Vil láta ykkur vita - frekari upplýsingar í kvöld eða á morgun

Þá drýpur af upsum regn, að vísu íslenskt.

En vildi láta vita að mér skilst að ég eigi von á nokkrum Íransspurningalistum í dag og get þá væntanlega sett inn umsagnir manna um ferðina.
Kom mér þó nokkuð á óvart að nefnt var í einum spurningalista að skriflegar upplýsingar hefðu átt að fylgja um klæðaburð kvenna í Íran. Veit ekki betur en ég hafi látið ykkur fá ítarlegar upplýsingar á vegabréfsútfyllingarfundi fyrir utan að koma með nokkur klæði svo og á miðaafhendingarfundi þar að lútandi, en mun að sjálfsögðu taka tillit til þessa og afhenda septemberferðalöngum til Írans upplýsingar um það.

Fundurinn um ferðalög ársins 2007 verður innan langs tíðar, er aðeins að pæla í dagsetningum og hvenær fólk er komið úr sumarleyfum því nú hefjast skólar senn og menn undirbúa sig og sína fyrir það.
Á þeim fundi vonast ég til að geta sýnt mynd Ólafs S. Ferðin til Jemen og Högni Eyjólfsson sem gerði íðilsnjalla mynd um Sýrlands/Jórdaníuferð sl. páska ætlar að gera disk handa mér þar sem ég hef ekki haft spurnir af hvar og hjá hverjum hann er niðurkominn.
Nokkrir Jemendiskar verða til sölu á fundinum og hvet þá sem þegar hafa pantað að gera þá upp. Reikningurinn er 1151 15 551130 og kt. 1402403979. Diskurinn kostar 2.500 kr. Allmargir hafa þegar borgað hann og það er til fyrirmyndar. Ólafur hefur sent mér prufudisk og mér líst afar vel á hann og má reikna með að þeir verði allir tilbúnir seinni hluta vikunnar.

Um svipað leyti og fundurinn verður í ágúst hef ég svo upplýsingar um stelpurnar okkar í Jemen og hvenær á að borga fyrir þær. Sama upphæð 200 dollarar fyrir árið. Nokkrir hafa þegar gert það og bestu þakkir. Þá hef ég mikinn áhuga á að við bætum við um tíu stúlkum og bið menn að gefa sig fram sem vilja taka þátt í því góða máli.

Að öllu forfallalausu verður Armeníu, Georgíu og Azerbadjanferð í maí og bið menn að hafa það í huga.

Varðandi Óman í febr. hefur lítið gerst þar og eins og ég hef áður tekið fram get ég ekki öllu lengur látið ferðaskrifstofuna dingla í lausu lofti um hvort af þeirri ferð verður.
Gæti verið að við hugsuðum um Egyptalandsferð síðla febrúar. Nokkur áhugi er á henni og ég þarf endilega að fá að vita um það HIÐ ALLRA FYRSTA.

Bið ykkur að koma því til áhugsamra kunningja dagsetningu fundarins og get trúlega látið það berast fljótlega.