Margt skrýtið í kýrhausnum, krakkar mínir.

Mig langar að benda á eftirfarandi staðreyndir.

Íran í sept 2006. Uppseld

Óman í febr. 2007 Laus sæti

Íran í mars 2007 Nokkur laus sæti

Jemen/Jórdanía um páska 2007 er að verða fullskipuð. Get kannski bætt við tveimur

Armenía, Azerbadjan, Georgía(dagsetning ekki ákveðin, sennilega í maí eða okt. 2007) er þéttskipuð og vantar aðeins staðfestingu frá nokkrum.

Sýrland/Líbanon haustið 2007 Sæti laus.

Libya okt. 2008 virðist í þann veginn að fyllast.

Mér finnst þetta skondið af því nú kvarta menn duggulítið undan því að þeir þurfi að ákveða sig með æði löngum fyrirvara. En þessi listi virðist benda til þess að fólk vilji hafa fyrirvara á þessu.
Með þessi nýju lönd okkar er það beinlínis nauðsynlegt. Auðveldara með Sýrland þar sem það er orðið svona annað heimaland VIMA félaga.

En sem sagt. Þið látið í ykkur heyra.
Ferðir ekki fyrirsjáanlegar 2008 nema Líbýa og etv. foreldraferð til Jemens þar sem ég hyggst sinna öðru það árið.
Eða að minnsta kosti hluta úr því.
Insjallah.