Fundurinn um Jemen og Jórdaníuferðina

Fundurinn hefur verið ákveðinn, ágætu Jemenfarar. Þann 1.maí n.k. kl.1 eftir hádegi. Gunnþór og Inga í Galtalind 18 halda fundinn af sinni alkunnu rausn. Þar fá menn farmiða sína, holl ráð og leiðbeiningar, merkimiða, upplýsingar um hótelin og símanúmer þar sem skilja má eftir hjá ættingjum því GSM samband er ekki meðan hópurinn er í Jemen.
Sjáumst þá 1.maí í Galtalindinni

FUNDUR MEÐ LÍBANONS og SÝRLANDSFÖRUM

var haldinn eins og til stóð laugardaginn 27.mars og mættu menn galvaskir, bjartsýnir og forvitnir. Drukku te og kaffi og gerðu sýrlenskum döðlum, súkkulaði og kökum góð skil.

Hvet menn til að mæta á flugvöll með góðum fyrirvara eins og ég benti á í dag. Muna að tjekka inn alla leið til Beirút. ALLS EKKI GLEYMA ÞVÍ vegna þess hve skamma stund er stoppað í Höfn á útleiðinni.

Munið svo endilega merkingarnar á ykkur sjálf og töskur.
Nefni einnig sem ég gleymdi í dag að ég mæli með að menn hafi með sér dagbók og púnkti niður hjá sér því víða verður komið við.
Eins og ég sagði verð ég í brottfararsal frá klukkan ellefu til tólf og vænti þess þá eindregið að allir hafi tjekkað sig inn.
Sjáumst á föstudaginn 2.apríl.