Komin um stund af Kaspiahafi

Sael oll og margblessud

Vid hofum sem sagt theyst um Kaspiahafid, skodad risavatnaliljur og blahegra thar a Anzali og slaedur fuku af konum i gustinum tvi batastrakarnir vildu syna listir sinar a hradbatunum og gustadi volgt loftid um okkur.

Vid skodudum lika i smasumarholl i Ramsar sem keisarinn fyrverandi og fjolskylda hans atti - en hefur nu verid breytt i safn, obreytt tho ad kalla -og eru raunar fleiri slikar minihallir vitt og breitt um landid. Tesafnid maeltist vel fyrir og thad er ohaett ad segja ad allt gangi eins og i sogu.
Ad visu var ferdin eftir Chalusvegi gegnum fjollin harla seinfarin i gaermorgun, tvi thessa helgina er thess minnst i Iran ad Mahti, 12.imaminn sem illu heilli hvarf fyrir aedi morgum oldum - en hans er minnst og hann atti afmaeli i gaer og er tvi ad ljuka triggja daga frii her i landi.

En fegurdin a Chalusvegi var jafnvel meiri en i vor, nakin fjoll myndudu tilkomumiklar andstaedur vid grodurinn sem spratt fram thegar minnst vonum vardi og thegar lengra kom voru fjoll groin upp a tinda. Haustlitir lata bola a ser og eg get imyndad mer ad tharna verdi allt logandi og gloandi eftir svona tvaer vikur.

Fyrri nottina i Kaspiahafsferd gistum vid a hefdarhotelinu i Ramsar - sem er rett vid hlid keisarabustadarins. Enginn fekk tho svitu ad thessu sinni en allir undu gladir vid sitt.

S.l nott gistum vid i Rasht a ljomandi hoteli sem tok heimavistarskolanum ur marsferdinni langt fram. Brudkaupsveisla stod yfir a hotelinu og var konum i hopnum bodid i gledskapinn og nokkrar thagu thad og horfdu gaman ad.

Thar sem flugferdin fra Rasht fell nidur vegna skyndilegs ahuga tilheyrandi yfirvalda ad laga flugbrautina komum vid keyrandi til Teheran nuna um hadegisbilid og harmadi enginn ad lengja leidina tvi hun er einstaklega falleg og fjolskrudug.

Nu eru menn ad sinna hinum ymsu erindagjordum. Godur thridjungur for a Krunusafnid ad skoda tha yfirgengilegu dyrd, adrir eru uti a labbinu ad skoda nagrenni Laleh, einhverjir aetludu a Nylistasafnid odru sinni og eru allir i hinu fegursta formi.

Thad hefur adeins eitt vandamal gert vart vid sig> folk hefur almennt ekki getad gert mikil innkaup enn. Tho tokst nokkrum ad kraekja ser i smotteri i Rasht i gaerkvoldi. Af thessu hef eg ekki minnstu ahyggjur og veit ad ur mun greidast og thad fljotlega.

Vid hofum kvatt i solarhring okkar goda bilstjora Mohammed og adstodarmann hans, en their rett skrugppu heim til sin ad raka sig og fara kannski i sturtu og svo bruna their aleidis til Sjiraz og taka a moti okkur thar a morgun.

En vid fengum Mohammed 2. og hann skiladi gimsteinaglodum a Dyrgripasafnid og svo keyrir hann okkur i virdulegt bod til raedismanns Islands i Iran i kvold. Sa byr i rikismannahverfinu i nordurhluta Teheran sem eg hef raunar ekki graenan grun um hvar er. Shahpar ferdaskrifstofustyra slaest i hopinn med okkur i kvoldverd konsulsins.
Pezhman fekk fri tvi honum var ekki bodid i bodid,

Pezhman hefur verid duglegur ad uppfraeda hopinn og vid tvo svona til skiptis og eg fae ekki betur sed en allir seu gladir og allir eru eftirvaentingarfullir ad fara sudur a morgun. En tha fljugum vid sem sagt til Sjiraz og verdum thar i 3 daga. Hun er einkar falleg og thadan mun eg orugglega senda pistil.

Eg las allar kvedjur sem komnar voru upp i rutunni i morgun og vakti oskiptan fognud hja folki ad heyra fra sinum. Verid otul vid thad.
Allir bidja fyrir kaerar kvedjur.