Lokatilraun til að krækja í spurningalista - Óman líklega felld út

Þá skín sólin og næst ekki í nokkurn mann. Veðrið er góður undirbúningur fyrir Íranfarana í september.

Sendi í morgun á ný spurningalista til Óman og Íranfara. Þetta er þriðja tilraunin og bið ykkur eindregið að svara.
Ómanfarar hafa brugðið nokkuð vel við en Íranfarar vereið rólegri í tíðinni. Þó sé ég á tölvunni minni að langflestir hafa séð bréfið.
Get birt niðurstöður um Ómanferðina fljótlega ef nokkrir til viðbótar senda svör. Jemen og Jórdaníufarar 2005 og 2006 mættu líka taka við sér en hafa þó verið nokkuð snöggir þó ýmsa vanti.

Reikna með að fella niður Ómanferðina í febrúar þó mér sé það ekki ljúft. Eiginlega finnst mér það ansi hart. En í hana hafa ekki nægilega margir skráð sig og hótelpláss í Óman sem eru ekki mörg eru að ganga til þurrðar og ég get ekki haldið ferðaskrifstofunni þar í lausu lofti öllu lengur en viku.
Ef ekki hefur bæst við hressilega þá verður að aflýsa henni en vonast til að betri þátttaka verði í næstu tilraun. Læt ykkur vita um það.

Hálfskrítið þó að þetta einstaklega friðsæla og fallega land skuli ekki ná fleiri VIMA félögum til sín. Ekki síst þegar það er haft í huga að mikil og almenn ánægja var með fyrstu ferðina. En allt þarf sinn tíma.

Við getum ekki auglýst á hefðbundinn hátt og eina leiðin er að VIMA félagar láti póst og kynningu á ferðunum ganga, ekki síst með því að afla fleiri félaga og senda síðuna áfram.
Við sjáum þá bara til seinna. Veit ekki svo glöggt hvenær það verður því árið 2008 er ekki meiningin að hafa nema mjög fáar ferðir af ýmsum ástæðum og hefur verið frá því greint.

Á næstu dögum klárar Ólafur S. myndina Ferðin til Jemen. Allnokkrir hafa greitt diskana en fleiri mættu panta og gjörið svo vel og drífið í því. Diskurinn kostar 2.500 kr. og ætlar Ólafur að láta það renna í Fatímusjóð af drenglyndi sínu. Reikningsnúmer fyrir diskinn er 1151 15 551130 og kt. 1402403979.

Sæl að sinni.