EGYPTALAND, haustfundur og síðast en ekki síst mínir alþekktu LISTAR

Á von á að fá í dag verð á Egyptalandsferðinni svo ég bið menn að vera svo vinsamlega að gefa sig fram ef áhugi er á henni. Þrettán daga ferð sirkabát í febrúar. Þáttaka verður að nást að lágmarki 16 og hámarki 21.

Sama verður væntanlega uppi á teningnum með marsferðina til Íran, hvað lágmark og hámark snertir.

Enn vantar tvær jemenskar stúlkur styrktarmenn en Fatimusjóður hefur greitt fyrir þær og allt gott um það að segja. Hitt fann ég mjög vel í fyrra að stelpunum þótti persónulegra að einstaklingur/einstaklingar styddu þær og skoðuðu myndirnar af sínum velgjörðarmönnum af mikilli ákefð og báru ákaft saman. Það er aldrei of seint að bætast í hópinn. Muna það

Tveir styrktarmenn fengnir!
Stúlkurnar tvær sem vantaði styrktarmenn eru búnar að fá sína. Það var snöfurlegur VIMA félagi sem vatt sér í að útvega þá.
Svo Summaia Galeb Al Jumhreee, 11 ára verður studd af Þórhildi Ólafsdóttur
og Fatema Samer Al Radee af Sigrúnu Tryggvadóttur. Takk fyrir það.

Minni á að haustfundur VIMA verður 7.okt. á Kornhlöðulofti, meira um það þegar nær dregur.

Listar um þá sem farið hafa í VIMAferðir

Til fróðleiks og skemmtunar birti ég svo hér lista yfir ferðir okkar og þáttakendafjölda í hverri

1.Sýrland okt 2000 (var fararstjóri fyrir Úrval/Útsýn) 24

2.Líbanon/Sýrland apr. 2002 (í samvinnu við Garðabakka) 13

3. Líbanon/Sýrland sept 2003 31

4. Líbanon/Sýrland apríl 2004(aðstoðarfararstj. 42
Ragnheiður G.Jónsdóttir)

24
5.Líbanon/Sýrland sept 2004
Sýrland/Jórdanía apríl 2005 30

7. Sýrland/Jórdanía apríl 2006 31

8. Jemen/Jórdanía maí 2004 18

9. Jemen/Jórdanía maí 2005 23

10.Jemen /Jórdanía 2006 13

11. Egyptaland mars 2005(aðstoðarstj. Ragnheiður G. Jónsdóttir) 36

12. Óman febr. 2006 26

13. Íran mars 2006 19

og svo er Íran sept 2006 eftir rífa viku 27

Samtals 357

Ánægjulegt að margir hafa farið í fleiri en eina ferð eða fleiri en tvær og raunar margir í þrjár og fjórar.

Tiltölulega lágt hlutfall hefur aðeins farið í eina ferð og aðeins þrír sem ég hef altjent fengið svör frá í skoðanakönnunum hafa sagt að þeir hafi ekki áhuga á frekari ferðum um þennan heimshluta, þótt sáttir hafi verið við sína ferð.
Hlutfall kvenna í ferðunum er miklu hærra en karla.

Svo er alltaf vænn hópur sem segist hafa áhuga á ferðunum - en seinna. Það er ágætt í sjálfu sér en menn skyldu nú grípa gæsina neðan hún gefst.

Ég bið hvern og einn mjög blíðlega en í alvöru að senda síðuna allavega á tvo til kynningar.