Uppsúmmering á vel lukkaðri Egyptalandsferð

Kvaðst var með virktum í Leifsstöð síðdegis í gær, 30. mars þegar Egyptalandsfarar höfðu fengið föggur sínar og var fargi af mér létt að allar töskur skiluðu sér þrátt fyrir knappan tíma í Búdapest.

Síðan hef ég heyrt í nokkrum í dag og allir eru glaðir og þykir þessi ferð hafa tekist sérstaklega vel.

Lokakvöldið í Kairó var einkar gómsætt og skemmtilegt. Þá bauð Hamisferðaskrifstofan til kvöldverðar á báti á Nílarfljóti og gæddu menn sér þar á hinum mestu kræsingum. JK þakkaði viðstöddum fyrir ferðina og lofaði frækilega frammistöðu Ragnheiðar Gyðu Jónsdóttur, aðstoðarfararstjóra. Guðrún S. Gísladóttir og Mörður Árnason mæltu fram ánægjuorð. Síðan var farið upp og stiginn dans um stund. Það er á engan hallað þó fullyrt sé að þar hafi dans Helgu Þórarinsd og Múhammeds gæds borið af.
Fyrr um daginn fór hluti hópsins til vinjabæjarins Fejum, nokkrir til Alexandríu og voru allir ánægðir. Þá voru allir sammála um að skynsamlegt hefði verið að Egypska safnið var skoðað í ferðalok og kom þá margt þar mönnum kunnuglegar fyrir eyru og augu en ella hefði verið.

Það sýndi sig í þessari ferð að Egyptaland hefur af miklu að státa eins og allir vissu og að menn voru stundum yfirþyrmdir af glæsileik og margbreytni fortíðar.

Í þessum 36 manna hópi myndaðist samstaða og vinátta og allmargir hafa þegar skráð sig í aðrar ferðir VIMA fólks eða amk látið setja sig á áhugalista. Hinu er svo ekki að neita að það getur alltaf komið fyrir að í ferðum sé einhver sem hefur ekki þroska til að fara á framandi slóðir og þaðan af síður að meðtaka land og þjóð á hennar forsendum en ekki þeirra sem utanaðkomandi eru. Slíkt telst til hvimleiðra undantekninga sem betur fer.

Svo vona ég að við getum haldið myndakvöld þegar ég kem aftur frá Sýrlandi og Jórdaníu síðari hluta apríl. Kannski ættum við að skipa nefnd í málið. Væri þá ráð að panta góðan sal, menn gætu skipt með sér að koma með eitthvað í gogginn. Óska eftir tilnefningum í nefndina. Svona 3-4, konum eða körlum.

GLEDILEGA PASKA

Egyptalandsfarar senda hinar blidustu paskakvedjur heim.
Klukkan her er nu um half ellefu ad morgni og eg var ad hitta nokkra ur hopnum sem foru i loftbelgsferd yfir svedid i morgun og voru their allir afskaplega hrifnir og fannst thetta hid mesta gaman. Thegar spurt var hvort menn hefdu verid lofthraeddir sagdi Vera ad hun hefdi liklega losnad vid sina lofthraedslu vid thetta. Orn ordadi thad svo ad honum hefdi lidid eins og domubindi med vaengi - fullkomlega oruggur.

Her er blessud blidan. Gudrun Valgerdur fermingarstulka er ad borda Noasirius paskaegg sem hun hafdi med ser ad heiman. Adrir eru dreifdir her um hotelsvaedid og nokkrir eru okomnir ur sinni seinni loftbelgsferd.

Vid forum i Karnakhofid seinna i dag og i kvold tokum vid naeturlestina aftur til Kairo.

Dagurinn i gaer gerdist einkum i Kongadolum og thotti monnum magnad ad skoda grafhysin og eins vakti holl skeggdrottningar mikla athygli manna. Vid forum og horfdum a hvernig their skapa muni ur alabastri og menn keyptu marga fallega muni thar.
\
Er nu farid ad siga a seinni hluta thessarar finu ferdar sem allir eru firnaanaegdir med. Og bidja ad heilsa

Egyptalandsfrettir

Godan fostudaginn langa
Erum komin til Luxor og skodudum nokkra merkisstadi a leidinni. Hotelid er glaesilegt og menn hafa badad sig i hinum ymsu sundlaugum og solin leikur vid hvern sinn fingur eins og hopurinn gerir. Hofum thad nadugt i eftirmiddag og i fyrramalid upp i konga og drottningadali og heimsaekjum musteri skeggdrottningarinnar.

Ohaett ad segja ad allt gengur eins og i godri sogu og Egyptaland er monnum mikid umhugsunarefni og allar thaer glaestu fornminjar sem her er ad sja og ekki ma gleyma mannlifi og nutima.
Timinn okkar i Kairo lukkadist lika prydilega. Vid forum ut ad piramidum, i papirusverksmidju, teppaskola og til Memfis hinnar fornu hofudborgar Ramsis karlsins.

Svo vaeri gaman ef thid sendud kvedjur til ferdafolksins og allir bidja ad heilsa.

Kvedjur fra Egyptalandsferdalongum

Godan kvoldid hedan fra Egyptalandi.
Vid vorum ad koma ur siglingu a Nil og horfdum a solina sokkva i fljotid og var fogur sjon. Eldsnemma i morgun saum vid solarupprasina uti i eydimorkinni thegar vid vorum a leid til Abu Simbel, hins volduga grafhysis Ramsis 2.
Ferdin gengur ad ollum oskum og allir eru hressir. Enginn hefur fengid i magann-7-9-13 og allir eru gladir i sinni.
Vid horfum reist um sidustu daga og i fyrramalid liggur leidin til Luxor og thar verdum vid naestu tvo daga og skodum Karnak, hof skeggdrottningarinnar, Konga og drottningadali og Orn er enn stadradin iu ad fara i loftbelgsferd thar.
I gaer skodudum vid Aswan stifluna og horfdum yfir Nasservatn, forum i musteri astargydjunnar og um kvoldid bordudu flestir saman. Thad hofum vid raunar gert thessi kvold, altjent meirihluti hopsins og nu a eftir hittumst vid og radum radum okkar tvi her er kl half sjo og vid thurfum ad vakna snemma og ganga tvi snemma til nada.
Eg skrifa vonandi meira annad kvold en allir bidja kaerlega ad heilsa og eru i sjounda himni held eg ad se ohaett ad segja.
Bless i bili

Sjóðurinn, Maher og fleira

Það er vert að minna Egyptalandsfara á enda góð vísa aldrei of oft kveðin: Allir ættu að vera búnir að rita sig inn kl. 13 á sunnudag. Muna að bóka farangur alla leið til Kairó og óska eftir brottfararspjöldum frá Kaupmannahöfn og helst alla leið. Það tekst venjulega. Farangur VERÐUR að tjekka alla leið því við höfum engan tíma í Höfn til að sinna því. Þetta vita allir og svo spyrja allir á síðustu stundu. Svo þetta er ítrekað hér enn og aftur. Sjáumst á sunnudag milli 11,30 og 13.

Birti hér númerið á reikningi þeim sem menn hafa verið harla rausnarlegir að leggja inn á vegna hugljómunarinnar um að búa til sjóð til styrktar stúlkum í Jemen og í flóttamannabúðum Palestínumanna.
1151 15 551130 og kt. 1402403979.
Reglugerð um þennan sjóð verður lögð fram á aðalfundi VIMA í apríl áliðnum.

Nokkrir vilja bætast í hópinn og taka þátt í að borga í Mahersjóðinn. Reikningsnúmer er 1147 05 401402 og kennitala hin sama. 2 þús. krónur á mann elskuríkast. Einnig vantar hugmyndir frá ykkur um hverjir vilja fara með hann hvert þegar hann kemur til Íslands í sumar. Góðir félagar hafa vissulega boðið sig fram í hitt og þetta en mættu vera fleiri. Hafið samband um það.

Síðast en ekki síst: Egyptalandsfarar alveg sérstaklega: Látið ættingja og vini hafa upplýsingar um þessa síðu. Ég skrifa inn á hana í ferðinni okkar og þá geta menn fylgst með ferðum okkar og sent kveðjur. Þetta höfum við alltaf gert í fyrri ferðum og það mælist vel fyrir.

Ég beíni þeim eindregnu tilmælum til ykkar að senda síðuna áfram og upplýsingar um hana. Bíð með óþreyju eftir að 10 þúsundasti gesturinn birtist.

Óman virðist slá í gegn

Ómanþátttaka virðist ætla að verða meiri en ég reiknaði með. Nú hefur 21 ákveðið sig- skuldbindingarlaust- í ferð sem ekki er plönuð fyrr en á næsta ári, þ.e. í febrúar 2006. Þetta finnst mér verulega skemmtilegt og rétt að íhuga hvort við getum ekki bara drifið í að halda fund með áhugasömum Ómaninum í lok maí áður en allir þyrpast í sumarfrí. Ef einhverjir vilja kíkja á þann fund aðrir en þeir sem hafa skráð sig hjá mér ættu þeir að láta mig vita því hann verður ekki auglýstur nema hér á síðunni og í tölvupósti.
Eins og ég hef sagt áður er hugsanlegt að hafa aðra Ómanferð ef fleiri bætast við því ég vil síður að við verðum yfir 20 í fyrstu ferð.

Mig langar til að biðja hvern þann sem fer inn á síðuna að senda hana áfram til amk. 3ja. Eftir því sem ég fer á fleiri fundi og tala ýmist um Arabíukonur eða kynni einhverja afmarkaða þætti þessa menningarheims verð ég vör við meiri og meiri áhuga á þessum ferðum og fólk sækir í að fá upplýsingar um þær.

Þá vil ég benda á að Arabíukonur koma varla í kilju fyrr en lengra en komið fram á vorið svo menn ættu að snara sér í að kaupa þessar sem eftir eru. Einnig hafa margir sýnt áhuga á INSJALLAH- Hún kemur trúlega í kilju í sumar en eitthvað er til af henni í búðum og ef ekki í verslunum þá amk hjá útgáfunni á Suðurlandsbraut
Sæl að sinni og munið að láta ganga.

Farsímar og fleira smotterí svo sem bólusetningar

Vegna fyrirspurna skal tekið fram að farsímar virka í Egyptalandi til og frá og í allar áttir.
Þegar hringt er til Egyptalands í þátttakanda í för okkar er bara einfalt númer en þegar Egyptalandsfari vill hringja heim verður hann náttúrlega að hringja út úr landinu 00 og síðan landsnúmerið 354 og svo heima/farsímanúmer þess sem hann vill ná í.

Það sama gildir nú orðið einnig um Sýrland og Jórdanía er einkar auðveld. Þegar að Jemen kemur veit ég ekki til að samningur hafi verið gerður, amk ekki síðast þegar ég vissi til. Á hinn bóginn eru netkaffi á hverju strái og á sumum hótelanna sem Jemenfarar dvelja á svo það ætti að vera hægur vandi að vera í sæmilega eðlilegu sambandi þar. Breytist hins vegar jafnskjótt og komið er til Jórdaníu, þá er símasamband í hinu ágætasta lagi.

Jemen/Jórdaníufarar eru minntir á bólusetningar fljótlega, æskilegt að gera það sex vikum fyrir brottför. Hafið því annað þriggja samband við Heiluverndarstöðina á Barónsstíg, heildugæslustöðina í ykkar hverfi eða heimilislækni ykkar.

Minni enn á að Egyptalandsfarar mæti tímanlega í brottför. Verð í brottfararsal frá kl. ellefu fyrir hádegi og til kl 13. Vænti þess að þá verði allir komnir í gegn. Ítreka í sjötugasta sinn að tjekka inn farangur alla leið til Kairó og engin vandkvæði á því og að sýna farmiðann til Kairó með miðanum til Búdapest og síðan Kairó. Munið einnig að lesa leiðbeiningar og hollráð vandlega og bið ykkur lengstra orða að merkja ykkur skv. umtali á fundinum á laugardag.

Vil taka fram að fundur með Jemen/Jórdaníuförum verður ca 3.maí eða fyrr. Það verður látið vita um það vandlega og hringt í þá sem ekki hafa netfang. Þá afhentir farmiðar ofl.

Einnig vil ég hvetja til að menn fylgist með aðalfundi VIMA sem verður frá 27.apríl til 2.maí eða þar um bil. Þar gerir stjórn VIMA ráð fyrir því að sjá sem flesta og biður um að nýir félagar og áhugasamir séu látnir vita um fundinn sem við munum þau auglýsa einnig í Fréttablaðinu og etv á einhverjum ljósvakamiðlum.
Munið svo að senda síðuna til amk 2ja-3ja utan VIMA svo við náum 10. þúsundasta gestinum fyrir Egyptalandsbropttför.
Sofiði síðan sætt og blítt.


FUNDIR LUKKUÐUST VEL MEÐ H'OPUNUM

Fundirnir í dag, laugardag, tókust prýðisvel.
Egyptalandshópurinn mætti kl. 14 e.h. og var rabbað um áætlunina, verð á hinu og þessu, hverjir hafa hug á að skjótast til Alexandríu eða fara í loftbelgssvif í Lúxor.
Bent var á ýmsa þætti sem mönnum kæmi vel að vita og var mikið spurt og spjallað og tilhlökkun í hópnum. Farmiðar og önnur gögn afhent en sú hefð hefur skapast að VIMA farþegar noti sérstakt merki með íslenska fánanum og skreyti töskur sínar á áberandi hátt. Allt auðveldar þetta og greiðir fyrir. Síðast en ekki síst fengu allir lista yfir ferðafélaga. Þá kom raunar upp úr dúrnum að mér hafði orðið léttilega á í messunni og sett Guðnýju Daníelsdóttur í herbergi með eiginmanni sínum svo og eiginmanni annarrar Guðnýjar í ferðinni. Þessu tóku allir af fullkominni léttúð. Nokkrir greiddu félagsgjöld og svo var kaffi og te og íranskt sætabrauð á boðstólum. Í þessari ferð mun Ragnheiður Gyða Jónsdóttir verða minn dyggi aðstoðarmaður.

Sýrlands/Jórdaníuhópurinn kom síðan kl. 16 og ekki var minni kæti þar, að mér fannst. Þar var útdeilt nýju áætluninni sem fékk góðan hljómgrunn enda augljóst að við erum á ívið fínni hótelum- og voru þau þó ágæt fyrir- og nokkrar uppákomur sem ekki hafa verið í fyrri ferðum enda um að gera að pússa og laga. Ég hef skipt um ferðaskrifstofu í Sýrlandi og líst vel á hana. Við munum þó halda okkar indæla sýrlenska leiðsögumanni og væntanlegum Íslandsgesti, Maher Hafez.
Á þessum fundi var að sjálfsögðu einnig kaffi og te og íranskt gúmmulaði.
Farmiðar voru ekki tilbúnir, enda stóð það ekki til, en þeir verða sendir öllum, eða ég bið fólk að sækja þá til mín einhvern daginn milli ferða. Þá ber að geta að einhverjir gengu í VIMA og/eða greiddu félagsgjöld sín.

Held að óhætt sé að segja að allir hafi verið í fegursta skapi á báðum fundum og þægilegur spenningur í fólki. Mæting var til fyrirmyndar og þeir sem ekki komu höfðu boðað forföll og falið öðrum að bera þeim þær upplýsingar sem var miðlað á fundinum. Fundirnir lofa góðu um ferðir ársins hjá VIMA. Munið að láta síðuna ganga til 2-3ja svo 10 þúsund náist fyrir brottför til Egyptalands. 7-9-13

Haustferð- vinsamlegast hugmyndir - Sendi hver síðu áfram til 2-5

Það kemur á daginn að ég hef losað mig úr verkefni því sem stóð til að ég þyrfti að taka að mér í byrjun september.
Svo þá liggur beint við að íhuga ferð.

Eftir þeim hringingum og fyrirspurnum sem ég hef fengið upp á síðkastið leita flestir upplýsinga um Sýrlandsferð - þá annaðhvort með Jórdaníu eða Líbanon.
Þess vegna kæmi til greina að hafa eina ferð í byrjun september. Jórdanía/Jemen kemur líka til álita og kannski væri ráð að menn segðu álit sitt á þessu.
Óman er enn á planinu fyrir febr. 2006 og stendur ekki til að breyta því og sama máli gegnir með Íran; við hinkrum um stund með það.

Mig langar til að vekja athygli manna á því að þessar ferðir kalla á að menn skrái sig tímanlega. Það heyrir til undantekninga ef hægt er að bæta fólki við þegar aðeins sex vikur eru í ferð. Þetta eru ekki sólarlanda eða afsláttarferðir þar sem menn hoppa inn.
Upplýsingar þarf að senda út til að greiða fyrir áritunarmálum, panta hótel og semja við flugfélög og ferðaskrifstofurnar og þetta útheimtir að menn geri því upp hug sinn með góðum fyrirvara. Það er svo sem nauðsynlegt líka að menn undirbúi sig- sálina altso- þó þetta séu alls ekki erfiðar ferðir.
Þetta er sagt af nokkrum erfiðum og gefnum tilefnum nú upp á síðkastið.

Ég bið menn líka að skilja að menn verða að sjá um tryggingamálin sjálfir. Í fyrsta lagi er johannatravel ekki ferðaskrifstofa og hefur engin slík leyfi/skyldur og réttindi. Við erum ferðahópur og púnktur.

Menn geta gert þetta á einfaldan hátt með því að bæta ferðatryggingu sem getur þess vegna verið tímabundin inn í heimilistryggingu sem flestir hafa væntanlega. Þar með er málið leyst.

Á hinn bóginn fá þeir sem eru í vildarklúbbi Flugleiða sem heitir víst alls ekki Flugleiðir lengur - sína púnkta því ég sendi Flugleiðum jafnan nöfn og kennitölur fyrir hverja ferð.

Minni enn á fundina á morgun kl. 14 og 16.
Látið heyra frá ykkur svo ég geti íhugað hvort við veljum Sýrland eða Jemen sem áfangastað í september. Eða kannski enga ferð. Lágmarksþáttaka í Sýrland er 25 og 18 í Jemen. Hugsið málið og hafið samband.
Til að 10 þúsundasti gestur komi á síðuna fyrir Egyptalandsbrottför bið ég hvern og einn sem fer inn á johannatravel að senda hana til 2ja-5. Koma þessu virkilega í gang, það er lóðið.

Sitt lítið af hverju og annað smálegt - en mikilsvert þó

Góðan daginn ljúfurnar mínar. Vona að allir hafi sofið vel.

Það fer að styttast í Egyptalandsferðina og allir verða að muna eftir fundinum á laugardaginn kl.2 í gamla stýró og svo er fundur Sýrlandsfara strax á eftir þ.e kl 4
Gott mál það og allir hlakka til. Ætla að svara hér þeirri fyrirspurn um hvort hægt sé að borga flugferðina til Abu Simbel með korti og eins ferðina til Fejun síðar í ferðinni. Og það er sem sagt allt í góðu með það.

ANNAÐ MÁL fyrir Egyptalandsfara: Vegabréfsáritun inn í landið kostar 13 evrur. Til að auðvelda málið er ég að hugsa um að þið borgið mér þessar evrur á leiðinni og þá snara ég þeim í forstýruna Amy sem vonandi kemur þjótandi og hún lofar að láta okkur renna þægilegar í gegn. Við skulum allavega miða við þetta og ef það gengur ekki eftir að þetta verði til hægðarauka, - nú þá dregur maður bara djúpt andann og segir við sjálfan sig: Maður er nú í Egyptalandi - insjallah.

Samt er ég ekki alls konar lukkuleg. Því enn eru nokkrir sem hafa ekki greitt síðustu greiðslu fyrir Egyptaland. Þetta er ekki gott mál og ef ég væri ekki með mína pottþéttu Sýrlands/Jórdaníufara sem borga sem óðir - þá væri ég í vondum málum. Auðvitað þakka ég öllum þeim sem HAFA borgað og bið þessa fáu sem enn hafa ekki gert upp ferðina að gera það á morgun, mánudag.
Nokkrir hafa borgað aukalega upphæð og hafa tekið fram að það eigi að renna í sjóðsstofunina okkar og kærar þakkir fyrir.

Ég býst við að VIMA haldi sinn fyrsta aðalfund í apríllok, þ.e. eftir að Sýrlandsferð er lokið og áður en farið verður til Jemen í maí. Þá skulu allir hafa greitt árgjaldið, 2.000 kr.
Væntanlega tekst að leggja fram hugmyndir að næstu ferðum þá. Endilega hafið þetta bak við eyrað.

Hef beðið gjaldkera VIMA, Guðlaugu Pétursdóttur að koma á fundina 12.mars með kvittanahefti á lofti og væri afskaplega vel þegið ef menn borguðu bara árgjaldið þá- þeir sem ekki hafa þegar gert það. Athugið líka að aðalfundarboð verða send út til þeirra sem ekki hafa imeil. Og nýir félagar eru velkomnir og meira en það - þeim er tekið fagnandi.

Síðan ég kom frá Íran á þriðjudag hef ég verið að stússa í alls konar formsatriðum varðandi ferðirnar og hef einnig farið í eina tvo fyrirlestra, annan hjá hinum sigursælu Borgarholtsskólanemum og hinn hjá heldri borgurum á Aflagranda. Það sama verður uppi á teningnum í næstu viku. Gaman að því líka hvað margir leshringir eru að kynna sér Arabíukonurnar.

Bið svo þá sem eru með Óman í huga svo og Íran að láta vita. Hef þegar ansi drjúgan hóp á hvorum og vonast til að af þeim verði. Ef fleiri vilja bætast við hafið þá samband.

FUNDUR 12.mars í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu

Sæl öll
Minni á fund fyrir Egyptalandsfara þann 12.mars kl. 14 í gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu kl 14 eh. Þar afhendi ég miða og önnur nauðsynleg ferðagögn. Nauðsynlegt að allir komi eða sendi einhvern fyrir sig.

Sama dag kl. 16 er svo fundur með Sýrlands/Jórdaníuförum. Hann er haldinn vegna þess að margir hafa bæst við síðan við vorum með okkar litla fund fyrir æðilöngu og til að kynna nákvæmlega nýju áætlunina og þess háttar.
Vona að allir mæti þar líka og láti vita ef þeir komast eða komast ekki.

Við drekkum kaffi og te og gæðum okkur á bakkelsi sem ég keypti í Íran. Eigum notalega stund, vonandi, á báðum þessum fundum. Margblessuð í bili, nú bruna ég á minni öldruðu Renault bíl upp í Borgarholtsskóla að ræða um islam við áhugasama nemendur og vinningsmenn úr Gettu betur í gærkvöldi.

ENDILEGA LÁTIð HEYRA FRÁ YKKUR. Sumir hafa þegar látið vita og ekki nauðsynlegt að endurtaka það. Og munið svo síðustu greiðslu fyrir 5. mars. Varð að breyta því og stytta tímann því Egyptalandsfarar einkum og sér í lagi voru sumir ansans ári seinir að borga í febrúar og eins og ykkur er ljóst er johannatravel ekki fyrirtæki og rís ekki undir töfum á greiðslum. Hafið það því bak við bæði eyrun.

I stórhættu í Íran - lokaðist inni á salerni!!!!!

Já, það má nú segja að maður getur lent í mikilli hættu í framandi landi eins og Íran. Til dæmis í gærkvöldi lokaðist ég inni á þessu ágætis salerni á flugvellinum í Isfahan í Íran . Það var einhver skvaðalegast hætta sem ég varð fyrir í þvísa landi. En með klókindum greiðunnar minnar tókst mér að komast út heil á húfi. Um þær sömu mundir var fluginu breytt til Teheran og minn góði og bráðfyndni gæd, Pesjman var að hlaupa um allan völl til að tryggja að ég kæmist á fyrra kvöldflugi til Teheran svo ég næði vélinni til Amsterdam. Það stóðst á á endum um svipað leyti og greiðan náði mér klókindalega út af blessuðu klósettinu hafði gædinn bjargað öðrum málum og ég þeysti í virðulegra manna fylgd út að vél.
Mér finnst Íran auðvelt land til ferðalaga og mun nú stefna að því að við komumst þangað. Þar er nýr heimur og spennandi og þó allt öðruvísi en hinn arabíski heimur, í menningu, í minjum, mannlífi, hefðum og svo framvegis. En afskaplega áhugaverður heimur og í rauninni ekki neitt svakalega dýr nema flugferðir og kannski gisting. Kanna það með vorinu og læt vita.

Get ekki stillt mig um að segja frá skondnu atviki á basarnum í Isfahan í gær -eða var það það í fyrradag. Maður ruglast létt í svona hektískri ferð. Allavega ég mætti eins og sönnum Islendingi sæmir á markaðinn og kom þá geðslegur náungi með hjólbörur og bauð hina merkustu trefla til sölu. Eftir að hafa horft í augu mannsins og kannað treflana spurði eg svo um verð fyrir þesa forláta vöru:
- Tveir Khomeini fyrir trefil, sagði maðurinn og hver getur staðist slíkt tilboð. Khomeini ere á 10 þús króna seðli og venjulega tala þeir um GRÆNAN seðil en nú var Khomeini kominn í staðinn og það segir sig nokkurn veginn sjálft: Ég keypti tvo trefla á samtals fjóra Khomeini og fékk svo þrjú einstaklega falleg fiðrildi(nælur) í kaupbæti.

Fer nú senn að setja saman alvöru 'Iransprógramm. Það tekst vonandi því ég sé ekki betur en við séum komin í samband við góð'a ferðaskrifstofu í Teheran. Fylgist grannt með því.

Og svo minni ég alla á að borga inn á sínar ferðir. Þeir sem vilja eins manns herbergi í Egyptalandi elskuríkast gerist upp snarlega, hef gefið upp upphæð og í þetta sinn bið ég einnig Sýrlandsf/Jórdaníufara að borga fyrirfram vegna eins manns herbergis því ég þarf að gera það upp fyrir brottför þangað og raunar mjög fljótlega.