Gifting í rigningu og breytt númer Fatimureiknings

Góðan daginn

Ég skal byrja á því að segja ykkur hvernig veðrið var þennan dag fyrir 49 árum þegar ég var 17 ára. Það var hellirigning en stytti upp þegar leið á daginn en var þungbúið.

Þetta man ég, ekki af því ég skrifaði veðurlýsingar í dagbókina, heldur af því að um þetta leyti dagsins var ég að skrýðast mínu brúðarskarti til að fara í Chevroletbílnum með pabba upp í Hallgrímskirkju að gifta mig. Haldiði það sé nú.
Og maður var bara með svart krullað hár og fór hvorki í blástur né snyrtingu á andliti né öðrum líkamshlutum.
Og á morgun 1.sept eru 50 ár liðin frá því ég kynntist þessum sæla brúðguma mínum.
Við ættum að hneykslast hæfilega á ungum brúðum hér og hvar í heiminum.

Þó hjónabandið færi nú svona og svona þykir mér alltaf vænt um þessa tvo daga.

Breytt númer á FATIMUREIKNINGI
En úr brúðarkjólnum yfir í Fatimureikning sem hefur fengið nýtt númer 1151-15 551212 og kt. sem fyrr 1402403979 Hef sett það inn á Hentug reikningsnúmer. Nú hafa að vísu flestir borgað fyrir sínar stelpur en margir greiða þó mánaðarlega og þeim vil ég einkum og sér í lagi benda á breytinguna. Einnig leggja nokkrir inn upphæð beint á Fatimusjóð en styrkja ekki sérstakar stúlkur. Hef enda sent - auk greiðslu fyrir stelpurnar- peninga sem duga fyrir launum eins kennara í YERO stöðinni.
Hins vegar ferst hvorki himinn né jörð þó lagt verði inn á gamla reikninginn því ég færi þá á milli en bið ykkur samt að gjöra svo vel og skrifa þetta bak við eyrun.

Hef fengið verð frá egypsku ferðaskrifstofunni og það er þokkalegt en á hinn bóginn hef ég ekki heyrt frá þátttakendunum fleirum en þegar hafa gefið sig fram.

Bið Íranfara í næstu viku að kíkja eftir sínum pósti því ég hef sent fyrirspurn á Flugleiðir um hvort hægt sé að tjekka farangur alla leið frá Keflavík til Teheran.

Minni svo allra glaðlegast á 2ja kvölda námskeið um Líbanon/Palestínu/Ísrael og nýliðin átök þar, sögu og samskipti sem verður hjá Mími símennt dagana 28.sept og 3.okt.