Tölva í bileríi - mun þegja um helgina

Vildi ekki senda ykkur í fullkominni óvissu inn í Hvítasunnuhelgina, pistillaus og allslaus. Ástæðan fyrir þögn er að tölvan mín fór í meðferð í morgun og losnar ekki út fyrr en eftir helgina.

Svo ég er í galókunnri tölvu í augnablikinu og get ekki sent á línuna.

Ætla að fagna því að fólk er þegar farið að greiða fyrir Jemenstúlkurnar sínar og allir hafa fengið sínar umsagnir um þær það best ég veit. Mun senda tilkynningu þegar kemur fram í júní varðandi málið því mér skilst að allir þurfi að hafa greitt fyrir 15.júlí. Vona auðvitað að fleiri glaðir styrktarmenn bætist við.

Þeir sem vilja greiða svo áfram mánaðarlega og allt í sóma með það.

Minni Sýrlands/Jórdaníufara á myndakvöldið.

Einnig eiga tveir Íransfarar eftir að greiða og þar sem ég þurfti að senda út nú um mánaðamót er aðkallandi að ganga frá því.

Svo bendi ég ykkur auðvitað á lesningu í sumarfríinu. Sjá undir linknum Bækur tvær. Á enn slatta af Perlum og steinum og ástinni á rauða ljósinu. Ágóðinn fer í Fatimusjóðinn.

Seinna í dag hittist ný VIMA stjórn til skrafs og ráðagerða og þá ætlar Gulla gjaldkeri m.a. að vera búin að leggja inn 60 þús. krónurnar sem var ákveðið á aðalfundi að við létum af hendi rakna til verkefnisins í Sjabra Sjatilla í Líbanon og til YERO.

Vona að allir hafi það notalegt um hvítasunnuna.