Kynningar úti á landi? Myndir frá Libyu ofl

Góðan daginn öll

Eins og hann Ísleifur, afi minn á Krók, orti: Við skulum aka upp í sveit/ í einum gír


höfum við VIMA stjórnarkonur ákveðið að efna til kynningarfunda um VIMA, Jemenverkefnið og ferðaklúbbinn okkar á næstunni. Við erum sannfærðar um að víðar en á höfuðborgarsvæðinu leynast vinir og velunnarar Miðausturlanda og okkur langar að hitta þá.

Það væri mikils virði ef VIMA félagar vítt og breitt um landið veittu okkur stuðning með hugmyndum þar að lútandi, t.d. útvegun húsnæðis og tækju þátt í að koma auglýsingum á framfæri. Vilja ekki einhverjir gefa sig fram snarlega?????

Þá er ætlunin að hafa smátölu um félagið og tilgang þess, láta tölvur rúlla með diskum frá stöðunum sem við höfum heimsótt og segja einnig frá því hvernig okkur hefur orðið ágengt í Jemenmálinu.

Bendi á að þar sem við erum EKKI ferðaskrifstofa verður að gera þetta á skynsamlegan hátt en skemmtilegan auðvitað.

Seinna í dag ætlar aðstoðartæknistjórinn Vera Illugadóttir að setja inn nokkrar myndir sem ferðaskrifstofan í Lýbíu hefur sent og kannski fleiri, til dæmis Íran og sjáum til með Kákasus.

Vegna breytinga á þátttökulistum geta nokkrir bæst við í ferðir.

Ég er ennn höggdofa af undrun yfir því að fólk svarar ekki pósti. Það gæti leitt til þess að við yrðum að breyta reglum okkar og óska eftir að fólk borgi staðfestingargjald strax við skráningu. Hef sent öllum imeil eins og ég nefndi í síðasta pistli en dugar ekki til og veldur það vonbrigðum.

En það er fullt af fólki sem er áhugasamt og frá því vonast ég til að heyra og þakka þeim sem hafa skrifað mér hin kátustu og áhugasömustu bréf.

Endurtek enn og aftur að það þýðir ekki að hætta við " en ætla örugglega síðar." Hef áður sagt að MJÖG fáar ferðir eru á dagskrá 2008.

Látið heyra í ykkur og vísa m.a í upphaf þessa pistils.

Íransfarar í sept. fá email seinna í dag um dagsetningu myndakvölds og fundur með Jemen/Jórdaníuförum um páskana eins fljótt og verða má.