Munið nú endilega fundinn á morgun

Góðan mánudaginn

Ólafur S. Guðmundsson var að koma til mín fimmtíu stykkjum af sinni frábæru mynd "Ferðin til Jemen." Mun láta þá fá disk á morgun sem eru búnir að panta og svo geta fleiri keypt diskinn. Hann kostar bara 2.500 kr. og Ólafur lætur allt renna í Fatimusjóðinn.

Nouria segir mér að stúlkunum á fullorðinsfræðslu- og saumanámskeiðinu hafi gengið afbragðs vel og meiningin er að láta þessa peninga sem fást fyrir diskinn renna í að styðja þá hugmynd Nouriu að kaupa saumavélar handa þeim sem best standa sig. Það væri aldeilis búbót fyrir þessar stúlkur að geta unnið heima og á eigin vél.

Fundurinn á morgun er kl. 17,30. Í Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, þar sem hannyrðaverslunin Erla var.
Þar liggja frammi áætlanir til Óman, Írans, Kákasus, Sýrlands, Jemen, Egyptalands og fl. Einnig eru þar kort af svæðunum sem við heimsækjum í ferðum okkar
Einnig látum við diska frá þessum stöðum rúlla í tölvum og svo verður sýnd mynd Ólafs sem áður er nefnd.
Þið getið skráð ykkur í ferðir og gengið í VIMA og munið að allir velunnarar eru margvelkomnir.
Bið ykkur að mæta stundvíslega. Kaffi og smálegt á boðstólum.
Sjáumst á morgun.