Íransfarar á myndakvöldi - plús smotterí

Íransfarar í ferðinni í mars hittust í gærkvöldi á Litlu Brekku og borðuðu saman skötusel og skoðuðu myndir.
Um tíma leit út fyrir að tæknin yrði okkur ofviða- sérfræðingar voru sóttir út og suður og ekki gekk rófan , eins og þar stendur.
Þetta fór þó allt vel og við horfðum á myndir Sveins Haraldssonar, Jónu Einarsd og Hermanns og Sigríðar og lifðu menn ferðina aftur upp við mikla ánægju.
Nokkrir gestir Íransfara komu á myndakvöldið og höfðu gaman að.

Ég nældi mér í disk með myndum Sveins og vona þau Hermann og Sigríður sendi mér disk við tækifæri. Og ef fleiri vildu gera það. Það væri fjarska vel þegið.

Þakkir til lýsisgjafa

Allmargir höfðingjar bættust við og lögðu inn í lýsissjóðinn og bestu þakkir fyrir það.

Minni á
heimasíðuna og hvet Jemen/Jórdaníufara til að skilja slóðina eftir. Það hefur sýnt sig að fólk vill gjarnan fylgjast með ferðum okkar.
www.johannatravel.blogspot.com

Minni líka á aldrei þessu vant
á aðalfundinn á morgun. Sjáumst þá