Nú eru hér ýmis gullkorn handa VIMA fólki

Var að senda póst á alla þá sem hafa greitt inn á Íransferðina í haust og bað aðra fyrir skilaboð til þeirra sem ekki hafa imeil. Vona ég hafi engum gleymt og láti þeir þá frá sér heyra. Þetta var sumsé til að skýra fyrir fólki hvernig á að greiða ferðina og þess háttar og það er nauðsynlegt að allir borgi á réttum tíma.
Einnig sagði ég frá tryggingamálum sem ég vænti að allir hafi meðtekið blíðlega.

Til Jemenfaranna
Líður nú senn að því að allt sé tilbúið fyrir ferðina 7.maí og var einmitt að fá í hendur miðana frá Royal Jordanian og er búin að fara yfir að þar er allt rétt. Er að bíða eftir að mér berist í pósti ljósrit af vegabréfsáritunum og þá get ég náð í miðana til Flugleiða og við getum hist og rabbað duggulítið saman. Nóg er nú hér af kökunum.

Íransfarar vinsamlegast tilkynnið þátttöku á myndakvöldi
4.maí kl. 18 í Litlu Brekku. Þar verður einhver matur á boðstólum fyrir lítinn pening. Hef fengið svar frá nokkrum en fleiri skyldu láta í sér heyra. Munið að gestir ykkar eru velkomnir en bara láta vita af þeim.

Það er nauðsynlegt
að fólk láti sem allra fyrst vita um þátttöku í ferðir 2007, þ.e. auðvitað hef ég á skipulagðri skrá sem þegar hafa tilkynnt sig en veit um nokkra áhugasama og bið þá ekki að bíða lengi. Þetta er ekki bara nauðsynlegt heldur aðkallandi. Svo vona ég að fréttir berist með ykkur og þið hvetjið vini og ættingja óspart til þessara ferðalaga. Þykist raunar vita að þið gerið það.

Lítið á væntanlegar ferðir hlekkinn og þá sjá menn hvernig árið 2007 er hugsað og væntanlega verða ekki stórvægilegar breytingar þar.
Höfum þetta sem keðjubréf, sendi hver áfram til þriggja og lán og lukka mun leika við alla!