Jemen/´Jórdaníufarar hittust í dag - fleira spaklegt

Við hittumst í dag, hópurinn sem fer til Jemens og Jórdaníu eftir rífa viku. Ætlum að hittast í Leifsstöð kl. hálf sex að morgni sunnudagsins 7.maí og væri gaman ef við gætum fengið brottfararspjöld alla leið. - Maður getur nú látið sig dreyma.

Góður hugur í öllum og farið yfir það helsta sem þarf að hafa í huga og allir virtust með á nótum.

Nú háttar svo til eins og ég hef sagt margsinnis að fólk þarf að greiða félagsgjald í VIMA að minnsta kosti það(þau) ár sem farið er í ferð. Mun senda Guðlaugu gjaldkera lista yfir félagana og hún lætur þá vita hvort þeir skulda félagsgjöld.

Ég hef lúmskan grun um að ýmsir sem hafa þegar farið í ferðir þetta árið hafi ekki gert upp félagsgjöld og bið Gullu að athuga það fljótlega því þetta verður að vera í lagi.

Þið getið líka haft samband við hana gudlaug.petursdottir@or.is og hún flettir viðkomandi upp og kannar málið. Flestir greiða auðvitað gjöld og eru félagar þótt þeir missi úr ár eða svo í ferðalögum því við viljum vera með í þessu Vináttu og menningarfélagi og mættu fleiri bætast við hvort sem þeir hyggja á flandur með VIMA eða ekki.
Safnið félögum, góðir félagar og ykkar er sóminn.

Þá hef ég boðið Nouriu Nagi, forstöðumanni YERO í Sanaa að koma og borða með okkur fyrsta kvöldið okkar í Jemen. Einnig stendur til að við sækjum miðstöðina heim svo fólk geti kynnst þessari starfssemi og það er mikill spenningur fyrir því.
Vil benda þeim "foreldrum" eða styrktarfólki á það sem hafa ekki sent mér myndir að gera það strax upp úr helginni - svo ég geti fært stelpunum/stúlkunum myndir af velgerðarfólki sínu. Hjá þeim er áhugi á því.

Nokkrir hafa einnig tjáð mér að þá langi til að senda stelpunum einhverjar smágjafir og þá mætti koma þeim til mín fyrir næsta laugardag eða í síðasta lagi á aðalfundinum 6.maí. Þið getið líka lagt smáupphæð inn á Fatimusjóðinn ef þið viljið því ég hef í hyggju að afhenda Nouriu nokkra upphæð þegar við hittumst til styrktar kennurum sem vinna í miðstöðinni.

Minni ykkur svo aftur - og geri það örugglega aftur - á aðalfundinn í Kornhlöðunni n.k. laugardag.
Gleðilega mikil þátttaka er í myndakvöldi Íransfara nokkrum kvöldum áður.
Gott í bili.