Yfir 30 þúsund manna múrinn - Breytingar til bóta í Jemen/Jórdaníuferðinni og sitthvað dúllerí

Þá er skattadagurinn mikli runninn upp og ég vona að enginn hafi farið verulega á hausinn.

Vek athygli ykkar á því að við höfum rofið 30. þúsund gesta múrinn og samtals hafa um 54 þúsund gestir heimsótt síðuna. Það hlýtur að teljast glæsilegt.

Bendi Jemen/Jórdaníuförum á að ég hef gert lagfæringar á Jórdaníuleggnum í þeirri ferð sem gerir förina ugglaust skemmtilegri. Við dveljum lengur í Petra og gistum í Wadi Rum sem mun áreiðanlega gera lukku hjá hópnum.

Þá leyfi ég mér að minna Íranfólkið mitt á síðustu greiðsluna nú um mánaðarmótin. Þá á sömuleiðis að borga eins manns herbergisgjaldið. Gjöra svo vel og gera það á réttum degi. Borga á ferðareikninginn 1151 15 550908 kt. 1402403979Ítreka þá hvatningu mína að VIMAfélagar safni nýjum í félagið.

Ritnefnd VIMA er að störfum og mun fyrsta fréttabréf vetrarins verða tilbúið um þær sömu mundir og efnt verður til kynningarfundar um miðjan ágúst. Insjallah

Hef fengið nokkrar fyrirspurnir um hvenær eigi að greiða Jemendiskinn og er ekki bara ráð að gera það núna. Greiðist á reikning 1151 15 551130 kt.1402403979. Tvö þúsund og fimm hundruð krónur. Ólafur Singer situr nú við að klára þetta og ég mun svo koma þeim til ykkar.

Enn geta allmargir pantað disk til viðbótar og er doltið hissa hvað vantar nokkuð á að ferðalangar í Jemenferðum hafa gefið sig fram því þetta er upplifun, og hún er ljúf og hrjúf.

Bendi loks á mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið vegna atburða í Líbanon og Gaza sem verður kl. 17,30 í dag. Ég er viss um að margir VIMA félagar vilja sýna samstöðu með vinum með því að mæta þar.

Látið frá ykkur heyra!!