Áhugi á ferðum til Líbanons á næsta ári?

Sæl öll
Hef fengið dálítið af fyrirspurnum um ferðir til Líbanons upp á síðkastið. Því miður var Líbanon sett út af sakramentinu hjá okkur eftir morðið á Hariri fyrv. forsætisráðherra í fyrra. Nú virðist ró og friður vera í landinu og ekki útlit fyrir annað en það haldist.

Ég hef því sent ferðaskrifstofunni okkar í Líbanon fyrirspurn og beðið hana að senda mér áætlun og verðhugmynd um 7-9 daga ferð þangað á næsta ári, 2007. Það gildir það sama og með aðrar ferðir að lágmarksþátttakendur þarf, ella verður ekki af ferð. Þetta vita svo sem allir og ætti að vera óþarft að taka það fram en geri það svona til vonar og vara.

Þarf að fá viðbrögð hjá ykkur hvort ég á að halda áfram þessu dæmi og þætti því vænt um að heyra frá ykkur um málið. Get ekki sent neinar nánari upplýsingar um dagsetningar fyrr en ég veit hvort áhugi er á þessu. Því er nauðsynlegt að þið látið í ykkur heyra.

Það er líka rétt að fram komi að ferð til Írans árið 2007 verður í mars og engin haustferð. Vinsamlegast látið vita um áhuga. Þetta má lesa um undir linknum Væntanlegar ferðir hér á síðunni.

Nokkrir hafa skráð sig í Ómanferðina í febrúar 2007 og vildi gjarnan heyra frá fleirum.

Útlit er fyrir að ferðin til Jemen/Jórdaníu um páskana 2007 sé að fyllast og hafið því samband fyrr en síðar sem og Sýrland í september.

Sé ekki betur en Azerbadjan, Armenía og Georgía verði fullskipuð.

Það getur verið að ykkur þyki erfitt að ákveða með svo löngum fyrirvara en eins og ég hef margsinnis hamrað á verður að ákveða sig með mjög góðum fyrirvara í allar ferðir VIMA.
Á aðalfundinum seinni hluta þessa mánaðar liggja frammi upplýsingar um ferðirnar 2007 en fyrir þann tíma þarf ég samt að hafa skýrari hugmyndir um áhuga ykkar.

Jemenfarar ljúki nú greiðslu

Þætti vænt um ef Jemenfarar lykju greiðslu 1.-5.apríl. Að vísu hafa sumir þeirra þegar gert það og er það lofsvert.

Þá hef ég fengið imeil frá Nouriu Nagi um nýjar stúlkur og birti nöfn þeirra og styrktarmanna vonandi á fimmtudag. Þar sem þrír karlar hafa bæst í hópinn stakk ég upp á því við Nouriu að VIMA félagar tækju að sér þrjá stráklinga þegar næsta skólaár hefst og var hún glöð yfir því.

Ýmsir hafa borgað inn á Fatimusjóð, stakar greiðslur, og einn VIMA félagi sem verður að hætta við Íransferð í haust vegna veikinda ákvað að láta staðfestingargjaldið sitt renna í sjóðinn og hjartanlega þakka ég fyrir það - mun ég á næstu dögum senda næstu greiðslu vegna launa til kennara. Svo þetta gengur allt fagurlega.

Þá hef ég sent til YERO tölvumyndir af nokkrum styrktarmönnum en aðrar myndir hef ég í pússi mínu í maí þegar hópur fer til Jemen. Þá ætlum við einnig að heimsækja miðstöðina og hitta stúlkurnar og ekki síður langar mig að VIMA fólk sjái aðstöðuna þar og hitti Nouriu. Vantar enn nokkrar myndir, elskuríkast annað hvort pósta þær til mín eða senda mér á tölvu. Ekki láta það lenda í útideyfum, þær langar þessi ósköp að sjá sína styrktarmenn.

Læt svo Íransfélaga haustsins fljótlega vita um greiðslur sem þeir hefji 1.maí.
Ömmustelpa nokkur Þórhildur Helga Hrafnsdóttir er hvorki meira né minna en sjö ára í dag og það þótti manni fínt í þann tíð og er auðvitað enn. Til hamingju, Tóta.
Gott í bili.

Sýrlands/Jórdaníufarar hafa nú fengið farmiða og holl ráð

Fundur var núna áðan, laugardag, með væntanlegum Sýrlands og Jórdaníuförum sem halda utan 6.apríl n.k. Þar var útdeilt miðum, merkingarborðum á töskur og barmmerkin góðu.
Við sötruðum te og kaffi og íranskt bakkelsi var á boðstólum.

Allir virtust í sólskinsskapi eins og vera ber þegar fólk býst til að fara í ferðalag, margs var spurt og mikið skrafað.

Hef fengið nokkra Ómandiska og tæknistjórinn mun setja inn á síðuna fljótlega slatta af fegurstu myndum.
Þá vil ég benda ykkur á að ég lagfærði lítillega hlekkinn Væntanlegar ferðir
svo allir geti glöggvað sig á ferðum þeim sem eru í bígerð. Kíkið á það og þar sem menn eru þegar farnir að skrá sig ættu allir að vera tímanlega í því að panta eða láta í ljós áhuga sinn.

Gerði þá breytingu- vegna veðurlags- að Armeníu/Azerbadjan/Georgíu ferð er fyrirhuguð í maí og Sýrland/Jórdanía (eða Líbanon) hins vegar í september 2007.

Það er hressandi blíða úti og senn skunda ég af stað í útburðarferð með sunnudagsmogga í nokkur hverfi hér í grenndinni.
Margblessuð. Takk fyrir góðan fund.

Myndakvöld í fögnuði hjá Ómanferðalöngum

Flestir úr Ómanferðinni hittust í kvöld, miðvikudag, á Litlu Brekku og urðu fagnaðarfundir. Svo var myndasýning af öllu tagi og upplifðu menn ferðina með æjum og óum upp á nýtt.
Við máttum varla vera að því að fá okkur ágætis kjúklingasalat vegna myndaskoðunar en síðan sneru menn sér að því af fullri einurð og fengu sér kaffi og íranskt sælgæti og súkkulaði á eftir.
Man ekki hvort ég tók það fram að blaðamaður Oman Observer sendi mér ljósrit af frásögninni um fyrsta íslenska hópinn í Óman og Gulla Pé hafði útbúið ljósrit og afhenti hverjum og einum.

Þetta var einkar vel heppnað og mæting góð þó einstaka félagi hefði orðið að boða forföll.
Eins og er við hæfi var skálað fyrir Óman og okkur og til lífs og til gleði og ég sagði frá því hvað Íransferðin fyrsta á dögunum hefði tekist vel.
Þegar heim kom beið mín imeil frá Ruedi Seiz, ferðaskrifstofuforstjóra í Óman þar sem hann vissi um dagsetningu myndakvölds og bað hann fyrir kærar kveðjur til hópsins og er þeim hér með komið til skila.

Íranshópur hittist svo fljótlega eftir að ég kem úr Sýrlands/Jórdaníuferð og ekki vafi á því að þar verður margt að skoða og skilgreina.

Það lítur út fyrir að bætist í Jemenferðina í maí og gott er að ég heyri í ykkur sem allra fyrst varðandi það mál. Þarf að ganga frá því áður en ég fer til Sýrlands 6.apríl.

Tek fram í leiðinni vegna ábendingar sem Ingveldur skrifaði inn á síðasta pistil að ég verð á Akureyri 29.mars og kem með vélinni sem fer héðan 11. Verð svo með fyrirlestur frá hálf fjögur til kl 5 og heimferð kl. 6 um kvöldið. Get því miður ekki verið lengur en ef Ingveldur sér smugu á þessum tíma væri mér óblandin kæti að hitta þau Akureyringa.

Upp ´á grín en ekki síður til minnis

Góða kvöldið, góðir félagar.

Um þetta leyti fyrir þremur árum sat ég á hótelherbergi í Salalah í Óman og beið þess að George Bush, forseti Bandaríkjanna. héldi ræðu til að kynna heimi að nú væru Bandaríkjamenn og þeirra liðsmenn í óða önn að búa sig undir að hefja árás til að koma á lýðræði og frelsun í Írak. Það var erfið og þungbær nótt sem ég hef reynt að lýsa í eftirmála Arabíukvenna. Fáir verða líklega til að staðhæfa að sú aðgerð hafi fært Írökum þá miklu gleði og bætt lífskjör sem birtist í því tali forsetans.

Annars er aðalerindi mitt núna að minna Ómanfara á mynda og minningakvöld n.k. miðvikudagkvöld og vonast til að við getum hist þar flest, fengið okkur snarl og skrafað saman eftir vel lukkaða ferð. Ef einhverjir hafa tilbúna diska eða myndir til að setja inn á sína er það vel þegið. Gulla pé ætlar þá að hafa tilbúna ljósritun af vitalinu í Óman Observerþ
Látið endilega upplýsingar ganga til þeirra sem hafa ekki netfang og þið vitið um.

Þá skal tekið fram að Sýrlands/Jórdaníufarar hafa allir skilað sér, alhamdulillah og miðar og ferðagögn verða afhent á laugardag kl 14 og ég hef sent öllum bréf sem hafa netfang og vona að til annarra verði komið skilaboðum því nauðsynlegt er að allir mæti og taki við sínu.
Einnig þurfum við aðeins að fara yfir fáein minnisatriði í leiðinni. Te og íranskar kökur á boðstólum.

Sömuleiðis hef ég látið haustfarana til Írans látið vita að þeir skuli hefja greiðslur í septemberferðina þann 1.maí n.k. og minni á það þegar nær dregur.

Mig vantar sárlega tvo í Jemen/Jórdaníuferð í maí en þeir sem þegar hafa greitt - og sumir klárað- eiga þakkir skildar.

Vil svo sem einnig ítreka að aðalfundur VIMA verður laust eftir að við komum úr Sýrlands/Jórdaníuferð og veit að Edda Ragnarsd. og Ragnheiður og Gulla pe munu annast það með sóma meðan ég verð í burtu.

Minni á Íransnámskeið hjá MÍmi Símenntun 23 og 30mars. Einnig þarf ég að skreppa til Akureyrar skömmu fyrir Sýrlandsferðina og halda þar tölu yfir fróðleiksfúsum í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Fer þó alltaf reglulega inn á póstinn og bið ykkur að senda fyrirspurnir/ábendingar er eitthvað er sem þið viljið koma á framfæri

Þakka þeim sem hafa sent myndir til Jemenstúlkna en vantar enn nokkrar og bið ykkur vinsamlegast að pósta þær til mín á næstunni.

Gott kvöld mín kæru
Hef fengið fullt af elskulegum imeilum í dag hvar ég hef ruglast um og beðið eftir sálinni sem hlýtur að skila sér í fyrramálið.
Miðar til Sýrlands eru mættir á staðinn og mun tilkynnna stað og stund á mánudag og þá verða allir að mæta til að sækja sín ferðagögn.

Gott að sjá að Sýrlands og Jórdaníufarþegar hafa greitt og takk fyrir það. Munið samt að tveir geta komist með vegna forfalla sem ekki hefur þó fengist skýring á svo viðhlítandi sé.
Vingjarnlegast fylgist með pósti á mánudag.

laugardag
ps Sálin er komin!

Íransfarar eru mættir og heilir á húfi og vel það - einnig áríðandi til annarra félaga

Góða nótt/daginn eftir því sem verkast vill.

Íransfarar lentu um miðnætti og ég bið kærlega að heilsa þeim sem ekki gafst kostur á að kveðja á flugvelli.
Við vorum öll nokkuð lúin því skv. minni klukku er rífur sólarhringur síðan við sátum að morgunveðarborðinu í Laleh hóteli í Teheran. Vona að allir nái sér vel og dægilega í dag og um helgina og sálir skili sér svona heldur skikkanlega.
Allir voru ánægðir með ferðina, vona ég að óhætt sé að segja og ferðin með Britsish Airways frá Teheran til London gekk ósköp þægilega fyrir sig. Svo var rúmlega sex tíma bið í London eftir íslensku vélinni, einstaka fóru inn í borg en flestir dunduðu sér á flugvelli og tími leið undra fljótt.

Þetta var hin merkasta ferð, brautryðjendastarf sannarlega, en hópurinn var sérlega samstilltur og féll saman eins og flís við rass. Varla nokkur vandamál sem tekur því að minnast á og við fengum afar góða aðstoð á Teheran flugvelli í morgun hjá Leily leiðsögumanni og Litla Jóni sem aðstoðuðu óspart og var launað að makleikum.


Flugleiðavélin tafðist aldrei þessu vant um klukkutíma hjá Heathrow en enginn setti það fyrir sig.

Myndakvöld þessa hóps verður svo síðari hluta apríl þegar myndir hafa verið framkallaðar og sálir hafa skilað sér dyggilega og ég kem frá Sýrlandi 21.apríl.

Ítreka að skyndilega hafa losnað tvö sæti til Sýrlands sem er hið flóknasta mál þar sem allir miðar hafa verið greiddir og herbergi bíða okkar.

Bið vinsamlegast menn athuga snöfurlega nýja áhugamenn um Sýrlandi að hafa samband og það fyrr en síðar svo allt verði nú í lagi þar.

Ég hef satt að segja ekki efni á því að tapa meiru vegna afpantana sem enginn rökstuðningur er fyrir.

Þegar ég rúllaði yfir aðdáendabréfin nú áðan sé ég að einn tilvonandi og fyrverandi félagi hafði sent athugasemd til Ferðamálaráðs sem ég hélt að hefði verið afturkallað. Upphefst nú eitt ferðaskrifstofuruglið og þvargið.

Það eru mér vonbrigði því þeir sem féllu út úr Íransferð fengu endurgreitt án þess að þurfa að leggja fram svo mikið sem læknisvottorð hvað þá annað. Er verulega súr og sár yfir þessu.Það er lítið gaman að vera að þessu ef má búast við svona smáskömmtum.

Minni Ómanfara á myndakvöld senn en Gulla Pé hefur sent tilkynningar um það og bið þá sem vita að hafa samband við Gullu gudlaug.petursdottir@or.is til að greina frá þátttköku en vona vissulega að allir sjái sér fært að mæta.

Mun svo tilkynna Sýrlands/Jórdaníuförum á morgun eða hinn hvenær miðaafhending í þá ferð fer fram og sé ekki betur en flestir og kannski allir hafi greitt að fullu.

Munið endilega að tvö sæti hafa losnað þar og væri gaman ef við gætum fyllt þau. Bið ég ykkur að láta mig heyra frá ykkur.

Sofið svo vel og kærlegustu þakkir til Íransfólks fyir makalaust góða ferð.


Iransfarar buast til heimferdar-menning og vidskipti stundud i dag

Vid komum fra Rasht i morgun og eftir goda afsloppun a Laleh hoteli i Teheran var stefnan tekin a Tjodminjasafnid sem er mikid og afskaplega vel og fagurlega upp sett. Thar notudu menn godan tima og sidan voru allir kaffithurfi og vid stoppudum a inteligensiustad eins og haefdi hopnum og fengum okkur alls konar kaffi og sager.

Thar sem Iranir eru ekki bara fraegir fyrir moskur og storhaettulega hrydjuverkamenn heldur lika fyrir hnetuframleidslu og sukkuladigerd voldum vid bestu budina af tvi tagi i borginni og voru gerd thar hofdingleg innkaup sem aettingjar og vinir fa vonandi ad gaeda ser a thegar vid komum heim.

I kvold var svo kvedjumaltid i Iran ad thessu sinni og Shapar ferdaskrifstofustyra bordadi med okkur og faerdi ollum gjafir.

Jk taladi og thakkadi hopnum og rifjadi upp ad thad var Ruri Arnadottir sem fyrst minntist a thad ad gaman gaeti verid ad ferdast hingad. Einnig flaut med lett speki af ymsu tagi.
Gudmundur Pe taladi lika og maeltist vel eins og hans var von og visa.
Hamudum i okkur godan mat og i rutunni heim var hropad ferfalt hurra fyrir Leily sem hefur verid med okkur sidustu daga.
Pezhman gaed fyrr i ferdinni hafdi thad fyrir sid ad segja mjog athyglisverda hafnarfjardarbrandara a hverju kvoldi og til ad vid fengjum ekki frahvarfseinkenni hefur hann sent okkur sms brandara i sima Leily a hverju kvoldi vid mikinn fognud.

Nu eru flestir farnir upp ad pakka og aetlunin ad durra ut a flugvoll kl. 7,45 ad ironskum tima i fyrramalid.
Sofid vaert og saett og takk fyrir kvedjurnar sem hafa borist.

Vil geta thess adur en eg haetti ad svo virdist sem skyndilega hafi losnad tvo saeti i Syrlands Jordaniuferd 6.april og hvet folk til ad hafa samband snarlega ef thad vill slast i hopinn.

Ferdafolkid komid ut ad Kaspiahafid

Godan daginn
Thad ma nokkurn veginn boka ad kaupmenn i Isfahan kunnu vel ad meta islenska ferdahopinn sem theystist um basarinn sidasta daginn i Isfahan og keypti teppi i buntum, minaturmyndir, duka og eiginlega allt sem nofnum tjoir ad nefna.

Morguninn eftir ad eg skrifadi sidast flugum vid til Teheran og drifum okkur a krunu og gimsteinasafnid og fengu menn upp i kok af allri theirri ofgnott en fannst frodlegt samt.
Leily tok vid okkur thar en Pezhman var kvaddur med trega.
Thad kvoldid bordudum vid i eins konar listhusi, fjolbreyttan graenmetisrett, toluvert odruvisi en vid hofdum bordad adur og likadi ollum vel.

I gaermorgun la svo leidin til Kaspiahafsins og um Chalusleidina, inn a milli harra fjalla og hrikalegra thar sem snjor var vida i fjollum og tilkomumikid landslag. Lofthraedsla gerdi tho hvergi vart vid sig enda Mohammed bilstjori hinn gaetnasti naungi.

Svo var keyrt med strond Kaspiahafsins og stoppad her og hvar i litlum thorpum til te og kaffidrykkju og a einum stad baud huseigandi inn i gardinn sinn ad syna okkur dyrdina thar. Hann a villu sem stendur vid hafid sem hefur hoggid af landi hans svo nu er hann ad lata gera varnargarda svo ekki glatist meira.
Hotelid okkar i Ramsar var i gamalli byggingu, utskurdur a loftlistum, gronsk og tignarleg husgogn og sumir voru heppnari en adrir og fengu svitur en ohaett ad fullyrda ad vel for um alla.
I gaerkvoldi settumst vid svo i kaffi og testofuna i kjallaranum og fengum okkur kaffi, te eda vatnspipu og gerdust menn andrikir tho odrukknir vaeru.
Valgerdur maelti
I kjallara bleikum vid Kaspiahaf
og Hildur baetti vid
kruttlegum og skrytnum

Sidan skorudu thaer stollur a hopinn ad koma med botna og var nokkur tregda a tvi uns JK botnadi snilldarlega
Afi gamli svaf og svaf og
svo for hann ad grata.

Einhverra hluta vegna hlaut thessi botn minn ekki nad fyrir augum domnenfdarinnar sem hetiid hefur veglegum verdlaunum og hlogdu menn hausa i bleyti um hrid.
Sigfinnur sagdi>
i reykjarkofi hun sat
og svaf su berhausud med vitnum

Sigridur>
Tjonninn te a gardann gaf
Gvendi er thad litt um

En Gudmundur sagdi
Gaman hafdi alltaf af
edalkvinnum thrystnum.

Thessi botn Gudmunar hafdi otviraeda forystu thar til Sveinn maelti
A bola eru keyrdir i kaf
af kvenmannsberlgjum ytnum

og hlaut lofaklapp fyrir svo domnefndin sa sitt ovaenna og akvad ad Sveinn hefdi sigrad visnakeppnina.
Tha litur visan merka svo ut
I kjallara bleikum vid Kaspiahaf
kruttlegum og skrytnum
a bola erum keyrdir i kaf
af kvenmannsbelgjum ytnum.

I morgun kiktum vid inn i sumarholl Reza sidasta keisara og skodudum hvernig hann bjo og var thad laerdomsrikt en ekki fannst okkur sem hann hefdi haft mikinn ahuga a odru en evropskum listmunum thegar hann utbjo hollina.

Vid erum i Rasht nuna og holdum afram eftir hadegismat til Bandar Anzali thar sem vid gistum i nott

Svo fer ad styttast ferdalagid tvi i fyrramalid fljugum vid til Teheran. Tha er Tjodminjasafnid a dagskra og thar aetlum vid ad gefa okkur godan tima.

Ekki meira ad sinni en skrifa annad kvold.
Allir bidja fyrir bestu kvedjur

Fra islensku fyrirsaetunum i Isfahan

Sael oll
Hopurinn er ad borda hadegisverd i armenska hverfinu i Isfahan og eftirrettir eru svo girnilegir ad eg fludi a netkaffid a medan thau hin klara tha. Gudmundur Pe hefur thegar fengid ser slatta af karamellubuding og er alsaell.
Vid erum a thridja og sidasta degi her og forum i fyrramalid med soknudi.
I morgun skodudum vid Skjalfandi moskuna og Pezhman gaed for upp i topp minerettunnar og hristi hana svo kvad vid bjolluhljod og minerettan skokst til med tilthrifum. Uppskar ferfalt hurra thegar nidur kom.
Einnig heimsottum vid armenska hverfid, domkirkjuna sem er serdeilis falleg og safnid um sogu Armena her i Iran en their hafa buid i landinu sl fjogur hundrud ar eda svo.
Vid erum buin ad ganga undir og yfir bryrnar yfir Lifgjafarfljotid sem rennur um borgina og eftir smasiestu buast menn nu til innkaupaleidangurs a basarnum seinni hluta dagsins og hugsa gott til glodarinnar.

I gaer var ma farid a Imamtorgid sem er hid staersta i heimi, umlukt. Vid skodudum thar eina helstu mosku Isfahan sem er listaverk meira ensvo ad henni verdi lyst med ordum.
Petur sagdi ad thad eitt ad hafa komid og sed hana vaeri vert Iransfarar. Flestir voru orugglega a einu mali um ad hun er sjaldsed dyrd.
Vid rannsokudum einnig Konungsmoskuna og holl hefdarmanna og sidan roltum basarinn og var hvarvetna vel fagnad.
Thad er raunar sama sagan alls stadar> og vid hofum ut af fyrir sig haft nog ad gera ad sitja fyrir a myndum med heimafolki sem telur ser mikinn soma og gledi i tvi ad fa ad taka mynd af okkur og munu islenskir spretta upp i ir0nskum albumum a naestunni ef ad likum laetur.,

Vedrid leikur vid hvern sinn fingur og allir eru i sjounda himni. Hopurinn hefur nad vel saman og vid skemmtum okkur datt.

Tharf ad skrifa meira um ferdina en laet thetta duga tvi nu er kaffid ad koma a bordin svo eg kved i bili.
Allir bidja fyrir kaerar kvedjur og thakka fyrir kvedjur ad heiman og langar jafnvel til ad heyra fra fleirum.
Sael ad sinni.

Vid turn thagnarinnar- maett i Yazd

Dagurinn harla magnadur hja Iransfolki i dag. Kvoddum Sjiraz i morgun og fyrsti vidkomustadur voru Pasargadvellir thar sem er grahysi Kyrosar miklar Persakongs og saum fyrir okkur hinn mikla bardaga sem thar var hadur og lyktadi med osigri Persa i thann tid.

Thar hittum vid fjolda skolastulkna i fylgd kennara sins og thaer hopudust ad kvenfolkinu og letu spurningum og fagnadarlatum rigna yfir okkur. Thad er alls stadar raunin her ad folk er serstaklega elskulegt i vidmoti og vill allt fyrir okkur gera.

Pezhman gaed fraeddi okkur um soguna og svo var naesta stopp vid 5 thusund ara gamalt risastirustre vid Abarku og thar reiddu Kamalu bilstjori og Mohammedu adstodarmadur fram handa okkur hadegissnarl, tunfisk og ost og dodlur og graenmeti og gerdu allir tvi god skil. Blidur andi lek um okkur og nokkrir gengu i barndom a leikvelli skammt fram, renndu ser nidur rennibrautir og fengu ser tur i barnarolum.

I Abargad eru gomul hus, gerd ur leir og straum og enn buid i sumum theirra enda einangra thau vel hita og kulda.

Svo var stefnt til Yazd og stoppad til ad syna okkur merki hugvitssamlegrar aveitu, nokkur thusund ara gamlar og sidan var brunad yfir eydimorkina en hvar sem vatn spratt fram voru aprikosutre og kirsuberjatre ad blomstra

Pezman sagdi fra stjornskipunarmalum her, menntun og er almennt ospar ad mata okkur a hinum ymsasta frodleik.
Adur ern komid var til Yazd skruppum vid upp i litid aevafornt thorp thar sem Turn thagnarinnar er hvad fegurstur og rifjudum upp hvernig Zorostrianar kvoddu sina latnu. Sumir gengnu upp ad turninum og nokkrir hofdu a ordi ad thetta vaeri kannski eftirminnilegastur stada. Gudmundur Pe sagdi eftir daginn ad hann hefdi ekki truad tvi ad hann aetti eftir ad upplifa annad eins og Bjarnheidur sagdist vera i halfgerdri vimu eftir daginn.

Hotelid okkar Moshir al Mamalek er i gomlu hefdarhusi sem var breytt i hotel fyrir nokkrum arum. Her skrafa pafagaukar og laekur lidast um og vonar bradar setjumst vid ad snaedingi.

Ferdin ut til Persepolis og Nekropolis i gaer lukkadist lika skinandi vel og vid gengum thar um i akvedinni lotningu og gleymdist meira ad segja ad koma vid i versluninni thar.
Ruri og Valdis klifu upp ad einu grafhysanna af stakri fimi.
Satt ad segja vakti svo Nekropolis- thar sem konungagrafir eru hoggnar inn i storkostleg fjoll og lagmyndir pryda hamraveggi - ekki sidur hrifningu.

Thaer kvartanir hafa komid fram helstar ad monnum kemur a ovart hvad mikid er innifalid i ferdinni, ad their bordi of mikid og ad eg hef enn ekki leyst ur theirri gatu i hvada stjornumerkjum thattakendur eru og aetla ad greina fra tvi a eftir. Vid hinu er hins vegar fatt ad gera.

Fra Islendingum i Jakktistan

Adeins seinna> Thetta virdist ekki komast inn a siduna svo eg sendi thad aftur til vonar og vara.
Sael oll
Vid vorum ad koma af bazarnum herna i Sjiraz og kom i ljos ad lokinni rannsokn um hann ad margt var thar ad finna sem folk hafdi skort i lif sitt og voru allir anaegdir med kaupin.
Fyrr i dag var farid ad grafhysi skaldsins Saadi, undurfagur stadur og Pezhman gaed sagdi fra skaldskap hans og las ljod sem thar voru rist a veggi. Eg hafdi toluvert reynt ad finna thydingar a islensku a ljodum Saadis adur en hingad var farid og fann eina visu sem Helgi Halfdanarson thyddi og las hana a islensku.

Vid skodudum Koranhlidid, hid forna hlid inn i Sjiraz sem var i notkun fram ad byltingunni her. Einnig lobbudum vid um Eramgarda i hlyjunni en i theim gardi er m.a a d finna 150 tegundir rosa. Fagurt hefdarhus er i midjun gardi sem er verid ad gera upp og verdur opnad almenningi innan tidar.

Jona lenti i afmaelisveislu a randi um gardana, nokkur ironsk ungmenni voru ad halda upp a afmaeli eins felagans med vaenni hnallthoru og budu henni samstundis i tertu og te sem hun thadi sem thokkum og hafdi gaman ad.

I gaer var skodad aedi margt her i thessari borg skaldanna og naeturgala, forum i truarbragdaskola thar sem enn er kennt og fraeddi Pezhman hopinn mjog vel og skilmerkilega um truarbragdafraedslu her i landi.

Leidin la sidan i Nasir moskuna sem einnig er kollud Fjolublaa moskan og hun er mjog serstok ad litanna leyti tvi i moskum her i Iran ber mest a blaum og graenum litum en thessi var med raudu og fjolublaum litum, einstaklega falleg.

Vid skruppum i appelsinugardinn og heldum ad grafhysi Hafez en hann er asamt Saadi thad skald sem her er i mestum metum og allir virdast hafa ljod theirra a hradbergi.
Hafez var dervisji og thar eru oft sufistar a sveimi og ganga hring eftir hring um grafhysid. Tharna sagdi Pezhman okkur lika fra margraedninni i ljodum Hafezar og svo skelltu menn ser i bokabudina a stadnum og adrir i te og vatnspipu og Gudrun Erla sem aldrei hefur latid tobak inn fyrir sinar varir profadi kunstina og tokst vel upp.
Vid litum adeins vid a bazarnum i leidinni til kvoldverdar i Badhusi Wakils sem er serstaett og skemmtilegt veitingahus og er i gomlu badhusi eins og nafnid gefur til kynna. Thar voru bornir fram ekta iranskir rettir og menn satu flotum beinum a serstokum breidum sofum og tokst monnum misjafnlega en allir virtust njota matarins og skemmta ser datt.

I kvold verdur bordad utan hotelsins lika. Allir eru mjog anaegdir med Parshotel, herbergi stor og agaet og her er okkur vel fagnad og folk er forvitid ad vita hvadan vid erum og hefja smaskraf vid okkur.
Thar sem sumir virdast ekki vita mikid um Island hofum vid med smaadstod snuid nafninu a persnesku Jakk(is) stan(stadur, land) =Jakkistan.
I fyrramalid liggur leidin ut til Persepolis og Nekropolis.
Allir bidja fyrir kaerar kvedjur heim.

Faein kaetisord fra Teheran

Goda kvoldid
Faein ord fra Iransforum> Ferd gekk oldungis prydilega. Lent i Teheran i morgun um sexleytid ad ironskum tima og Leily farastjori sem er med okkur i Teheran og sidar i ferdinni tok a moti okkur og tho menn vaeru dalitid dasadir eftir flug voru allir i besta skapi. Ein taska vard tho eftir i London en kemur trulega i fyrramalid.
A Laleh hoteli beid svo morgunverdur og sidan heldu allir til herbergja og logdu sig til klukkan half thrju. Tha lobbudum vid i 18 stiga blidu ut i Listasafnid her i grennd og dadust menn ad theim mikla fjolda malverka og hoggmynda sem thar getur ad lita. Sidan a teppasafn rett hja og thar voru miklar gersemar.
Allir vinsamlegir og gladir ad sja hop her og enda er thetta merkur hopur tvi ekki veit eg til ad adur hafi ferdamannahopur komid til Irans fra Islandi
Shahpar markadstjori ferdaskrifstofunnar sem ser um okkur her kom og bordadi kvoldverd med hopnum og raeddi vid gesti og allir voru gladir og tho fegnir ad komast snemma i rumid.

I fyrramalid tekur gaedinn Pezhman vid hopnum og vid fljugum til Sjiraz.
Ekki fleira i bili> allir bidja fyrir kaerar kvedjur og vaeri gaman ef thid sendud kvedjur her um abendingardalkinn.
Sofid rott og heyrumst fljotlega.

Beðið eftir Rúdolf - allt fór vel með Jemenstúlkur

Blessaðan bjartan daginn

Þá er allt tilbúið, vona ég og nú bíð ég bara eftir að Rúdolf leigubílstjóri komi og pikki mig og nokkrar Íranslafðir upp, en við sláum saman í bíl út á völl. Fékk í morgun imeil frá frúnni okkar hjá skrifstofunni í Íran, hún hlakkar til að hitta okkur og kemur á Laleh hótelið annað kvöld og borðar með okkur.
Á völlinn í Teheran mun mæta gædinn sem verður með okkur dagana þar og þá sem við förum til Kaspíahafsins. Hún heitir Leily Lankari, elskuleg kona sem ég hef hitt í báðum reisum mínum til Írans árið 2005.

Svo sé ég að Sýrlandsfarar hafa verið ötulir að borga og nú hafa þó nokkrir lokið greiðslu og gott er nú það enda mun bankastúlkan mín senda út síðustu greiðslur í það ferðalag meðan ég er í burtu og allt þarf að vera í hinu besta lagi.

Gleðilegt er frá því að segja að allt fór vel með Jemenstúlkurnar okkar og allar átján hafa nú styrktarmenn. Þar með erum við með á okkar könnu þær sem taka þátt í fullorðinsfræðslunni hjá YERO og er mikil eftirvænting hjá stúlkunum að fá myndir af þeim sem hjálpa þeim.

Bið Margréti Guðmundsdóttur að senda mér mynd af þeim Brynjólfi. Þau voru í burtu sl. nóvember og náðist ekki að fá mynd af þeim.

Fékk í gær myndarlega sendingu frá ferðaskrifstofunni okkar í Óman, þar var heilsíðugrein úr Oman Observer með myndum og viðtölum við félagana í sólarlagssiglingu á Ómanflóa síðasta daginn. Guðlaug ætlar að sjá um að ljósrita þetta og hafa tilbúið fyrir myndakvöldið okkar sem verður efnt til fljótlega eftir að Íranferð lýkur. Guðlaug ætlar líka að hafa samband um hvar og hvenær við hittumst.

Muna svo endilega að senda síðuna áfram. Læt frá okkur heyra fljótlega.
Sæl að sinni.