Leiðrétting á netföngum - dagsetningar á Íran ofl

Setti inn nákvæmar dagsetningar á Íran svo þær eru í lagi. Brottför í Kákasus er 30.apr-20.maí. Nánar um það fljótlega

Erindið er aðallega: Kynningar VIMA úti á landi verða vonandi svona fjórar í nóv.
Sú fyrsta í Hótel Varmahlíð í Skagafirði 13.nóv og sú næsta í Bókakaffi á Selfossi 15.nóv. Verið svo góð að láta þessar upplýsingar ganga. Allir þekkja einhverja á þessum svæðum. Við erum að vonast til að komast til Akureyrar, dagsetning ekki frágengin og helst í Borgarnes. Síðan ætlum við að gera hlé þar til um miðjan janúar. Þá er trúlega skikkanlegur tími, jólin búin, visareikningar ekki komnir og lífið svona og svona þó dag lengi.
Öll hjálp er meira en vel þegin.

Í öðru lagi: Sendi út imeil til þeirra sem styðja og studdu fyrsta hópinn í Jemen. Það barst til mín bréf til þeirra stuðningsmanna og mynd. Aftur á móti bið ég ykkur að senda leiðréttingar á addressum og netföngum. Stundum kvarta menn undan því að fá ekki póst en svo kemur í ljós að ég hef ekki rétt netfang. Vinsamlegast athuga að það er dálítið erfitt að senda á rétt netfang ef ég er ekki með það.

Bið Sigríði Halldórsdóttur á Akureyri að staðfesta netfangið sitt, ég fæ alltaf það fyrra til baka. Sömuleiðis Sigurlaugu M. Jónasd. sem hefur trúlega breytt um netfang.

Ég vil benda áhugasömum um Íranferðina á að eftir 25.nóv. get ég alls ekki bætt við vegna skilyrða sem flugfélagið setur. Þá verð ég að senda nafnalista út og ef einhver bætist við eftir það kemur aukakostnaður