I stuttri heimsokn i Sanaa- eftir ferdir um fjallathorp og svaml i Raudahafi

Vid komum nuna adan aftur til Sanaa og hofum thad daegilegt. I morgun fra Hodeidah thar sem rakur hiti var um 36 stig, keyrdum um borgina sem er ad verda virkilega hrein og snyrtileg midad vid thad sem adur var, skemmtum okkur i hakarlaskodun a fiskmarkadi og svo var stefnt til fjalla. Gegnum gljufur og gil thar sem allt vex sem raektad verdur og keyptum okkur mangoavexti hja solufolki thar. Upp i fjollin eftir krokottum vegum en bilstjorarnir okkar eru flinkir sem fyrr og allt gekk eins og i sogu. Thad er meira ad segja buid ad malbika vegarspottann milli Manakka og Jajjara svo thad tok ekki nema nokkrar minutur.
I Hajjara er einn af thessum undurfurdulegu fjallabaejum Jemens og tho baerinn standi i 2500 metra haed var hann tho a vagnlestaleidinni a timum Ottomana.

Vid dadumst ad utsyni til Hajjara og erum raunar einlaegt ad falla i stafi yfir utsyni og fegurd og hrikalegu landslagi sem er tho samt einnig mjukt og blitt.

I Manakka bordudum vid hadegisverd, satum a golfinu og gaeddum okkur a salta, eggjakokum, graenmeti, kjukling og eg man ekki hvad og allir gerdu thessu god skil. Svo komu dansstrakarnir og syndu Baraadansana sem eru vigadansar fra thessum fjallathorpum, their veifudu hnifum og riflum af henni mestu konst og leikid a trommur og flautu undir. Sidan var kvenfolki i hopnum bodid i dansinn en karlar latnir afskiptalausir. Leku listir sinar med jemensku dosnurunum flestar kvennannanna en Helga kristjansd var tho fyrst ut a golfid og let ekki bjoda ser upp tvisvar. Einnig gengu i dansinn Eyglo, Martha, Lena, Asdis og Olof og voru okkur til hins mesta soma.

Eftir thetta var svo stefnt nidur fjollin og upp naestu fjallaskord og aleidis hingad til Sanaa. Vid stoppudum a odrum efsta stadnum a leidinni, thar stod raefilslegur skur, ad hruni kominn ma eg segja og Mohammed gaed sem er glensfugl hinn mesti sagdi ad thetta vaeri afengisbudin og kutveltust menn tha af hlatri enda afengi ekki ad fa her i landi nema i Hodeidah.
En viti menn tharna var afengisbud og gamall karl gaegdist fram milli mursteina inni i skurnum og spurdi hvad vid vildum fa.
Thetta var svo absurd ad tho menn vaeru ekki synilega adframkomnir af afengislongun gatu ymsir ekki a ser setid ad kaupa bjora tho ekki vaeri nema til minja, sogdu sumir og eg hef sterkan grun um ad their hafi runnid snarlega nidur i vidkomandi.

Thegar vid stoppudum naest bar svo ad a Bensinum sinum forsetasoninn Akmed Ali Abdullah Salehson og veifadi hann althydlega til hefdarhopsins.

I gaer var ma snekkjusiglingin a Rauda hafi og svomludu flestir og skemmtu ser konunglega i heitum sjonum. Thar er allt med somu ummerkjum og fyrr, skipstjorar harla ungir - innan vid tiu ara eda harla gamlir - og eina vandamalid var ad na folki upp i batana eftir sundid. Tokst ad fa stiga og allt endadi thetta i anegju og raudum kinnum og eldraudum nefjum.

Mer vard all alvarlega a i messunni thegar eg sendi sidasta pistil heim tvi eg gleymdi ad geta thess ad vid okum langleidina fra Sanaa til Taiz i logreglufylgd. Thad var ansi notalegt og svo thegar vid nalgudumst Taiz thotti loggumonnum rad ad Taizbuar vissu ad her vaeru stormenni a ferd svo their settu a ljos og sirenur og borgarbuar sneru ser vid fullir addaunar og vid vinkudum og fundum mjog til okkar.

I kvold bordum vid saman utan Hill Towns en i fyrramalid er haldid til flugvallar snemma og flogid til Mukalla og sidan keyrum vid yfir merkur og sanda og til Sejjun og gistum thar naestu tvaer naturnar.

Vid erum med finustu bilstjora eins og eg sagdi en adeins einn sem var med okkur sidasta ar, man ekki svo gloggt hverjir voru i hans bil tho. En thetta eru allt vingjarnlegir menn. Bilstjorinn i sidasta bil sem vid erum i Halla, Asdis og eg heitir Ali og snyst i kringum okkur, udar okkur ilmvatni, faerir okkur blom og hluir ad okkur a allan hatt.
Eg hef tvi ekki getad komid myndum Thoru til skila til Abdel Rahmans en mun skilja thaer eftir a ferdaskrifstofunni. Adrar kvedjur sem eg var bedin fyrir munu vaentanlega einnig komast a sina stadi.
Bidjum kaerlega ad heilsa. Her i Sanaa er sama blidvidrid og allir eru hressir og gladir.
Bid serstaklega fyrir afmaeliskvedju til Jonu Einarsd sem atti sitt merkisafmaeli i gaer.