Sálin - strákar og Sýrlandsmyndakvöld og nokkur aukagullkorn

Sæl öll
Hef sent Sýrlandsförum tilkynningu um myndakvöld okkar 6.júní. Var ekki hægt að fá húsnæði á öðrum degi og vona að sem allra flestir sjái sér fært að koma.

Þá hef ég beðið Íransfara í sept. að yfirfara upplýsingar og senda mér vegabréfsnúmer þeirra sem hafa ekki ferðast með mér áður eða hafi menn breytt um vegabréf. Ekki láta þetta dragast. Þarf að koma þessu út á fimmtudag í síðasta lagi. Seinna verður svo frá því sagt hvenær við hittumst til að fylla út formlegar umsókniþ

Fjórir styrktarmenn hafa bæst við fyrir næsta skólaár fyrir rollinga í Jemen. Takk fyrir þaðþ
1. Helga Kristjánsdóttir styður Jamal Hammid Al Summary sem er 6 ára og byrjar í skóla með haustinu. Hann hefur fengið áhuga á að fara í skóla með því að fylgja móður sinni í miðstöð YERO síðan hún fyrjaði á starfsfræðslunámskeiðinu.
2. Högni Eyjólfsson hefur þegar greitt fyrir Rabbi Abdulla Al Sarabee sem er 9 ára og er í 3. bekk
3. Guðmundur Pétursson hefur tekið að sér Wadee Abdulla Al Sarabee og er 13 ára strákur í 6. bekk.

Fjórði drengurinn er Mohammed Jamil Shraf Al Salwee sem er 9 ára. Styrktarmaður hans á rétt eftir að staðfesta það við mig. Ef einhver annar vill taka hann að sér er það vel þegið.

Nouria lætur mig á næstunni hafa tíu stelpur til viðbótar sem við mundum bæta við þær sem fyrir eru. Vona innilega að allir hafi tök á að styðja sínar stúlkur áfram.

Hef póstað flest umslögin með umsögn um hvernig þær hafa plumað sig í vetur og þau ættu því að skila sér til ykkar senn.