudu Gurri Gudfinnsd sem byr her og madur hennar Rami Baara med okkur, einnig komu i matinn med okkur Thordis Arnadottir sem er her a ferd og Kristin Kjartansdottir sem hefur buid her i morg ar. Thad kom i ljos ad ymsir hofdu vid thaer hin ymsustu tengsl og fannst monnum gaman ad hitta thetta prydilega folk.

Nu i morgun thutu flestir nidur i bae ad vita hvort eitthvad vaeri thar til solu. Solin skin og allt er i godu. Vid tjekkum ut um hadegi og holdum aleidis til Damaskus kl. 1.

Asdis Kvaran er afmaelisbarn dagsins og hefur afmaelissongurinn verid sunginn einu sinni og verdur orugglega fluttur oft. Asdis ber aldurinn vel og er hrokur alls fagnadar i thessum skinandi goda hopi.