Sýrlandshópurinn á förum á morgun - Íransgrein komin inn

Vænti þess að Sýrlandsfarar hafi lesið bréfin sín um að þeir mæti stundvíslega kl. 11 í fyrramálið í Leifsstöð, allir skarti sínum barmmerkjum og rauðborðaskreyttum töskum. Muna að fylgjast með því að farangur sé tjekkaður inn alla leið til Damaskus.

Vil líka hvetja hópinn til að skilja eftir síðuna www.johannatravel.blogspot.com
svo menn geti fylgst með okkur. Vænti þess ég skrifi pistil inn á síðuna á föstudag og síðan svona eftir efnum og ástæðum. Það er gaman ef fólk sendir kveðjur í ábendingadálkinn, þetta er lesið upp á kvöldin við ánægju allra.

Þá er ekki úr vegi að vekja athygli ykkar á að grein Þuríðar Árnadóttur Auðgun Írans er komin inn á sérstakan link. Vona þið kíkið á hana.

Í lok apríl verður aðalfundur VIMA og nánar um það fljótlega.
Edda Ragnarsdóttir, Íransfari og stjórnarkona í VIMA ætlar að hafa samband við Íranshópinn vegna myndakvölds okkar sem við efnum til laust eftir að þessi hópur kemur heim 21. apríl. Vonandi geta sem flestir og helst allir komið og hafa þá gengið frá myndum sínum. Við erum 31 sem eru í Sýrlands/Jórdaníuferðinni og mér finnst notalegt að í hópnum núna eru tveir félagar sem voru í Íransferðinni líka.