REIKNINGSN'UMER VEGNA MAHERS

Góðan og blessaðan daginn
Margir hafa tekið glaðlega í að leggja fram 2 þúsund kr. hver til að við getum boðið okkar elskulega sýrlenska leiðsögumanni til landsins næsta sumar.
Vinsamlegast leggið upphæðina inn á
1147 05 401402

kt. mín þarf að fylgja 1402403979

Ég vil biðja ykkur að setja kennitölu ykkar rækilega inn á þegar greitt er svo við getum haldið utan um þetta af skörungsskap.

Aftur á móti verður nokkurra daga bið á því að VIMA- Vina- og menningarfélag Miðausturlanda fái sína kennitölu svo að unnt sé að leggja inn árgjaldið.

En okkur þætti fjarska vænt um ef þið sem viljið stuðla að heimsókn Mahers leggið upphæðina inn á ofannefndan reikning.

BOÐAÐ TIL HAUSTFUNDAR VIMA

Þá hefur stjórn VIMA komið saman og ákveðið haustfund félagsins. Hann verður laugardag 9.október n.k. í Kornhlöðunni við Bankastræti kl 14.
Á dagskrá fundarins verður
1. Lögð fram drög að dagskrá að ferð Mahers Hafez til Íslands í boði VIMA næsta sumar. Ragnheiður Gyða og Guðlaug Pé kynna það
2.Jóhanna Kristjónsdóttir les upp úr rétt óútkominni bók sinni Arabíukonur.
Rabb og spjall yfir kaffi og kökum.
Einnig liggja fram nákvæmar áætlanir yfir vorferðir VIMA en þær eru óðum að fyllast.

Næstu daga verður svo sent fundarboð til þeirra sem ekki eru með imeil en þið eruð beðin að láta þetta ganga óspart því ugglaust fýsir ýmsa að koma á fundinn og gerast félagar.
Félagsgjaldið 2 þúsund kr. má borga á fundinum, svo og verður kannað hverjir vilja taka þátt í að bjóða Maher okkar eins og samþykkt var í aprílferðinni til Sýrlands og Líbanons. Þeir sem það vilja leggja fram aðrar 2 þúsund kr. Þetta verður einnig innheimt gegnum netið eða sendur giróseðill.
Nánari tilkynning um bankareikning VIMA verður send út á þriðjudag hér á síðunni.
Mér væri sömuleiðis þökk í því ef menn vildu senda mér línu um hvort þeir eru með í Maherboðinu.
Látið frá ykkur heyra og sjáumst altjent spræk og kát á Kornhlöðuloftinu laugardaginn 9.okt.

Egyptalandsferð að fylllast

Hér er nokkuð áríðandi tilkynning: Egyptalandsferðin um páskana er að fyllast, nú eru í mesta lagi fimm til sjö pláss laus ef allir þeir sem hafa lýst eindregnum áhuga fara með.
Því er um að gera að hafa hraðar hendur hjá þeim sem áhugasamir eru og hafa verið tvístígandi.

Þetta er fyrsta ferð VIMA til Egyptalands og vegna þess hún er um páska verð ég að staðfesta hana við ferðaskrifstofuna úti fyrir októberlok og raunar er það í allra síðasta lagi svo allt verði pottþétt.

Fyrirspurnir hafa borist um dagsetningar á Jemen/Jórdaníu í maí sem ekki hafa verið birtar. Mun setja þær inn á síðuna í næstu viku.

560 dollarar greiddir til Najdeh-verkefnisins

Vil láta VIMA félaga vita að í ferðinni núna til Líbanons og Sýrlands greiddi ég 560 dollara til Najdeh verkefnisins í Sjatilla flóttamannabúðunum. Þetta voru framlög félaga sem ég hafði með mér að heiman og svo það sem safnaðist í hópnum.
Þessu var tekið með miklum fögnuði og ég hef fengið imeil frá Nuad Hamdi, stúlkunni sem hefur fylgt okkur um búðirnar, þar sem hún lýsir hjartanlegu þakklæti og biður fyrir kærar kveðjur til VIMA félaga

LÍBANONS OG SÝRLANDSFERÐ TIL REIÐU

Dagsetningar á Líbanon/Sýrlandsferð næsta vor eru tilbúnar og ég á ekki von á að þær breytist. 8.-23.apríl.
Ég hef fengið leyfi MALEVS flugfélagsins til að við fljúgum til Beirút í útleið og heim frá Damaskus. Með því fæst meiri tími í Beirút og í Damaskus og vænti þess að það mælist vel fyrir og einnig verður þá einum færri hótelflutningur sem er til bóta. Að öðru leyti getið þið kynnt ykkur nýju dagskrána á tenglingum Sýrland Líbanon hér á síðunni.
Vænti þess að þið bregðið við snöfurlega og hafið samband HIÐ ALLRA FYRSTA og tilkynnið ykkur á fundinn síðla október sem verður fyrir áhugasama um þessa ferð.

Fundur um Egyptalandsferðina verður tilkynntur í næstu viku og JemenJórdanía sem farin verður í maíbyrjun sömuleiðis.
Látið frá ykkur heyra. Ég hef séð að fylgst er vel með en menn mætu vera ötulli að svara pósti og skilaboðum.

Loks má svo taka fram að fyrsti haustfundur VIMA verður auglýstur hér í næstu viku svo og efni hans.

DAGSETNINGAR SENN Á VORFERÐ TIL LÍBANONS OG S'YRLANDS

Á allra næstu dögum verða birtar dagsetningar á vorferðinni til Líbanons og Sýrlands. MALEV flugfélagið hefur fallist á að við breytum fluginu svo að við fljúgum til Beirút og byrjum ferðina þar en fljúgum til Kaupmannahafnar frá Damaskus. Með þessu græðum við meiri tíma bæði í Beirút og Damaskus og eftir því sem mér sýnist er þetta til hins mesta hægðarauka.

Ég vil ítreka að ég hef nú á lista allmarga sem þegar hafa ákveðið sig en nokkrir eru ekki alveg búnir að gera upp hug sinn en ég hvet þá til að gera það hið fyrsta.

Fylgist svo með dagsetningunum. Þær koma örugglega í þessari viku og þar með einnig þær breytingar sem verða á dagskránni.

Bókin Arabíukonur og Reikningsnúmer Naajdeh

Góðar og þakkarverðar undirtektir VIMA félaga urðu við bókinni minni Arabíukonur sem kemur út um miðjan október. Hún fjallar um konur í Sýrlandi, Egyptalandi, Óman og Jemen.
Ég get nú ekki lofað fleiri eintökum á VIMA-verði. Hins vegar tek ég niður nöfn og set þá viðkomandi á biðlista ef ég fæ fleiri eintök.

Vil einnig taka fram að fólk virðist telja að það verði sjálfkrafa félagar í VIMA ef það lætur í ljós áhuga á félagsskapnum eða spyrst fyrir um ferðirnar. Svo er ekki og menn þurfa að senda nöfn, símanúmer, heimilisfang og síma og netfang til mín. Vinsamlegast athugið það.

Þá er líka frá því að segja að félagar í ferðinni nú lögðu fram drjúga upphæð til Najdehverkefnisins sem er starfrækt í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon, auk þeirra peninga sem ég hafði meðferðis frá öðrum VIMA félögum.
Þessar þjálfunarstöðvar eru fjölmargar og beinist starfið einkum að því að aðstoða konur og börn við að afla sér menntunar og starfsþjálfunar. Þessar stöðvar eru reknar með fjárframlögum frá samtökum og einstaklingum, aðallega utan Líbanons. Haldin eru fjöldamörg námskeið þar sem konur fá tilsögn í margskonar greinum.
Ef menn vilja styðja þetta þarfa og nauðsynlega verk er hér reikningur sem menn geta lagt beint inn á:
Association Najdeh
302871 CC Arab Bank, Swift Code ARABLBBX, Ras Beirut, Lebanon

Munið að allar upphæðir skipta máli og koma að gagni og renna rakleitt til þessa starfs.

Við erum komin heim!

Sýrlands og Líbanonshópur VIMA kom heim síðdegis í gaer og var kvaðst með virktum í ferðalok og ákveðið að efna til samveru með myndum og minningum eftir nokkrar vikur.
Ferðin heim var löng nokkuð en það vissu allir fyrirfram og vélar MALEVS sem við notum frá Beirút til Kaupmannahafnar eru þægilegar og mikill munur á þeim og vélum Flugleiða. Auk þess þykir sumum þjónusta í vélum Flugleiða þessa dagana minni en sæmandi verður að teljast.
Í Kaupmannahöfn varð Herta eftir í nokkra daga en aðrir fóru til Íslands samdægurs.
Síðasta daginn í Líbanon voru Jeitahellar´skoðaðir og einhverjir keyptu sér spólur um hellana en þar má ekki taka myndir. Mönnum þótti fegurðin mikil í hellunum og í Hundadalnum.
Eftir hádegið tóku menn því rólega, fóru á labb um Hamrastræti og leituðu sér að bókum og undramargt bættist í innkaupapoka. Aðrir lögðu sig og kl.6 var farið af hótelinu með pjönkur og í teppaskoðun þar sem við fengum fræðslu um teppi og teppagerð og svo var spurningin hvort einhverjir vildu kaupa og upphófst þá kröftugt prútt. Um hlemingur félaganna stóðst ekki þessa dýrgripi og festi kaup á mottum og teppum. Eftir það var farið á veitingastaðinn í Junieh og borðað og drukkið af sannri lyst. Samkvæmt fyrri reynslu hafði maður gengið undir manns hönd að fá hávaðann lækkaðan fyrirfram en samt fannst mörgum nóg um en þá var enn tækifæri til að versla því nokkrar búðir með fallega muni voru handan götunnar. Þar hélt Jón Helgi stutta tölu og þakkaði félögunum góða ferð. Kl hálf eitt var farið af stað út á flugvöll og á leiðinni flutti Guðmundur Pé stutt ávarp og snöfurlegt. Hæsham gæd var kvaddur og svo tók Soheil forstjóri Sunnyland að sér að aðstoða við að tjekka inn. Var þá eins gott að við gátum tjekkað inn sem hópur því ella hefði pyngjan lést hjá ýmsum.

Ferðin heppnaðist í alla staði vel, hvers kyns stórbrotinn skáldskapur svo og undursamlegur leirburður varð til í ferðinni og mun sumt af því verða sett inn á síðuna á næstunni og sumt ekki.
Samstaða og ánægja ríkti enda stærðin einkar þægileg bæði fyrir mig sem fararstjóra svo og félagana. Uns annað kemur í ljós finnst mér að þetta sé kannski best heppnaða Sýrlands/Líbanonsferð til þessa og er þá ekki lítið sagt því þær hafa allar verið mjög góðar.
Takk fyrir samveruna.

Faein ord fra okkur Syrlandsfolki

I morgun var ferd a Tjodminjasafnid i Damaskus og voru menn hrifnir af tvi sem fyrir augu bar, m.a ad koma thar inn i aevaforna synagogu sem fannst i Dura Eropos fyrir aedilongu og var sett saman a safninu.
Sidan dreifdist hopurinn og mun eg nu gefa skyrslu um thad:
Gudmundur og Thorir eru staddir heima a hoteli, og Ingveldur einnig sem var med smaskot i maga i morgun en er annars eins og adrir einkar hress og spraek.
Johanna og Elisabet eru sem sagt a thessu netkaffi og eg aetla ad syna Elisabetu hvar eg bjo her.
Maher for med Sigrunu, Audi, Joninu, Gunnar Baldvinsson, Jorund, Birgi, Holmfridi i gomlu borg ad kaupa smotteri.
Edda, Thora, Gudrun, Hanna Dora, Gunnar Gunnarsson, Katrin og Gudbergur brugdu ser a Handverksmarkadinn.
Karl og Kristin eru a labbinu.
Adrir sem eru ekki upptaldir eru a sveimi vids vegar um bainn. Einhverjir hyggja a toskukaup sidar i dag.
Kl 6,30 forum vid a sogustund, hakavati og svo lobbum vid a Omijadveitingahusid, bordum thar og horfum a dervisjdansa.
Um hadegi a morgun kvedjum vid Damaskus, komum vid i bakarinu og kaupum syrlenskar kokur og svo afram yfir til Libanons.
Allir gladir og vel thad. Bidja fyrir kvedjur

Vid erum aftur i Damaskus i blidu og saelu

Vid komum siddegis i gaer fra Aleppo. A leidinni gerdum vid langan stans i Krak de Chevaliers sem er hvad glaesilegastur kastala fra timum krossfaranna a svaedinu og fannst monnum mikid til um gjord kastalans. Vid bordudum hunganssitronukjukling i bodi Jasmin ferdaskrifstofunnar sem ser um okkur her i veitingahusi rett hja kastalanum og heilsudum thar upp a einstakan naunga sem er thar tjonn og einhver mesti fagmadur sem madur ser i theirri stett auk thess ad vera litrikur og skemmtilegur naungi. Hann bad ad heilsa fyrri hopum og hlakkar ad hitta thann naesta.
Folk undi ser vel i Aleppo. Fyrri daginn thar var Tjodminjasafnid skodad, gaegst inn a markadinn og svo keyrt ut fyrir Aleppo ut til rusta hinnar fraegu simonarkirkju thar sem vid ihugudum sogu thess naunga. Seinni daginn skodudum vid Arabakastalann sem gnaefir yfir borgina og ad svo bunu var tekid til ospilltra malanna a markadinum sem er hinn staersti i landinu. Thar gerdu allir hin stormerkilegustu kaup. Nokkrir skruppu i armenska hverfid og kl 4 um eftirmiddaginn for meirihluti i tyrkneskt bad og kom endurnaerdur thadan.
Eg held ad allir hafi verid anaegdir med Aleppo og almennt er anaegja rikjandi. Einhver pest er ad ganga i hopnum, enginn hefur tho fengid matareitrun eda nokkud sem astaeda er til ad gera mikid mal ur og enda nog af magatoflum i pussi fararstjorans.
I dag sveima menn um Damaskus og skoda sig um og a morgun forum vid i Tjodminjasafnid her og siddegis a hakavati sem er arabisk sogustund og svo lobbum vid thadan a Omijadveitingahusid, bordum godan mat og horfum a darvisjdansa.
Allir eru i godu skapi og bidja fyrir kvedjur heim.

Syrlandsfarar i Aleppo

Vid erum i vellystingum nordur i Aleppo og vorum ad koma ur ferd ut til Simonarkirkjunnar, thar sem meinlaetmadurinn Simon bjo ser bu a 18 metra harri sulu i frumkristni tvi hann vildi fordast lifsins freistingar og nautnir og bidja sinn gud. Nu eru fataeklegar leifar eftir af sulunni en Elisabet fekk andann yfir sig og flutti fyrrripart sem Birgir botnadi snarlega og verdur thad birt sidar undir kvedskapur ur Vimaferdum.
Sidar var reist vegleg kirkja thar og handa skodudum vid i dag og rifjudum upp sogurnar um dyrdlinginn. Vid byrjudum daginn med tvi ad syngja afmaelissonginn fyrir Abdu bilstjora vid oskiptan fognud hans. Svo var Tjodminjasafnid a dagskra og voru allir menningarlega sinnadir og margs visari eftir thad. Verslunarferd a markadinn skiladi ollum godum hagnadi og anaegju, seljendum sem kaupendum.
I gaer komum vid hingad fra Palmyra. Vid gerdum stans i kuluhusunum hugthekku a leidinni og var snarlega bodid ad ganga i baeinn og thiggja te. I thakklaetisskyni sungum vid Fyrr var oft i koti katt fyrir fjolskylduna sem var oll heima af tvi thad var fostudagur og fri. Vid drapum nidur faeti i Hama og horfdum a vatnshjolin i blidu og blomailmi.
Hotelid okkar Planet er til fyrirmyndar og maturinn fellur folki vel i ged eins og hann hefur aunar gert vidast hvar.
Vid bordum thar kvoldverd nuna a eftir og tha mun eg ad sjalfsogdu beita mer fyrir tvi ad vid lyftum glasi fyrir odru afmaelisbarni dagsins sem er Basjar Assad Syrlandsforseti sem er 39 ara i dag.
A morgun er meira og minna frjals dagur. Vid munum skoda kastalann sem gnaefir yfir Aleppo i fyrramalid og sidan laedist ad mer sa grunur ad margir hyggi a frekari ferd a markadinn. Allmargir ur hopnum eiga svo pantadan tima i tyrknesku badi siddegis a morgun.
Stemning og gledi og allir senda kvedjur

Her kemur pistill fra Libanon og Syrlandsforum

Godan daginn agaetu felagar
Her koma nyjustu frettir af okkur. Vid erum i Palmyra thessa stundina og vorum ad skoda Baalmusterid i morgun og gengum sidan adalgotuna. Vid komum vid i leikhusinu og Elisabet flutti thar upphaf fridarljods sem henni hafdi verid falid ad yrkja . Svo var stoppad vida og dadst ad thessari tign og dyrd og sagan rifjud upp. Eftir ferdina fengum vid okkur hressingu a Hotel Zenobiu og sogd var saga theirrar athyglisverdu drottningar.
I gaer forum vid sem sagt fra Damaskus og byrjudum a ad heimsaekja Malulah og forum i klaustur heilags Sergiusar og Bakkusar og fallegi libanski presturinn for med fadirvorid a arameisku, en Malulah er eitt thriggja thorpa i Syrlandi thar sem mal Krists, arameiska er tolud.
Eg get thess i framhjahlaupi fyrir fyrri ferdafelaga sem vita hvad eg hef verid olukkuleg yfir tvi ad libanski presturinn hefur aldrei kannast vid mig i sjon ad nu gerdust thau undur og stormerki ad hann mundi eftir mer.
Svo var farid i klaustur heilagrar Teklu og adur en vid kvoddum Malulah gaeddum vid okkur a pryidgodum samlokum.
Damaskusdagurinn fyrsti var serdeilis vel heppnadur. Farid a handverksmarkadinn, upp a Kassioun, satum vid Barada og reyktum vatnspipur. Sidan nidur i bae og inn i Omijadmosku thar sem konur steyptu yfir sig kuflum og allir drogu sko af fotum ser. Thad stod yfir baenagjord og hrifust menn af tvi ad geta fylgst med og vid mattum taka myndir ad vild.
Loks var svo laus timi og thegar felagarnir tindust heim a hotel var mikid af storum plastpokum med i for svo innkaup voru tekin rosklega.
'A eftir forum vid upp a fjallid sem gnaefir yfir Palmyra en thadan er storkostlegt utsyni yfir svaedid.
Hopurinn hefur hrist framurskarandi vel saman og allir senda kvedjur heim.

Fra Libanons og Syrlandsforum

Godan og blessadan daginn
Allt gott ad fretta af ollum i hopnum. Solskinsvedur og solskinsskap.
I gaer hofdum vid audvelt og thaegilegt program eftir ferdalagid, forum upp a Hariza haedina og horfdum yfir Beirut og dadumst ad sitrustrjanum og styttu af mariu mey sem stonir thar. Sumir fengu ser andlegan innblastur i kaupbaeti med tvi ad fara upp hringstigann sem liggur upp ad styttunni. Vid skodudum nyja midbainn i Beirut og svo var farid i siddegisbodid hja Suad og Francois Jabre, raedismannshjonum Islands her. Thau toku a moti okkur af miklum hofdingsskap og vinsemd. menn gaeddu ser a veitingum og skodudu fagurt heimili theirra og gardinn og voru menn mjog anaegdir med heimsoknina.
Um kvoldid bordudum vid a veitingastad rett hja hotelinu og roltum svo mett og anaegd a hotel og var gengid snemma til nada.
I morgun forum vid i Sjatila flottamannabudirnar og stulkan Nuad sem tok einnig a moti sidasta hop for med okkur um og sagan var rifjud upp um thann tima thegar fjoldamordin voru framin i budunum i september 1982. En ekki sidur vard monnum hugstaedur tha noturlegi raunveruleiki sem thetta folk verdur ad bua vid kynslod fram af kynslod og hefur ekki i nein hus ad venda.
Um hadegid keyrdum vid til Byblos, sem hvad thekktust er vegna valdatima Fonikumanna en vissulega hafa nanast oll heimsveldi fra tvi um 5 thusund fyrir Krist skilid thar eftir sin spor. Eftir gongu um Byblos voru menn ordnir fagurlega rjodir og nokkud sveittir og var gott ad tylla ser nidur a fiskiveitingastad vid hofnina i Byblos og gaeda ser a misfridum fiskum en ferskir og ljuffengir.
Nu eru menn ut og sudur, sumir a gongu um aegissiduna og adrir aetludu ad fa ser haenublund. Vid bordum svo saman i kvold.
I fyrramalid verdur tekin stefnan a Bekadalinn og inn til balbek og sidan yfir til Syrlands. Vid verdum liklega komin til Damaskus um kl 6 annad kvold( 3 ad isl. tima).
Allir eru mjog spraekir og bidja ad heilsa heim. Thid getid skrifad kvedju her ad nedan ef thid viljid.

Ræðismaður býður Líbanons og Sýrlandshópnum heim

Francois Jabre, ræðismaður Íslands í Líbanon til margra áratuga hefur nú boðið hópnum sem fer utan á föstudag heim til sín á laugardag kl. 16. Jabre og hans góða frú eru mestu höfðingjar heim að sækja og vilja alltaf fá alla Íslendinga til sín sem til Beirút koma. Þau hafa verið erlendis þegar hinir hóparnir voru í heimsókn en eru nú hin glöðustu að fá tækifæri til að hitta þennan hóp.
Jabre er með meiri Íslandsvinum sem ég þekki og hann er alúðlegur, aldraður maður sem vill greiða götu flestra. Hann býr í mjög glæsilegu húsi með fögrum listaverkum og stórum garði.
Jabre hefur komið margsinnis til Íslands ásamt konu sinni, þekkir hér marga og á sínum tíma voru hann og Bjarni heitinn Benediktsson mestu mátar.
Á laugardag förum við upp á Harizahæðina þar sem sér yfir Beirút og löbbum um miðborgina. Ég hef tekið saman nokkrar myndir sem sýna hvernig miðbærinn leit út þegar stríðinu lauk og ég tók þar vorið 1991 til að gefa fólki hugmynd um hvernig ástandið var þá borið saman við það sem fyrir augu mun bera núna.
Eftir það trítl keyrum við svo til heimilis Jabre og eigum þar örugglega ánægjulega stund.

Vel að merkja, seinna í dag set ég inn á síðuna upplýsingar um flóttamannaverkefnið sem ég hef talað um og reikningsnúmer sem menn geta lagt beint inn á. En það hefur líka töluvert komið inn á reikninginn minn frá VIMA félögum sem ég mun taka með og afhenda. Þakka ykkur fyrir það.