Til stuðningsmanna fullorðnu stúlknanna


Kærlingarnir mínir.
Þetta bréf frá Nouriu Nagi barst í kvöld og ég er ekkert að þýða það. Ásamt tveimur myndum.
Vil taka fram nokkur atriði til viðbótar: Pósta á morgun myndir og plagg um börnin til allra nýrra í hópnum sem bættist við í haust. Það gefst ekki tími til að halda foreldrafund en alltaf má hafa samband ef einhverjar spurningar eru.

Það er athyglisvert að eldri stelpurnar(15-17 ára) senda myndir af sér án andlitsblæju. Þetta er yfirleitt óhugsandi í Jemen og Nouria hefur sjálfsagt þurft að beita fortölum til að þær fengjust til þess.

Vil einnig árétta að ég hef ekki fengið svör frá öllum ferðalöngum, en menn hafa margir verið snöggir að greiða og ég þakka kærlega fyrir og bið þá sem ekki hafa lokið því að gera það hið allra allra allra fyrsta. Því annars erum við í erfiðum málum vegna miða og pantana á hótel.

Ítreka að nokkur pláss til Írans og Kákasus eru laus - en einkum vegna þess að ég hef ekki fengið svör og nenni ekki að bíða eftir þeim endalaust. Þá meina ég frá fólki sem hafði tilkynnt vel og rækilega að það vildi fara í þessar ferðir á þessum tíma. Skrifaði nokkur ábendingarbréf í kvöld og vona að menn svari þeim nú.
Það gengur bara ekki að koma manni í þessi vandræði gagnvart okkar mönnum þarna úti.

Set nákvæmar dagsetningar á Íranferð inn á linkinn þar fljótlega og Kákasus sömuleiðis. Gjöra svo vel og fylgjast með því.

Fundir um allar ferðirnar þrjár verða síðar í þessum mánuði og Íranfarar þurfa að vera með passamyndir og bera slæðu á þeim. Ekki er nauðsynlegt að hylja hár nema að hluta á þessum myndum.
Nánar um það síðar.
Unditektir varðandi fundi úti á landi eru góðar en ég vildi gjarnan heyra frá fleirum, þið hljótið að þekkja einhverja áhugasama sem mundi ljá okkur lið.
Hér kemur svo bréfið frá Nouriu og myndirnar af nokkrum kvennanna á fullorðinsfræðslunámskeiði. Ath. að hún biður um að menn sendi EKKI peninga fyrr en vitað er hverjar ætla að halda áfram eftir jólin.
To all the sponsor’s of the sewing project
We would like to thank you for sponsoring the sewing project at YERO Centre which has started this year, February 2006 and will finishes at the beginning of February 2007. I would like to inform you that we have stopped for a break during the month of Ramadan, and we will restart the project again this week at the same time 3-30 till 5- 30 twice a week and we are going to include with the sewing, Embroidery and making of bags, we already have six sewing machines and we will only take women who has attended the whole time, there for please do not send any money for sponsoring this project for next year until we see who is keen to learn and attend and wants to make a living from this useful project. this year, thanks to all of you we have done all the children school uniform at the Centre by only two good students and their Yemeni teacher, and for the boys we had to get a man tailoring to do their uniforms, that’s way we are going this week to start with small things like bags and other things that can be sold when we have a bazaar, or if there are visitors who might be interested in baying nice things done by our girls and women, so the women can have a little income

Kind Regards,
Ms. Nouria A. Nagi
Director