Jemenstúlkurnar okkar - orðsending til Íranhóps í september

Sálin mjakast heim á leið eftir að ég hef sofið í sólarhring. Skilar sér vonandi áður en ég fer á kjörstað, gæti gert einhverja algera vitleysu í þessu ástandi.

Aðkallandi að heyra frá þeim sem eru áhugasamir um Óman í febrúar 2007.
Þar verður hækkun á verði svo ég þarf nauðsynlega að vita um áhuga enda mundu greiðslur hefjast fyrr.

Hér með orðsending til Íranfara í sept: Vinsamlegast muna að greiða næstu greiðslu 1.júní, reikningur sem fyrr 1151 15 550908, kt. 1402403979. Ef einhver vandkvæði eru á því láta mig ljúflegast vita.

Þá er frá því að segja að ég er með umslög um framgöngu stelpnanna okkar í Jemen og mun koma þeim í réttar hendur á næstu dögum.
Vil hvetja fleiri til að gefa sig fram sem styrktarmenn fyrir næsta skólaár sem hefst í lok júlí. Mér þætti hagstætt ef við gætum bætt við nokkrum stúlkum því Nouria sagði okkur að margar væru á biðlista.
Upphæðin er óbreytt 200 dollarar og þið getið valið um það hvort þið borgið þessa peninga í einu lagi eða skiptið henni.
Hópurinn var mjög hrifinn af því starfi sem YERO vinnur í Jemen og væri gleðilegt ef þið gætuð fengið fleiri til að styðja það. Einnig kemur auðvitað til greina að setja upphæð inn á Fatimusjóðinn - sjá undir liðnum Hentug reikningsnúmer- því við styrkjum kennara og einnig var augljóst að vantaði ýmislegt fleira í stöðina í Sanaa.
Látið þetta berast og endilega hafa samband.

Nú fer ég niður og skima eftir sálinni.