Jaktanir i Sjiraz

Blessud soll

Allt i godu her. Erum i Sjiraz og i gaer var haldid ut til Persepolis og menn voru harla andagtugir yfir theirri fornaldardyrd sem thar blasti vid. Sagan var rifjud upp og farid yfir sogu Persepolis og sidan renndum vid ut til Nekrapolis thar sem grafir fjogurra konunga eru hoggnar inn i Trollafjoll.

Siddegis rann upp su stund sem letti morgum lifid: vid forum hvorki meira ne minna en a basarinn og thegar folk var komid med plaspoka i hond tha skinu ymsir eins og solir. Annars er markadurinn her bara blavatn midad vid bazarinn i Esfahan en eg gerdi mitt besta til ad spilla ekki kaupgledinni tho.

Kvoldverdur var i badhusi Vakils sem er 300 ara og endurgert i sinum upprunalega stil, afar skemmtilegur stadur og matur godur.

Daginn adur var skodunarferd um Sjiraz. Tha var haldid i Khan- truarbragdaskolann og utskyrt vel og vandlega hvernig truarbrogdinn eru kennd. Morgum kom a ovart ad konur geti ordid ajatollar i thessu landi en su er vissulega raunin.

Vid skodudum lika tha undurfallegu fjolublau mosku og gerdum godan stans vid grafhysi Hafez sem er annar af hofudskaldum gamalla tima og er lesin enn thann dag i dag af ollum kynslodum. Satum thar vid te og vatnspipudrykkju og toludum gafulega.
Um kvoldid bad eg svo Sigridi Lister ad lesa ljod a ensku Hafsjor af ast eftir Hafez undir kvoldverdi og forst henni thad fagurlega ur hendi. Ekki hef eg getad haft upp a neinum thydingum eftir Hafez a islensku enda erfitt ad tyda hann tvi texti hann sagdur afar margraedur.

Her er svona 32ja stiga hiti og allt i blidu. Nu erum vid a leid i Ermam gardana, ad grafhysi Saadis sem er kannski eins konar Snorri Sturluson theirra herlendra. Einnig i Appelsinugardinn og speglah0llina.
Nu eru allir farnir ad bida eftir mer svo eg slae botn i thetta i bili en skrifa kannski meira i kvold.
Aetla ad nota taekifaerid og oska Veru ommustelpu til hamingju med 17 ara afmaelid i dag.