Jemen/´Jórdaníufarar hittust í dag - fleira spaklegt

Við hittumst í dag, hópurinn sem fer til Jemens og Jórdaníu eftir rífa viku. Ætlum að hittast í Leifsstöð kl. hálf sex að morgni sunnudagsins 7.maí og væri gaman ef við gætum fengið brottfararspjöld alla leið. - Maður getur nú látið sig dreyma.

Góður hugur í öllum og farið yfir það helsta sem þarf að hafa í huga og allir virtust með á nótum.

Nú háttar svo til eins og ég hef sagt margsinnis að fólk þarf að greiða félagsgjald í VIMA að minnsta kosti það(þau) ár sem farið er í ferð. Mun senda Guðlaugu gjaldkera lista yfir félagana og hún lætur þá vita hvort þeir skulda félagsgjöld.

Ég hef lúmskan grun um að ýmsir sem hafa þegar farið í ferðir þetta árið hafi ekki gert upp félagsgjöld og bið Gullu að athuga það fljótlega því þetta verður að vera í lagi.

Þið getið líka haft samband við hana gudlaug.petursdottir@or.is og hún flettir viðkomandi upp og kannar málið. Flestir greiða auðvitað gjöld og eru félagar þótt þeir missi úr ár eða svo í ferðalögum því við viljum vera með í þessu Vináttu og menningarfélagi og mættu fleiri bætast við hvort sem þeir hyggja á flandur með VIMA eða ekki.
Safnið félögum, góðir félagar og ykkar er sóminn.

Þá hef ég boðið Nouriu Nagi, forstöðumanni YERO í Sanaa að koma og borða með okkur fyrsta kvöldið okkar í Jemen. Einnig stendur til að við sækjum miðstöðina heim svo fólk geti kynnst þessari starfssemi og það er mikill spenningur fyrir því.
Vil benda þeim "foreldrum" eða styrktarfólki á það sem hafa ekki sent mér myndir að gera það strax upp úr helginni - svo ég geti fært stelpunum/stúlkunum myndir af velgerðarfólki sínu. Hjá þeim er áhugi á því.

Nokkrir hafa einnig tjáð mér að þá langi til að senda stelpunum einhverjar smágjafir og þá mætti koma þeim til mín fyrir næsta laugardag eða í síðasta lagi á aðalfundinum 6.maí. Þið getið líka lagt smáupphæð inn á Fatimusjóðinn ef þið viljið því ég hef í hyggju að afhenda Nouriu nokkra upphæð þegar við hittumst til styrktar kennurum sem vinna í miðstöðinni.

Minni ykkur svo aftur - og geri það örugglega aftur - á aðalfundinn í Kornhlöðunni n.k. laugardag.
Gleðilega mikil þátttaka er í myndakvöldi Íransfara nokkrum kvöldum áður.
Gott í bili.

Aðalfundur og íranskir draumar - mætið vel og stundvíslega

Þar sem ég veit að menn eru misfljótir að opna póstinn sinn mun ég á næstunni setja inn tilkynningu um aðalfundinn 6.maí öðru hverju.

Hann verður haldinn í Kornhlöðunni í Bankastræti kl. 14 og ég hvet fólk til að fjölmenna

Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Skýrsla stjórnar um starf VIMA frá síðasta aðalfundi - Jemenstúlknastyrkir, ferðalög okkar og Mahersamfylkingin ofl
3. Reikningar lagðir fram
4. Stjórnarkjör
5. Önnur mál - Elham Sadegi Tehrani, 25 ára stúlka frá Íran sem hefur stundað nám í Háskóla Íslands flytur erindi sem hún kallar " Íranskir draumar." Hún svarar spurningum að máli loknu. Elham flytur mál sitt á ensku en úrdráttur mun liggja frammi á íslensku.

Einnig reikna ég með að hafa fullmótaðar áætlanir fyrir ferðir 2007 og verð(með öllum fyrirvara).

Hvet fólk til að gera upp félagsgjöld og númerið er hér á síðunni undir Hentug reikningsnúmer.

Við VIMA konur vonumst til að félagar fjölmenni og sýni VIMUlega samstöðu. Nýir félagar eru margvelkomnir.

Nú eru hér ýmis gullkorn handa VIMA fólki

Var að senda póst á alla þá sem hafa greitt inn á Íransferðina í haust og bað aðra fyrir skilaboð til þeirra sem ekki hafa imeil. Vona ég hafi engum gleymt og láti þeir þá frá sér heyra. Þetta var sumsé til að skýra fyrir fólki hvernig á að greiða ferðina og þess háttar og það er nauðsynlegt að allir borgi á réttum tíma.
Einnig sagði ég frá tryggingamálum sem ég vænti að allir hafi meðtekið blíðlega.

Til Jemenfaranna
Líður nú senn að því að allt sé tilbúið fyrir ferðina 7.maí og var einmitt að fá í hendur miðana frá Royal Jordanian og er búin að fara yfir að þar er allt rétt. Er að bíða eftir að mér berist í pósti ljósrit af vegabréfsáritunum og þá get ég náð í miðana til Flugleiða og við getum hist og rabbað duggulítið saman. Nóg er nú hér af kökunum.

Íransfarar vinsamlegast tilkynnið þátttöku á myndakvöldi
4.maí kl. 18 í Litlu Brekku. Þar verður einhver matur á boðstólum fyrir lítinn pening. Hef fengið svar frá nokkrum en fleiri skyldu láta í sér heyra. Munið að gestir ykkar eru velkomnir en bara láta vita af þeim.

Það er nauðsynlegt
að fólk láti sem allra fyrst vita um þátttöku í ferðir 2007, þ.e. auðvitað hef ég á skipulagðri skrá sem þegar hafa tilkynnt sig en veit um nokkra áhugasama og bið þá ekki að bíða lengi. Þetta er ekki bara nauðsynlegt heldur aðkallandi. Svo vona ég að fréttir berist með ykkur og þið hvetjið vini og ættingja óspart til þessara ferðalaga. Þykist raunar vita að þið gerið það.

Lítið á væntanlegar ferðir hlekkinn og þá sjá menn hvernig árið 2007 er hugsað og væntanlega verða ekki stórvægilegar breytingar þar.
Höfum þetta sem keðjubréf, sendi hver áfram til þriggja og lán og lukka mun leika við alla!

Sýrlandsfarar mættir eldhressir á svæðið

Sæl öll
Við Sýrlands og Jórdaníufarar lentum heilu og höldnu síðdegis og allir glaðir og hressir en nokkuð syfjaðir. Kvöddust menn með virktum og höfðu áður skipað sérstaka myndanefnd og í henni sitja Sveinn Haraldsson, Högni Eyjólfsson, Vera Illugadóttir og Þorgeir Níelsson. Svo mikið var tekið af myndum í ferðinni að öll met voru slegin og því þótti tilvalið að myndanefnd skipulegði myndamálin og tekur hún ugglaust til starfa þegar sálir hafa skilað sér.

Í gærkvöldi borðuðum við á þeim fallega stað Omijadveitingahúsinu í Damaskus en áður hlýddum við á sögustund Shadi við mikla hrifningu enda fór hann á kostum.
Í Omijad var borðað og skrafað og Sveinn Einarsson flutti brag sem fundist hafði á göngum hótelsins og augljóst af honum að viðkomandi höfundur þekkti til hópsins. Svo skáluðum við fyrir ferðinni, ég þakkaði gleðilegar stundir og tveir dervisjdansarar snarsneru sér af listfengi fyrir okkur. Forstjórinn okkar Abdelkarim Al Jundi sem hefur sinnt okkur af einstakri alúð og rausn mætti til að færa öllum í hópnum gjafir, konfektkassa og almanak.

Héldum snemma heim á hótel svo menn gætu lagt sig og svo út á völl kl. 1,30 í nótt að sýrlenskum tíma.
Tókst með harðfylgi að fá farangurinn tjekkaðan alla leið og vona að allt hafi skilað sér því ég hafði ekki tök á að þríkyssa alla.
Mér fannst allir vera mjög ánægðir með ferðina og Sýrland og Jórdanía, fólk og saga og hvaðeina hefur eignast fjölda nýrra aðdáenda eftir hana.

Aðalfundurinn fljótlega

Innan tíðar, trúlega 6. maí verður aðalfundur VIMA haldinn í Kornhlöðunni og dagskrá og dagsetning nánar auglýst um eða upp úr helginni. Þar verður ýmislegt á dagskrá fyrir utan aðalfundarstörf svo ég vona að menn taki 2 klukkutíma frá og mæti vel og stundvíslega þegar þar að kemur.

Myndakvöld Íranshópsins
hefur verið undirbúið meðan ég var í burtu og nánar um það líka fljótlega. Þar skyldu allir Íransfarar í mars mæta og eiga saman góða stund.

Næstu ferðir
Í Sýrlands/Jórdaníuferðinni núna pöntuðu allmargir sér í ýmsar ferðir VIMA á árinu 2007 enda sé ég ekki betur en uppselt sé í Íransferðina í september og því ráð að hugsa fram í tímann. Sýnist sem menn ættu að hafa samband fljótlegast þeir geta. Trúlega verður dagskrá 2007 að nokkru leyti tilbúin og mun liggja frammi á aðalfundinum þann 6.maí. Enn geta tveir bæst við í Jemenferðina 7.maí.

Ekstrakveðja til Sýrlandsfaranna
Guðmundur Pétursson mælti þau vísu orð í einni ferða okkar að við ættum ekki að bera saman þessi lönd heldur njóta hvers á eigin forsendum og því er ég hjartanlega sammála. Samt langar mig að segja að ég held að varla hafi fyrr í ferð ríkt öllu meiri kátína, samstaða og algert kvörtunarleysi en í ferðinni núna í apríl. Þakka félögum ástamlegast fyrir samveruna og við verðum í sambandi.

Jemenfarar búist til ferðar
þann 7.maí n.k. Lítill hópur en valinkunnt sómafólk skipar hann. Fundur til að úthluta ferðagögnum og miðum verður fljótlega. Verið svo væn að fylgjast vandlega með.

Menning og matur og dansiball hja raedismanni

Tha er runninn upp sidasti dagurinn okkar i Syrlandi ad sinni. I morgun var farid i Tjodminjasafnid og Maher er thar sem annars stadar godur leidsogumadur, vekur athygli a adalatridum en gefur ekki staerri skammta en svo ad allir innbyrda frodleikinn.

Ad svo bunu dreifdist hopurinn, sumir foru upp i Hamrastraeti, adrir nidur a markad tvi enn er nokkud okeypt og skodad.

Kl 6 i kvold verdur hin agaeta sogustund og matarveisla og darvisjdansar og menn geta svo fengid ser lur adur en vid holdum til flugvallar kl half tvo adfaranott fostudags.

I gaer byrjudum vid a ad fara a handverksmarkadinn og thar leid monnum vel og var god upphitun i gangi thegar kom ad tvi ad heimsaekja bakariid og kaupa syrlenskar kokur.
Thar sem vid skodudum ekki Omijadmoskuna fyrsta daginn her var hun naest a dagskra og hittist svo anaegjulega a ad baenir stodu yfir inni i moskunni og Maher og eg utskyrdum baenahaldid og sogdum frodleik um moskuna sem er einstaklega falleg.

Og sidan upphofst lett brjal a gamla markadi. Allir vildu versla i Hasansbud og var atgangurinn slikur ad Hasan thurfti ad kvedja ut aukalid til ad sinna islenskum. Sumir keyptu 5-8 duka en flestir letu 1-2 duga. Thetta var harla mikid magn og var akvedid ad letta folki lifid og Hasan let senda bil, vorubil held eg, med dukana a hotelid i gaerkvoldi og gatu menn tha gladir haldid afram ad versla.

En ekki var allt buid enn tvi Aboud Sarraf og fru hans Claudia hofdu bodid hopnum i mottoku um kvoldid. Var byrjad a ad fara a ART CAFE thar sem vid drukkum kaffi og horfdum a listaverk a veggjum - og natturlega endudum med ad kaupa velflest - thad eru nu kannski ykjur- en tho nokkur. Sidan var keyrt til veitingastadar konsulsins og thar hofst mikil matarveisla vid almennan fognud. Foreldrar Sarraf komu thangad svo og brodir. Serstakur songvari hafdi verid fenginn og flutti hann gamla bandariska slagara af tvilikri innlifun ad thegar bordhaldi var lokid fylltist golfid af dansandi Islendingum.
Var valsad og tjuttad og rokkad fram undir half tolf ad eg akvad ad best vaeri ad haetta hverjum leik tha haest fram faeri og vid heldum sael og glod heim a hotel en adur hofdum vid audvitad thakkad fyrir thetta fina og skemmtilega bod og hropad ferfalt hurra fyrir Sarraf og fru.
Hopurinn allur sem einn bidur fyrir kaerar kvedjur heim og sjaumst a morgun, insjallah.

I ruslapokum inn i Petra

Thetta hafa verid vidburdarikir dagar hja SyrlandsJordaniuforum.
I fyrradag thegar vid risum ur rekkju, t.e a paskadag var vedur drungalegt og svali skyndilega kominn i vedrid.
Vid logdum af stad upp a Mount Nebo thar sem Moses stod og horfdi hnipinn yfir til fyrirheitna landsins og skodudum merkilegar mosaikmyndir i kirkjunni a haedinni. Renndum gegnum Madaba og aetludum ad skoda elsta landakort i heimi sem er gert ur mosaik trulega a sjottu old. Tha var thar paskamessa i algleymi og vid akvadum ad vid myndum litid sja og beindum tvi leidinni inn a Eydimerkurveginn og aleidis til Wadi Rum. Thad er harla long keyrsla en eg taladi lengi og harla raekilega um politik ofl og thegar var stoppad til ad fa ser hadegissnarl var bodid upp a arak sem Omaran i Crak de Chevaliers gefur mer alltaf og thad hafdi thaegileg ahrif a alla.

Thegar til Wadi Rum kom sveifludum vid okkur upp i jeppa, ymist lokada eda opna og svo var keyrt um sandinn og menn fellu i stafi yfir litbrigdum i sandinum, storkostlega fjolbreytilegum klettamyndunum og svo klettunum sem gegndu hlutverki auglysingaspjalda og vegvisa her adur fyrr og thar ma lesa ut ur margskonar frodleik. Allir voru anaegdir en vedur lek ekki vid okkur en menn settu thad ekki fyrir sig.

A leidinni til Petra for ad hellirigna og lagdist yfir thoka svo okkur leist ekki a blikuna en allir heldu i gledi og von um sol naesta dag sem vid aetludum ad verja i raudu dularborginni Petra. Tjekkudum inn a Petra Palace, bordudum thar og allt i katinu.

I gaermorgun voknudum vid i rigningu og kulda og voru nu god rad dyr tvi eg hafdi ekki hvatt menn - reyndar heldur latt- til ad hafa med ser hly fot hvad tha regnfot. En ekki tjodi annad en leysa malid svo vid endudum med ad senda eftir storum svortum ruglapokum. Thorgeir sneid tha til og svo klaeddum vid okkur oll i pokana og thrommudum af stad. I theirri somu mund og vid komum ut klaedd ruslapokunum renndi ruslabill upp ad hotelinu og thad thotti okkur kostuleg tilviljun.

Vid forum ymist a vognum eda gangandi inn i borgina og thad stodst a endum ad thegar inn var komid sviptust regnsky brott af himni og solin skein a ny og allan thann dag. Sumir trudu ekki eigin augum en smatt og smatt sviptu menn sig ruslapokunum og breyttust tha i hversdagslega ferdamenn.
Thetta var einstaklega godur dagur og eg aetla ekki ad gera tilraun til ad lysa Petru. Thad na engin ord yfir hana. Folk var ymist a labbi saman eda i med hopnum, Abu Ali, jordanski gaedinn, var ospar a ad fraeda okkur. Sumir fengu ser ulfalda eda asna til reidar og nokkrir klifu alla leid upp i klaustrid, thangad eru hatt i thusund threp. Their garpar sem thad gerdu voru Edda Niels, Asdis Olafsd, Sverrir Matt, Vera Illugadottir og Thora Kristjansd og voru thau drjug med sig yfir tvi afreki.
Bjarnheidur Gudmundstottir sem var med i sams konar ferd i fyrra en vard fyrir tvi ad fotbrotna i ferdinni en helt eigi ad sidur afram, hafdi sent gjof med Josefinu vinkonu sinni, til ungs straks sem keyrdi hana um alla Petru daginn sem sa hopur var thar. Strakurinn reyndist Bjarnheidi einstaklega vaenn og godur og nu var reynt ad hafa upp a honum tvi hann var ekki vid Petru i gaer. En thad tokst, hann fannst og mundi eftir Bjarnheidi og ljomadi eins og sol thegar honum var sagt ad hun hefdi sent honum gjof. Hljop svo eins og faetur togudu ad kaupa smagjof til ad senda Bjarnheidi fyrir gjofina sem hun hafdi sent honum! Hid ljufasta mal og Vera tok mynd af Josefinu og Shadi og voru tha allir gladir.

Siddegis var stefnan tekin a Amman og var mikid fjor i rutunni enda hofdu menn fengid ser bjor a hotelinu adur en lagt var i hann. Thurfti ad stoppa ansi skyndilega thegar bjorinn for ad segja til sin og var ekki um annad ad velja en finna ser thufu i eydimorkinni og spraena bara feimnislaust.

Eg hafdi verid bedin ad segja fra tvi af hverju eg akvad a sinum tima ad haetta a Mogga, fara til Arabalanda og sidan hver var addragandi ferdalaganna, og eg sagdi sem sagt fra tvi. En fleiri letu ad ser kveda, Maria Vilhjalms sagdi sogu, Solvi taladi, Josefina for med athyglisverda visu og tviraeda, Asdis sagdi sogur og song
og allir voru himinlifandi yfir tvi hversu vel hafdi raest ur deginum.

I gaerkvoldi bordudu Gurri Gudfinnsd sem byr her og madur hennar Rami Baara med okkur, einnig komu i matinn med okkur Thordis Arnadottir sem er her a ferd og Kristin Kjartansdottir sem hefur buid her i morg ar. Thad kom i ljos ad ymsir hofdu vid thaer hin ymsustu tengsl og fannst monnum gaman ad hitta thetta prydilega folk.

Nu i morgun thutu flestir nidur i bae ad vita hvort eitthvad vaeri thar til solu. Solin skin og allt er i godu. Vid tjekkum ut um hadegi og holdum aleidis til Damaskus kl. 1.

Asdis Kvaran er afmaelisbarn dagsins og hefur afmaelissongurinn verid sunginn einu sinni og verdur orugglega fluttur oft. Asdis ber aldurinn vel og er hrokur alls fagnadar i thessum skinandi goda hopi.

I jordanskri hlyju

Godan daginn oell
Vid erum i Amman i 28 stiga hita eda svo. Hreidrudum um okkur a Jerusalem Hotel i eftirmiddag, thad er sallafint hotel en eitthvad gekk erfidlega med ad koma toskum til skila svo Sveinn Einarsson stod fyrir merkum hugleikfimisaefingum med godri thattoku og svo skiludu toskurnar ser natturlega.
A eftir bordum vid herna a Jerusalem hoteli en vid logdum af stad fra Damaskus kl 10 i morgun og kvoddum Maher vid landamaerin og vid tok jordanskur gaed Naim eda Abu Ali, hann er vidkunnarlegur naungi og er tho alltaf dalitid erfitt ad taka vid hopunum eftir ad vid hofum verid med Maher. Vid skodudum Jerash i ansi hlyju vedri, einhverjir sogdu yfir 30 stig en allir vildu sja dyrdina og almenn anegja med daginn.

I gaermorgun fra Aleppo og aleidid til Krak de Chevaliers, staersta og merkilegasta kastala krossfaranna. Thad thotti ollum tilkomumikid og otrulegt mannvirki . Maria Kristleifsdottir atti afmaeli og vid sungum afmaelissonginn alltaf odru hverju .Sidan bordudum vid i veitingahusinu thar sem utsyni er storkostlegast yfir kastalann og hittum vininn Omaran og urdu med okkur hinir mestu fagnadarfundir og kjuklingaretturinn hans sem er einstaklega ljuffengur gerdi lukku. Vid kastalann og i litlu budinni a veitingastadnum rann svo mikid tisjortkaupaedi a menn og thurftu starkarnir ad senda eftir nyjum birgdum. Thegar vid komum aftur nidur krokottas vegina var Fuad bilstjora klappad lof i lofa fyrir fimi hans.

Thar sem thetta var keyrsludagur var raett um eitt og annad og Solvi taladi medal annars um framlag araba til vestraennar sidmenningar, mjog frodlegt og skemmtilegt eins og vid var ad buast. Einnig taladi hann um Fonikumenn og Asdis Kvaran sagdi gamansogu og auk thess toludum vid Maher svona inn a milli.

I gaerkvoldi helt afmaelisveisla Mariu afram. Forstjorinn okkar, Abdelkarim al Jundi kom og bordadi med okkur kvoldverd i Damaskus og hafdi i pussi sinu tertur tvaer henni til heidurs og faerdi henni fallegan innlagdan skartgripakassa og kom thad i godar tharfir tvi Maria er hneigd fyrir skart.

Thad eru allir i lettu skapi, thad er idulega sungid a kvoldin og allir skemmta ser datt synist mer.
A morgun aetlum vid i smaskodunarferd um Amman og leidin liggur tharnaest nidur ad Daudahafi. Vid bordum tha hadegisverd a Marriott og buslum svo i Dauda hafinu.

kaerar kvedjur til allra fra okkur

Eydimerkursyrlendingar i Aleppo

Vid erum i Aleppo og vorum ad koma af markadinum og grunsamlega margir pokar baettust i bilinn jafnvel i grennd vid tha sem fyrr i dag hofdu haft a ordi ad tha vantadi ekki nokkurn skapadan hlut. Meira ad segja Vera fekk snert af kaupgledi, Maria Kr. og Olof keyptu badar falleg teppi, thad voru silfurfestar, tisjort og treflar og sjol ad ogleymdum nokkrud morgum kiloum af Alepposapunni sem runnu fyrirhafnarlaust i pokana.

Allir hofdu gaman af thessum verslunarleidangri og samskiptum vid folk sem oll eru hin blidlegustu sem fyrri daginn.
I morgun var ferd ut til Simonarkirkjunnar og JK og Maher sogdu fra Simoni og aevidogum hans uppi a sulunni.

Eftir thad var hadegisverdur i Beit Wakil i bodi ferdaskrifstofunnar her, en Beit Wakils - Hus Wakils- er hefdarmannshus fra 15 old sem hefur verid breytt i einstaklega skemmtilegt hotel og veitingastad.

I gaer komum vid brunandi fra Eydimerkurbudunum og komum vid i Hama og virtum fyrir okkur vatnshjolin tignarlegu og hlustudum a skritnu stunurnar theirra. Sidan voru keyptar pitsur og vid forum upp a Hamatellid, haedina sem gnaefir yfir borgina og thar fengum vid drykki og bordudum Voktum mikla athylgi fjolskyldna serlenskra sem thar voru fjolmennar og born hopudust ad okkur og vildu vera a myndum med okkur og allir brostu og budu okkur velkomin.
Ekki ma gleyma ad timann a keyrslunni notadi eg til ad tala um syrlensk stjornmal fra stridslokum, rabbadi um forsetafjolskylduna og sagdi fra uppreisnartilrauninni i Hama 1982.

Um kvoldid -t.e i gaer bordudum vid a hotelinu okkar sem er Planet( breyting fra tvi sem er i dagskra) og voru allir mjog anaegdir med matinn.

Kvoldid i eydimerkurbudunum var akaflega fjorugt. Menn busludu thar i bodum og lobbudu um nagrennid og vid kvoldverdinn var mikid sungid. Frumkvaedi ad tvi atti thorhallur sem styrdi fjoldasdong af miklum skorungsskap og auk thess sungu their Solvi og Thorhallur tvisong(enda badir Skagfirdingar) og Asdis, Solvi og Josefina Fridriksdottir toku thrisong.
Svo drifu Sigrun Thordar og Thorgeir menn ut a golfid og Sveinn Einarsson kenndi hringdansa og var sungdid ogh dansad af hjartans lyst adur en menn gengu til nada.

I fyrramalid er Tjodminjasafnid og kastalinn a dagskra og mer kaemi ekki a ovart thott einhverjir aettu erindi a markadinn ad tvi loknu. Annad kvold aetlar svo riflega helmingur hopsins ad fara i tyrkneskt bad.

Thad vekur oskipta anaegju ad fa kvedjurnar svo blessud latid fra ykkur heyra. Eg a ad skila kaerum kvedjum fra hopnum eins og hann leggur sig.

Saelir Syrlandsfarar i Palmyru

Vid erum her i Palmyru og eftir klukkutima leggjum vid af stad ut i Eydimerkurbudirnar.
Frabaer morgun, skodudum musteri Baals og gengum Romverjagotu og thegar i leikhusid kom og Maher leidsogumadur hafdi lokid utskyringum sagdi Sveinn Einarsson dalitid fra tilurd leikhussins og Asdis Kvaran profadi hljomburdinn med tvi ad syngja lag eftir Atla Heimi og thetta vakti stormandi lukku.
Nokkrir fengu ser ulfalda sidasta spolinn ad Hotel Zenobiu thar sem vid hvildum luin bein og fengum okkur hressingu i fljotandi formi og sidan i lettan hadegisverd.

Dagurinn i gaer var oldungis finn. Malulah vakti anegju hja folkinu og thar hlyddum vid a fadirvorid a arameisku og skodudum kirkjuna og kiktum inni litlu budina. Svo birtist libanski presturinn sem gekk lengi vel erfidlega ad muna eftir mer. Hann hafdi baett rad sitt og kom og faerdi mer almanak og bar mer heitt sukkuladi svo eg akvad ad taka hann i satt aftur.
Flestir gengu nidur skardid i fotspor Teklu og foru sumir upp i hellinn thar sem Tekla er sogd hafa buid og bodad kristni i thann tid.
Svo var lagt af stad inn i austurmorkina, hun er ekki jafn graen og venjulega a vorin. Talad um ymislegt a leidinni, atvinnuvegi, menntunarmal ad ogleymdum nokkrum vel voldum ordum um forsetafjolskylduna.
Vid gerdum stans i Bagdad Cafe og eins og fyrri daginn teygdist thar ur timanum, menn skodudu sig um, matudu kjola og alls kyns dress og heilsudu upp a fjolskylduna. Thar var natturlega Hilmir Snaer syrlenski sem skrifadi a kort til Elisabetar sem hann fol mer ad afhenda henni og smagjof ad auki.
Vid vorum mjog anaegd a Heliopolis og forum svo i solarlagsferd upp ad arabakastalanum i gaerkvoldi fyrir matinn.
Vera og Maher rabba saman a japonsku thegar thau vilja ekki ad vid hin skiljum thau og uppskera addaun.
Thad eru allir mjog hressir og finasta stemning. Asdis bidur mig alveg serstaklega ad skila kvedju til dottur sinnar og fjolskyldu og raunar bidja allir fyrir bestu kvedjur.

Smavegis fra Syrlandsfolki

Godan daginn thid oll
Vid hofum tekid thad rolega i dag og nu er kl. 6 og erum nykomin heim a hotel eftir notalegan og ostressadan dag.
Byrjudum a ad fara upp a Kassiounfjall sem gnaefir yfir Damaskus, dadumst ad utsyni og sidan var theyst a tehus vid Baradafljotid og slegid i vatnspipur i leidinni. Ymsir leku thar godar listir vid reykingarnar.
Thad var god stund og Baradaain er vel haldin eftir godan rigningavetur. Vid runtudum um borgina heldum vid svo i Ananiasarkirkjuna i gomlu borg. Thar sagdi Maher soguna af tvi thegar Sal fra Tarsus var slegin blindu og Ananias barg honum og skirdi til kristinnar truar.
Monnum hugnadist heimsoknin i Ananiasarkirkju enda blitt andrum thar.

Ollum list vel a sig og god stemning i hopnum. Hins vegar foru menn ekki i bolid fyrr en ad ganga sjo i morgun svo akvedid var ad bida med Omajadmoskuna thar til heilastarfssemin vaeri komin i edlilegt horf.
Vid fengum morgunverd milli ellefu og tolf fyrir velvilja ferdaskrifstofunnar og hotelsins og var besta mal.

Ferdin hingad gekk trautalaust en a flugvelli her kom i ljos ad ein taska skiladi ser ekki og var dalitid vafstur ut af tvi en thad er vonandi a rettu roli.
Mikill fognudur var hja Maher ad taka a moti fyrsta islenska hopnum fra tvi hann var i heimsokn VIMAfelaga a Islandi og urdu fagnadarfundir med honum og tveimur felogum sem adur hafa farid i ferd hingad, Thora Kr. og Maria Kristleifsd.

Nu eru menn uti a labbi ad kynna ser nagrennid og finna ser hradbanka, sumir i hvild a herbergjum og Maher skrapp til tannlaeknis med einn ur hopnum. I kvold bordum vid saman her a Semiramis og ganga snemma til nada og aettu tha allir ad hafa nad ser af litlum svefni sl nott. I fyrramalid liggur leid til Malulah og Palmyra med godu stoppi i Bagdad kaffi.

Se ekki betur en allir seu i solskinsskapi og bidja fyrir kaerar kvedjur heim. Mun lesa upp thaer kvedjur sem komnar eru undir bordum a eftir.

Vedur hefur verid heldur rysjott her undanfarid skilst mer en i dag var hlytt og solarlitid en um 19 stiga hiti.

Sýrlandshópurinn á förum á morgun - Íransgrein komin inn

Vænti þess að Sýrlandsfarar hafi lesið bréfin sín um að þeir mæti stundvíslega kl. 11 í fyrramálið í Leifsstöð, allir skarti sínum barmmerkjum og rauðborðaskreyttum töskum. Muna að fylgjast með því að farangur sé tjekkaður inn alla leið til Damaskus.

Vil líka hvetja hópinn til að skilja eftir síðuna www.johannatravel.blogspot.com
svo menn geti fylgst með okkur. Vænti þess ég skrifi pistil inn á síðuna á föstudag og síðan svona eftir efnum og ástæðum. Það er gaman ef fólk sendir kveðjur í ábendingadálkinn, þetta er lesið upp á kvöldin við ánægju allra.

Þá er ekki úr vegi að vekja athygli ykkar á að grein Þuríðar Árnadóttur Auðgun Írans er komin inn á sérstakan link. Vona þið kíkið á hana.

Í lok apríl verður aðalfundur VIMA og nánar um það fljótlega.
Edda Ragnarsdóttir, Íransfari og stjórnarkona í VIMA ætlar að hafa samband við Íranshópinn vegna myndakvölds okkar sem við efnum til laust eftir að þessi hópur kemur heim 21. apríl. Vonandi geta sem flestir og helst allir komið og hafa þá gengið frá myndum sínum. Við erum 31 sem eru í Sýrlands/Jórdaníuferðinni og mér finnst notalegt að í hópnum núna eru tveir félagar sem voru í Íransferðinni líka.

Fullburða Íransáætlun og dagsetningar vegna haustferðar - vinsamlegast kynnið ykkur það

Var að setja inn dagsetningar og fullburða áætlun fyrir haustferðina til Írans. Gjörið svo vel og kynnið ykkur það. Sendi sérstaklega á Íransfara annað bréf.

Athugið að ég ákvað af fenginni reynslu í marsferðinni að skera hana dálítið upp og auk þess bætast við tveir dagar. Einhver hækkun verður því og ég veit ekki endanlegt verð. Það líður sjálfsagt enginn í ómegin af því. Íransferðin er ódýr og þar er flest innifalið eins og þið kynnið ykkur vonandi.
Hef svo samband vegna greiðslna sem skulu hefjast 1.maí. Einnig þurfum við að hittast öll í júní og fylla út vegabréfsumsóknir. Verðum í sambandi þegar þar að kemur.

Bætist í Jemenhópinn sem VIMAfélagar styrkja - auðgun Írans

Gott kvöld félagar vænir

Þá hafa bæst við þessar þrjár stúlkur á fullorðinsfræðslunámskeiðinu í Sanaa sem við ætlum að styrkja. Eins og hefur komið fram eru þær bæði í lestrarkennslu og saumaskap því nokkrar eru læsar en vilja bæta við sig í þeirri kúnst og eins er kennsla í saumaskap, sniðum og hannyrðum alls konar.

Stúlkan Fairous Al Hamyari sem nýtur stuðnings Ragnhildar Árnadóttur hefur bæst í hóp þeirra sem vilja læra saumaskap og sníðamennt. Johannatravel styrkir hana í það námskeið.

Birna Sveinsdóttir styrkir Afafe Alobeydi sem er tvítug, ógift, kann nokkuð fyrir sér í lestri en vill bæta við sig starfsþjálfun.

Elín Ösp Gísladóttir styrkir Ebtesam Al Makalee sem er 21 ár, gift og á eitt barn. Er stautandi en þarf meiri þjálfun.

Mér skilst á Nouriu Nagi, forstöðumanni YERO að allar stúlkurnar á fullorðinsfræðslunámskeiðinu standi sig vel, mæti samviskusamlega og sýni kapp og áhuga. Fæ plögg um þær allar átján - svo og litlu stelpurnar okkar 37 þegar maíhópur VIMA fer í Jemen/Jórdaníuferðina í maí.

Á morgun verður greitt fyrir þessar stúlkur úr Fatimusjóðnum, svo og laun eins kennara eins og um var talað. Næsta haust bætum við svo við fjórum strákum og vona rétt að allir stuðningsmenn verði með áfram.

Þar með skilst mér að Fatimusjóðurinn styrki allar stúlkurnar átján sem sækja námskeiðið og er það frábær árangur.

Stuðningsmenn hinna 15 hafa allir fengið nöfn sinna stúlkna. Aftur á móti vantar mig enn fullt af myndum af ykkur. Verið svo væn að senda mér þær svo ég geti haft þær með.

Auðgun Írans
Hef fengið fullt af imeilum vegna greinar Þuríðar Árnadóttur í Mogga í gær sem hafði þessa eftirtektarverðu og margræðu fyrirsögn. Þau viðbrögð eru öll á eina lund eins og greinin verðskuldar.
Hef fengið leyfi til að setja greinina inn á síðuna og vona það verði á morgun og get fullyrt að hún er ekki aðeins skemmtileg og myndræn heldur bráðholl lesning.