MUNIÐ AÐ SKRÁ YKKUR

Góðan daginn öll
Vil ítreka að vegna margra fyrirspurna um Líbanon og Sýrlandsferð í haust eftir vellukkaða ferð á dögunum er nauðsynlegt að fólk tilkynni sig hið allra fyrsta.

Einnig bendi ég ykkur á að skrá ykkur í Vinafélagið svo fremi sem þið hafið ekki þegar gert það því félagar hafa forgang í ferðirnar.

Ríflega hundrað manns á stofnfunda VIMA- Vina og menningarfélags Miðausturlanda

Í dag héldum við stofnfund Vina og menningarfélags Miðausturlanda. Þyrptust um
hundrað manns og vel það í sal Reykjavíkurakademíunnar til að taka þátt í því og láta sömuleiðis í ljós velþóknun á framtakinu.
Guðmundur Kr. Guðmundsson var skipaður fundarstjóri og eftir að ´JK hafði flutt stutta tölu um aðdraganda og ástæður stofnunar félagsins og þann mikla áhuga sem væri á Miðausturlöndum meðal manna, voru lesin upp og samþykkt með smáviðbót lög félagsins. Í stjórn voru kosin: Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður, Edda Ragnarsdóttir, varaform, Guðlaug Pétursdóttir, gjaldkeri, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, ritari og Birgir Johnsson, varamaður. Guðrún S. Guðjónsdóttir var kosin endurskoðandi.
Að fundarstörfum loknum var ys og þys í kringum Guðlaugu sem hafði varla undan að skrá nýja í félagið, aðrir fengu sér kaffi og spjölluðu saman og nokkrir komu seint en vildu ekki láta hjá líða að vera með. Þetta var allt hið ágætasta mál og allmargir tóku áætlanir um fyrirhugaðar ferðir og enn aðrir skutluðu fram hugmyndum um næstu fundi VIMA.
Guðmundur Kr. sleit svo fundi og voru allir harla glaðir yfir því hversu vel tókst til.
Vegna fyrirspurna sem ég hef fengið í kvöld skal tekið fram að þeir sem gerast félagar á fram til 25.maí teljast stofnfélagar VIMA

Sextíu og fimm hafa skráð sig nú þegar. Húrra!

Góðan og blessaðan daginn
Sextíu og fimm stofnfélagar hafa skráð sig nú þegar í okkar væntanlega Vina og menningarfélag Miðausturlanda. Við viljum endilega ná hundrað og það eru góðar líkur á því enda streyma imeilin inn og fólk skráir sig glatt og áhugasamt.
Munið að mæta á fundinn á morgun, þriðjudag. Endurtek í JL húsinu við Hringbraut í sal Reykjavíkurakademíunnar á 4. hæð.
Þar verða lög félagsins lögð fram og tillaga um stjórn og endurskoðendur og mér skilst að við getum keypt kaffi á vægu verði. Endurtek að ykkur er virtanlega frjálst að taka með ykkur skemmtilega vini og kunningja.
Sjáumst á morgun.

VINA OG MENNINGARFÉLAGIÐ STOFNAÐ N.K ÞRIÐJUDAG. MÆTIÐ ÖLL

VINA og menningarfélag Miðausturlanda verður stofnað á þriðjudaginn kl. 5. Höfum fengið sal Reykjavíkurakademíunnar í JL húsinu, 4. hæð og þar verður vonandi vel mætt.
Markmiðið með stofnuninni er að hlú að kynningu og fræðslu um þennan heimshluta, efna til ferðalaga þangað og jafnvel hnusa af arabísku.
Um sextíu manns hafa þegar skráð sig stofnfélaga og er það glæsilegt.
Sjáumst og takið með ykkur skemmtilegt fólk sem vill fræðast og er forvitið

STOFNUM VINA OG MENNINGARFÉLAG. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU!

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn
Í gær sendi ég kássu af imeilum til ýmissa þeirra sem hafa farið í ferðirnar og við höfum ákveðið að stofna í næstu viku Vina og menningarfélag Miðausturlanda. Verður ætlunin að félagið hlúi að kynningu á þessum heimshluta með fyrirlestrum, jafnvel verði gluggað í arabísku og margt fleira á döfinni svo sem ferðir til landanna.
Þegar hafa nú nokkrir tugir gerst stofnfélagar og verður tilkynnt um fundardag, stað og tíma strax eftir helgina þegar ég sé hve margir hafa hug á að taka þátt í þessu góða máli. Því þætti mér vænt um að þeir sem hafa áhuga á málinu tilkynni sig sem ALLLLLLRA ALLLLLRA FYRST með því að hringja í mig eða senda tölvupóst.

HÉR er mjög áríðandi tilkynning - sjá Hvað er Johannatravel

Vegna aðdáendabréfs sem ég fékk í morgun vil ég ítreka að Johannatravel er ekki
ferðaskrifstofa. Sjá bloggið HVAÐ ER JOHANNATRAVEL.
Lítið á það kæru félagar. Það gæti endað með því við yrðum að stofna formlegan ferðaklúbb með árgjaldi. Vinsamlegast komið með tillögur.

Sýrlands og Líbanonsfarar komnir heim

Við komum heim í gær kl 3,15 og voru margir nokkuð dasaðir enda alllöng ferð að baki. Allir voru þó í sólskinsskapi og ánægðir með ferðina.
Við yfirgáfum Damaskus um hádegisbil og var byrjað á að koma við í bakaríi því menn vildu birgja sig upp af Sýrlandskökum. Við landamærin kvaddi Maher hópinn og var óspart hylltur og allir voru sammála um að annan eins ljúflingsfararstjóra hefðu þeir varla hitt. Þegar við komum til Líbanon á fimmtudag var streymt á Hótel Duroy og tjekkað inn og um kvöldið fór rífur helmingur hópsins saman út að borða á elskulegan stað sem Gunnar valdi af stakri smekkvísi. Aðrir ýmist fóru annað, hvíldu sig á hótelinu eða stunduðu sjálfstæð rannsóknarstörf.
Síðasta daginn var svo farið í Jeita hellana sem eru unaðslegir dropasteinshellar og höfðu menn á orði að þeim fyndust þeir vera að stíga inn í himnaríki svo mikil var fegurðin sem við blasti. Svo var frjáls tími eða hvíldarstund því við fengum að vera á hótelinu til klukkan rétt sex. Þá var haldið í Hasan Maktabi teppasmiðjuna og þar fengum við fróðleik um teppagerð og síðan mátti kaupa eða kaupa ekki og keyptu fleiri en ætluðu í upphafi eins og var raunar með fleira í þessari ferð. Aðrir nutu þess bara að horfa á teppin, drukku te og borðuðu karamellur.
Upp úr kl 21 var svo keyrt út til Mir Khan og borðaður saman kveðjukvöldverður. Guðrún Hrönn hélt fallega og vitra ræðu þar sem hún þakkaði fyrir samfylgdina, Ólafur Mixa sem áður hafði samið og flutt hina dýrðlegustu drápu sem hann kyrjaði eftir komuna til Líbanon, hafði enn eflst og flutti tvær limrur og Ragnheiður Gyða og Jóhanna sögðu svo nokkur orð.
Síðar umkvöldið hófst svo líbanskur hávaði í músíkformi og rúsínan í pylsuendanum var íturvaxin magadansmær.
Um eitt leytið var tímabært að halda út á flugvöll og á leiðinni þangað sagði Einar nokkur spakleg orð, sagðist telja þetta eina bestu ferð af mörgum góðum. Nissrin gæd og Halastjörnu bílstjóra var þakkað með lófataki og eftir nokkuð fyrirhafnarsamt tjekkin fengu flestir sér blund á leiðinni til Búdapest. Við komuna til Kaupmannahafnar urðu fimm félaganna eftir en aðrir notuðu biðtímann 4 klst til að rölta um á Kastrup, fá sér bjór og rölta í fáeinar búðir til viðbótar.
Við komuna til Keflavík kvöddust allir með trega og var ákveðið að halda myndakvöld, teppa og búningakvöld síðustu daga maí mánaðar.
Held að óhætt sé að fullyrða að ferðin hafi ekki bara vakið menn til umhugsunar um allar þær ranghugmyndir sem menn hafa um þennan heimshluta heldur líka orðið hæfileg blanda af skemmtun og miklum fróðleik.

ARIDANDI

Medan vid hofum verid her hafa ymsir sent mer imeil og fyrirspurnir um ferdina i september.
Vil itreka ad menn verda ad stadfesta tatttoku sem fyrst og sidasti frestur er 15.mai.
Thad er eftirspurn god og sumir meira ad segja bunir ad greida stadfestingargjald.

Frettir af Syrlands og Libanonsforum

Sael oll
Thad var ekki laust vid ad flestum thaetti sem their vaeru ad koma heim thegar vid renndum inn i Damaskus i fyrrakvold thvi eg held ad flestir seu gagnteknir af Damaskus tho eflaust eigi margir erfitt med ad gera upp a milli alls thessa sem skodad hefur verid og skilgreint i ferdinni. Vid skodudum krossfarakastalann Krak de Chevaliers, sem er staersti og best vardveitti kastalin her fra theim tima og thotti monnum mikid til koma. Jasmin ferdaskrifstofan baud sidan til hadegisverdar i veitingahusi thar sem vid hofdum best utsyni yfir kastalann. I thessu veitingahusi vinur thjonin Omran sem er einhver mesti og vinalegasti tjonn sem vid hofum hitt, fyrir utan ad margt i fasi hans heilladi men upp ur skonum
I gaermorgun var Tjodminjasafnid skodad og sidan dreifdist hopurin i ymsar attir, nokkrir foru a Fostudagsmarkadinn, adrir a rapid, atta konur foru undir leidsogn Mahers i tyrkneskt bad i 800 ara gamalli holl.
Um kvoldid forum vid a tehusid eina thar sem Rashid Shaadi fremur hakavati vid godar undirtektir. Mer fannst hann hafa yngst sidan i septemberferd en skyringin kann ad vera su ad hann hefur fengid ser tennur i efri gominn og kannski verdur
\nedri gomurinn kominn a sinn stad thegar naesti Islendingaflokkur maetir a svaedid. Svo gengum vid i halarofu a Omijadveitingahusid sem er undrafallegt og maturinn eftir tvi. Horfdum i andakt a dervisjdansara tvo, fyrst strakling 10-12 ara og svimadi ymsa ad horfa a hann en hann var tho adeins forsmekkurinn ad tvi sem koma skyldi.
Maher afhenti gjof til allra, litil innlogd Damaskusbox fra Jasmin og svo tindum vid okkur heim a leid um tiuleytid og ollum fannst thetta godur endir a Syrlandsveru.
Kl er nuna rumlega tiu ad morgni og men eru ut og sudur, ad kaupa sidustu bradnaudsynlegustu hlutina, lata framkalla filmur en thad er margfalt odyrara en heima og fra hoteli forum vid um hadegi og adur en vid stefnum til Libanon gerum vid stans i bakarii thar sem margir hafa hug a ad kaupa syrlenskar kokur.
Vid landamaerin verdur Maher kvaddur en Rami bilstjori keyrir okkur til Beirut og Nissrin gaed tekur vid okkur a libonsku landamaerastodinni.
Eyglo hefur haft a ordi ad hana langi mest til ad taka afleggjara af Rami og koma honum til. Vid sjaum hvernig thad gengur.
Their sem kvedjur fengu i gaer thakka allir kaerlega og skila kvedjum til ykkar allra.

Frettir af Syrlandsforum

Godan daginn oll
I gaer for hopurinn ut um vidan voll her i Aleppo, skodadi Tjodminjasafnid sem er einkar adgengilegt og merkir gripir thar til synis tho erlendir fornleifamenn sem unnu her vid uppgroft og rannsoknir medan Frakkar redu her hafi tekid oteljandi vermaeti med ser og ymist sett upp i sinum gordum eda i besta falli komid theim a sin sofn sem vitanlega hardneita ad skila theim.
Menn foru upp i Aleppokastala og skodudu hann i krok og kring og sidan geystust allir um markadinn sem er allt odruvisi en i Damaskus, thessi er raunar sa staersti i landinu, alls um 12 km og hafa menn tekid stormiklum framforum i prutti thessa daga og sumir ordnir hreinustu kunstnerar.
Eftir samlokumiddegisverd var farid ut til Simonarkirkjunnar klst ferd fra Aleppo og sogd sagan af furdufuglinum theim og thegar hopurinn bjost svo til ad halda heim a leid kyerdi odlingsbilstjorinn Rami nidri thorpid thar sem Simon sleit barnsskonum og a fridsaelum stad var thar stoppad og toku their Maher fararstjori og Rami til ospilltra malanna ad bera arak i hopinn. Thetta maeltist vel fyrir og vid sungum oll helstu login islensk sem eiga vid a stundu sem thessari og skemmtum okkur datt. A heimleidinni flutti Einar svo mongolskan song vid tvilikar undirtektir ad allt aetladi um koll ad keyra og um tima ottudumst vid ad Rami thessi fini bilstjori myndi keyra utaaf tvi hann var svo gagntekinn ad horfa og hlyda a Einar,
Hildur Eythorsdottir atti afmaeli i gaer og var sunginn afmaelissongurinn og skalad fyrir henni med jofnu millibili.
Nuna a eftir forum vid til Damaskus, skodum Krak de Chevaliers a leidinni og sidan er hadegisverdur a veitingahusi vid kastalann i bodi Jasmin ferdaskrifstofunnar. Vid lendum i Damaskus um sex leytid i kvold og verdum a Plazahoteli
\Svo vil eg koma ad skilabodum fra Fridu> Vala Osk viltu fara inn a postinn thinn
Bless i bili

Frettir af Syrlandsforum

Gledilega paska oll
Hopurinn var ad renna i hlad i Aleppo eftir godan dag, thar sem farid var fra Palmyru i morgun, komid vid hja baendafjolskyldu a leidinni og skrafad og skeggraett og vitanlega bodin i te. Til Afameu me smaklosettstoppi i Hama og thar keyptum vid nesti og nyja sko og heldum svo til Afameu theirrar miklu vagnlestaborgar i Orontosdalnum. Satum a morg thusund ara gomlum sulnagrotum og snaeddum nestid rett eins og syrlensk fjolskylda sem var lika i utilegu.
Veran I Palmyru heppnadist afskaplega vel. Thar fellu margir i stafi yfir fortidardyrd og storkostlegum byggingum og er tho adeins litid brot sem grafid hefur verid upp. Ymsir brugdu ser a ulfaldabok og theystu um rustirnar. Siddegis bodudu menn sig i sundlauginni a hotelinu og um kvoldid horfdum vid a Palmyrusvaedid og vinina ofan af fjallinu og vorum thar til solaralags en tha budu Gudrun Valgerdur og Elvar upp a arak og sidar thegar nidur kom hafdi Rami bilstjori hitad te handa ollum og Maher gaed skaust um med kokur. Eftir kvoldmatinn skruppu allmargir ut i beduinatjald og fylgdust med spilverki og donsum.
Thad er finasta stemning i hopnum og i morgun var Frida serstaklega hyllt vegna sins merkisafmaelis og mun henni verda borin afmaelisterta eftir matinn a eftir.
Allir bidja fyrir bestu kvedjur og their sem fengu kvedjur nuna svara theim gladlega i somu mynt. A morgun skodum vid okkur um i Aleppo og verdum adra nott her en holdum aleidis til Damaskus a thridudag og tha sendi eg smapistil.

Frettir af Syrlandsforum

Thegar vid komum til Syrlands i gaer siddegis hafdi vedur kolnad allsnogglega en hlynadi svo jafn snogglega i dag og lek sol og blida um okkur i Damaskus i dag.
Vid byrjudum a ad skoda Ananiasarkirkjuna og thar hlyddu men a frasognina um Sal fra Tarsus og Ragnheidur Gyda adstodarfarastjori las upp ur Nyja testamenti thar sem segir fra thessum atburum. Vid vippudum okkur sidan a handverksmarkad thar sem allt er ad sja sem Syrlendingar fast vid i hondum og hrifust men af og ymsir komu med poka ad lokini theirri ferd. Svo var fraedsla um stadinn en tharna var a timum Ottomana rekin skoli og athvarf fyrir fataeka.
Brunudum upp a Kassiounfjall og horfdum i lotningu yfir Damaskus breida ur ser og ad tvi bunu keyrdum vid nidur i Baradadalin og gerdum godan stans a veitingahusi vid Baradafljotid sem er vatnsmikid nu eftir blautan vetur. Thar drukkum vid te og men reyndu haefni sina i ad reykja vatnspipu vid hin mesta fognud.
Eftir samlokur og meira te var haldid aftur in i Damaskus og i Omijad moskuna ein helsta gimstein Syrlands og raunar Midausturlanda allra. Thar brugdu konur yfir sig kuflum og tritludu in i moskuna asamt ferdakorlum okkar. Folki fanst mikid til koma ad skoda moskuna og ekki sist vakti athygli ad merkasta minerettan er tileinjkud Jesu fra Nazaret og muslimar trua ad thar muni Jesu Kristur stiga nidur a efsta degi. Kannski vakti tho mesta undrun hversu liflegt felagslif var i forgardinum og raunar var einkar afslappad andrumsloft ini i moskuni tho svo siddegisbaenir staedu yfir.
Eftir goda stund tharna var sidan frjals timi og komu margir klyfjadir ur theim leidangri. Dukar, silfur, uglur, vatnspipur og hvadeina mun flytjast til Islands med hopnum og er tho ferdin vart halfnud.
Dagurin a morgun er fjarls og hyggjast flestir tha tritla aftur i gomlu borg og skoda meira a markadinum og sumir bregda ser vaentanlega i Al Azem thjodhattasafnid og gaegjast inn i grafhysi Saladins.Vid forum fra Damaskus hin daginn og verdur tha stefnan tekin a Palmyru med vidkomu i Malulah.

Allir gladir og bidja ad heilsa heim. Their sem fengu kvedjur i gegnum heimasiduna gloddust og skila kvedjum a moti.

Frettir fra Libanons og Syrlandsforum

Godan og blessadan daginn. Her gengur allt eins og i sogu. Hopurinn er hress og spraekur og virdist njota ferdarinnar i hvivetna. Enginn hefur fengid i magann ne adra kvilla.
Fyrr i dag var ferd ut til Byblos thar sem er enn ein fornborgin i thessum heimshluta og rekur byggd sina sjo thusund ar aftur i timann. Vid satum svo i solskini og blidu vid smabatahofnina og atum hina ymsu kynjafiska.
Nu er helmingur hopsins a rolti um eina helstu verslunargotu Beirut, Hamrastraeti en adrir heima a hoteli ad slappa af.
I gaer var ferd til Sidon i sudri, skodadur sjavarkrossfarakastali, rustir Esjmuns laekningaguds Fonikumanna og ekki ma gleyma ad segja fra tvi ad vid satum lengi yfir tedrykkju og saetabraudi, roltum um markadinn og skodudum sapuverksmidju.
Hef thetta ekki ollu meira ad sinni. A morgun liggur leidin inn i Bekaadal og sidan til Syrlands. Skrifa thadan hinn daginn, midvikudag.
Thad bidja allir kaerlega ad heilsa