Jemen"foreldrar" fá plögg á næstunni - ath. Íransþætti Ragnheiðar Gyðu

Þá hefur sálin að mestu náð sér en ýmislegt er nauðsynlegt að kynna hér og nú:

Meðan ég var í burtu sendi Nouria Nagi upplýsingar og myndir af nýju krökkunum okkar sem við styðjum í Jemen. Þetta prentaði ég út í dag. Hins vegar vantar enn nokkra krakka svo ég sendi ykkur þessi plögg þegar upplýsingar hafa allar skilað sér.

Nouria er nú upptekin við að kaupa föt (frá okkur) því föstumánuði múslima, ramadan lýkur senn og þá verða allir krakkar að fá nýjar flíkur. Svo þetta mun koma til ykkar á næstunni.
Getur kannski verið gaman að halda fund því nýir foreldrar-styrktarmenn- hafa bæst við og mig langar að útskýra fyrir þeim þessi Jemenmál og hvernig að þeim er staðið af okkar hálfu.

BENDI ENNFREMUR Á AÐ EFTIR AÐ 'EG FÉKK ÞARFA ÁBENDINGU FRÁ GÓÐUM VIMAFÉLAGA HEF ÉG UPPFÆRT AÐ NOKKRU UPPLÝSINGARNAR UM BÖRNIN OKKAR Í JEMEN.
Gott væri að fá fleiri ábendingar því þær færa mér heim sanninn um að fólk fylgist virkilega með.

Nokkur vonbrigði óneitanlega að engin samtök skuli hafa gefið sig fram til að styðja málið en ég treysti á velvild og hjálp félaga og að þeir kynni þetta dyggilega.

Einnig hefur slatti af frjálsum framlögum borist inn á Fatimusjóðinn og munu þau án efa koma að góðum notum og fara inn á saumavélasjóðinn en það skýrist í desember n.k. hversu margar við borgum fyrir stúlkurnar á fullorðinsfræðslunámskeiðinu.

Vil einnig geta þess að Íranfarinn í september, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, undirbýr af kappi þætti um ferðina og sögu Írans, nútíðar og fortíðar.Þeir verða fluttir í RUV og ég læt vita um hvenær þeir verða á dagskrá.

Þá er ástæða til að hvetja alla, ekki bara Íransfara í ár, til að leggja við hlustir, enda RGJ mikil snillingur að miðla efni til okkar á aðgengilegan og fróðlegan máta.
Fylgist því vel með síðunni varðandi það. Og ekki síður hvenær myndakvöld um Íran verður. Finnst tilvalið að fyrri Íransmenn mæti og líka þeir sem eru að pæla í Íran í næstu ferðum.


Skrifaði inn á ábendingardálkinn að ég er ekkert minna en þrumugáttuð yfir því hvað treglega gengur að fá menn til að svara pósti, að ég nú ekki tali um staðfestingjargjöld.

Þeim skal þakkað innvirðulega sem hafa gert skil en það vefst fyrir mér að sætta mig við hversu margir láta ALLS ekki í sér heyra.

Það dugar mér hvergi að menn lýsi yfir áhuga og að þeir ætli sko örugglega með í ferð ef þeir "gleyma" síðan að sýna þá eðlilegu kurteisi að gera grein fyrir sínum málum.
Um þúsund manns hafa kannað Íranferðina, hvar eru þeir með hreinskilnu leyfi. Allavega vantar mk sjö svo verð haldið óbreytt.

Bendi á Jemen/Jórdaníu: þar hafði ég þessi ósköp fyrir að útvega nægilega marga flugmiða og svo hætta einhverjir við án þess svo mikið að hafa samband.
Sem mamma mín blessuð og sálug hefði kallað dónaskap -enda var hún fædd í Jómfrúrmerkinu.

Ekki ósvipað á við um Íran- sem er kannski stórkostlegast þessara áfangastaða okkar- og held að pólitíkusar hefðu ekki síst gagn að því að kynnast. Þar ansa menn ekki pósti hvað þá heldur meira.

Hvað Kákasuslöndin varðar hef ég ákveðið að við reynum að fá leyfi til að fara til Ngorno Karabach frá Armeníu. Það skilst mér að sé makalaust spennandi.

Allt virtist líta ´vel út með þátttöku og verð er miðað við 24 og ALLT innifalið, visa til landanna, tips til bílstjóra og leiðsögumanna og hver skoðunarferð og allar máltíðir.Verðið sem er gefið upp er miðað við 24 gesti og tólf-endurtek tólf- hafa gert grein fyrir sér.

Þetta nær ekki nokkurri einustu átt.

Hef sent imeil til þeirra sem höfðu áhuga á Egyptalandi. Bent þeim á aðra kostiog ekki síðri. Ekki orð þaðan. Nú verða menn vissulega að velja en það er lágmark að búast við að fólk gefi svör. Eða hvað finnst ykkur. Ég bara spyr. Og svörin láta á sér standa.