VEL SÓTTUR AÐALFUNDUR VIMA

Fyrsti aðalfundur VIMA - Vináttu og menningarfélags Miðausturlanda var í Kornhlöðunni í dag, laugard. 30.apríl og var þar vel mætt að venju og hátt í fimmtíu manns mættu á fundinn.
Í skýrslu JK formanns VIMA kom fram að á fyrsta starfsári voru haldnir tveir almennir fundir, annar í október og hinn í janúar. Við stofnun gengu 60 manns í félagið en nú eru félagar 160. Á því starfsári sem er liðið frá síðasta fundi hefur verið ein ferð til Jemen/Jórdaníu, ein til Líbanons/Sýrlands, önnur til Sýrlands og Jórdaníu og ein til Egyptalands og hefur verið mikil ásókn í ferðirnar. Eftir viku fer svo hópur til Jemens og Jórdaníu.
Minnst var á að til athugunar væri að þeir sem skráðu sig í ferðir yrðu að vera félagsbundnir í VIMA vegna þess hve aðsókn væri mikil í þær. Einnig var greint frá stöðu Maherheimsóknarmála og vikið að sjóðstofnuninni sem á að styrkja jemenskar stúlkur í nám og veita aðstoð til stúlkna í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon.
Loks var sagt frá ferðum 2006 og lá frammi kynningarblað um þær. Auk þeirra ferða sem þegar hafa unnið sér sess stendur til að fara til tveggja nýrra áfangastaða Óman í febrúar og Íran í september.
JK benti á að það væri aðkallandi að menn skráðu sig í ferðir með góðum fyrirvara enda hafa margir tilkynnt um áhuga á þeim öllum.
Guðlaug Pétursdóttir, gjaldkeri kynnti reikninga félagsins og endurkosin voru í stjórn:
Jóhanna K, formaður
Guðlaug Pé, gjaldkeri
Ragnheiður Gyða, ritari
Edda R varaformaður
og Birgir Johnsson varamaður í stjórn.
Guðrún S. Guðjónsd. er áfram endurskoðandi félagsins.


Að loknum aðalfundarstörfum talaði Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður um ferð nokkurra íslenskra þingmanna til Palestínu og Ísraels fyrir nokkru. Hún sýndi og myndir þaðan og höfðu myndir og frásögn mikil áhrif á viðstadda og var Guðrún margs spurð.

Nokkrir gerðu upp félagsgjöld en annars munu gíróseðlar einnig verða sendir út á næstunni. Aðrir lýstu vilja sínum til að leggja í Fatímusjóðinn og svo var skrafað yfir kaffi og te og hnallþórum og fundi slitið kl. rúmlega fjögur.

AÐALFUNDUR VIMA Á MORGUN, LAUGARDAG

FYRSTI aðalfundur VIMA verður á morgun, laugardag 30.apríl í Kornhlöðunni og hefst kl 14 e.h. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

Dagskrá fundarins verður sú að lesin er upp skýrsla stjórnar um starfið á þessu fyrsta ári. Reikningar liggja frammi og síðan er stjórnarkjör.

Undir liðnum önnur mál mun Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður, segja frá för nokkurra íslenskra þingmanna til Palestínu og Ísraels og sýna myndir.

Stjórn VIMA hefur ákveðið að bjóða félögum upp á kaffi eða te en vilji menn meðlæti greiða þeir fyrir það.

Þá liggja frammi ferðaáætlanir fyrir árið 2006 og etv verður ein ferð í byrjun september en það er ekki ákveðið enn. Við vonumst til að sjá ykkur.

Á ÉG AÐ TR'UA ÞV'I???

Ég ætla að hafa þennan pistil í grænum lit-liti vonarinnar. Því ég ætla að leyfa mér að vona að það sé framkvæmdaleysi hjá ýmsum fremur en eitthvað annað að ótrúlega margir Sýrlandsfarar hafa enn ekki greitt inn á reikninginn 1147 05 401402 kt.1402403979 svo að við getum staðið myndarlega að boðinu til Mahers Hafez, okkar elskulega leiðsögumanns í Sýrlandsferðum.
Nú þarf senda alls konar plögg og gögn út og síðan borga miða og ótal margt annað.
Upphæðin var og er 2000 kr. á mann og ég trúi varla fyrr en ég tek á að hátt íþriðjungur vilji ekki vera með í þessu.
Það eru allir sem vita af þessu en nokkrir hafa ekki imeil og ég vil biðja þá sem vita um það að ýta vinalega á þá viðkomandi.

Nú hefur verið margtekið fram að þetta er engin skylda en samt virtust allir vilja vera með en eitthvað hefur lent í útideyfu. Svo ég ætla að vera bjartsýn og vona að það fljúgi inn á reikninginn slatti af greiðslum næstu daga.

Sýrlands/Jórdaníufarar eru komnir heim

Við komum heim núna í eftirmiðdaginn og var ferðin heim nokkuð ströng eins og dagskráin sagði til um, en allir báru sig vel og kvöddust með virktum á Keflavíkurflugvelli. Vonandi höldum við svo myndakvöld og samveru undir mánaðamótin maí/júní. Þá hafa allir sorterað áhrif og upplifun, skoðað myndir og njótum þess að hittast.

Ég vona að sem allra flestir í ferðinni gangi í Vináttu og menningarfélag Miðausturlanda, þ.e. þeir sem ekki hafa þegar skráð sig og skulu þeir hafa samband við gjaldkera VIMA Guðlaugu Pétursd. gudlaug.petursdottir@or.is og árgjaldið er aðeins 2000 krónur.

Vima heldur aðalfund á næstunni og allir félagar fá tilkynningu þar um.

Síðustu dagar ferðarinnar voru einkar indælir. Öllum fannst ferðin til Jórdaníu frábær en ég held þó að Sýrland standi huga flestra enn nær. Allir voru kátir að hitta Maher á landamærunum og við byrjuðum á að fá okkur hollar og bragðgóðar kebabsamlokur en tjekkuðum okkur svo inn á Semiramis.
Dagurinn næsti var undur góður. Á þjóðminjasafnið í Damaskus um morguninn og síðan dreifðust menn um gömlu borg eða upp í Hamrastræti og eftir föggum um kvöldið að dæma höfðu margir gert hin bestu kaup.
Abdelkarim forstjóri Omyad ferðaskrifstofunnar sem sá um Sýrlandslegginn kom um kvöldið og færði öllum herlegt sýrlenskt sælgæti og almanak og var hann hylltur, mjög að makleikum því hann lét sér afar umhugað um hópinn allan tímann.
Rétt er líka að geta þess að Discovery í Jórdaníu gerði það heldur ekki endasleppt við okkur, bauð í dýrindis hádegisverð á Marriott við Dauða hafið og síðan var Auði afmælisbarni færð afmælisgjöf frá þeim, fallegur vasi og dæmigerður fyrir Jórdaníu.

Síðasta daginn færðum við okkur á Ebla Cham hótelið og var það fyrir velvilja Abdelkarims að við fengum þar inni, ella hefði dagurinn og ferðanóttin orðið ansi erfið. Þar fengu menn að vera þangað til við fórum út á völl kl rétt fyrir tvö um nóttina, þ.e. í gær - svo fremi ég sé ekki orðin algerlega rugluð í dögunum. Flestir gátu farið á Omyad veitingahúsið síðasta kvöldið og borðað þar og horft á Darvisjdansa og fannst mönnum það harla mikilfenglegt. Þeir sem ekki treystu sér þangað borðuðu á Ebla Cham í boði Omyad.

Ég heyri ekki betur en allir sem ég gat kvatt í dag hafi verið meira en lítið kátir og ýmsir hyggja á frekari VIMA ferðir.
Gaman væri að sjá sem flesta á aðalfundinum og sendi ykkur tilkynningu um hann þegar ég hef haft samband við þær stjórnarkonur sem hafa undirbúið hann meðan ég var í burtu. Er að verða þegjandi hás vegna mikillar raddnotkunar síðasta hálfa mánuð en hún skilar sér vonandi ef ég reyni að halda mér að mestu saman næstu daga. Mestu skiptir að allir eru glaðir.

Um vaentanlegar ferdir-

Thad hafa borist allmargar fyrirspurnir um naestu ferdir VIMA felaga. Og skal tvi tekid fram ad thaer eru eftirfarandi
Syrland-Jordania(eda Libanon) sept 2005 - lagmarksfjoldi 26

Oman februar 2006
Egyptaland mars 2006
Syrland Jordania( eda Libanon) april 2006
Jemen Jordania mai 2006

Iran sept 2006

Allir sem hafa lyst ahuga sinum thurfa ad itreka thatttokuvilja sinn tvi eg stefni ad tvi ad halda fund med folki i byrjun juni vegna thessara ferda.

Iranaetlun er komin til min og eg lit a hana eftir heimkomu a manudaginn 25.apr.
Latid vita og berast til theirra sem thid vitid ad hafa ahuga.
Bless i bili

Jemen-Jordaniufarthegar ATHUGID

Hef ekki getad athugad almennilega hvernig mal standa med sidustu greidslur Jemen Jordaniuferdalanganna i mai. Thaetti vaent um ad their sem eiga eftir ad gera upp sidustu greidslu vippi ser i thad snarlega.

Fundur med theim hopi verdur haldinn sirka viku fyrir brottfor, t.e thegar midar fra Royal Jordanian eru komnir til min.

Dyrdardagar i Jordaniu

Godan daginn
Dagar i Jordaniu hafa verid fullir af kaeti og anaegju. Ferdin til Petra var serstaklega skemmtileg og folk fell i stafi yfir tvi sem thar bar fyrir augu. Um kvoldid heldum vid afmaelisveislu Audar med tertu og afmaelissong.
Naesta morgun inn i Wadi Rum thar sem bed'uinastrakar keyrdu okkur a jeppum um thetta einstaka landslag og skodudum vordurnar sem menn notudu fordum daga thegar their foru um sandana og eru raunar meira en vordur, thar eru auglysingar lika, allt fra tvi ad ulfalda er saknad og upp i trulofunartilkynningar.
Komum aftur til Amman i gaerkvoldi og nu eru flestir uppi i morgunmat eda ad skoda sig um nidri i gamla borgarhlutanum, en Krist'in Kjartansd kom og nadi i Doru og Magnus og aetlar ad runta med thau eitthvad um.
Stefania Khalifeh raedismadur hefur verid hopnum hjalparhella thegar a hefur thurft ad halda. Hun kikir til okkar a eftir adur en vid forum aftur til Damaskus kl. 12 a hadegi.
Tha hefur Sami gaed(hann var lika i Jemen-Jordaniu i fyrra) slegid i gegn hja hopnum.
Hopurinn er storfinn og samstada og stemning i hinu fegursta lagi.

Vid erum i Jordaniu

Godan daginn
Vid SYrlands og Jordaniufarar komum til Jordaniu i gaer. Kvoddum Maher Hafez med tarum vid landamaerin en hittum hann svo aftur sidustu tvo dagana. Sami leidsogumadur jordanskur og sa sami og var med Jemen-Jordaniufolki i fyrra tok a moti okkur. Byrjudum a ad skoda Jerash sem er tilkomumikil borg fra Romverjatimum og raunar finnast thar menjar eldri sidmenninga. Bordudum a fallegum stad i grenndinni og menn gladir i sinni. Ekki minnkadi anaegjan thegar vid komum til Amman tvi hotelid er hid glaesilegasta sem vid hofum verid a i ferdinni og hafa tho oll verid god. Stefania Khalifeh raedismadur okkar her i landi og Kristin Kjartansdottir komu og bordudu med hopnum i gaerkvoldi. Dora Thorhallsdottir og Kristin Kj. eru gamlar kvennaskolavinkonur og annar ferdafelagi Holmfridur Bjornsdottir hafdi hitt Stefaniu tvi hun er tengd Margreti Hermanns Audardottur sem hefur baedi verid her vid uppgroft og rannsoknir og thekkir Stefaniu vel.

Dagurinn thar a undan for adallega i keyrslu en gerdur godur stans i Krak de Chevaliers thar sem menn gaeddu ser a gomsaetum mat og allir heilludust af hinum athyglisverda og flinka tjoni Omaran.
Nu a eftir aetlum vid svo upp a Nebofjall og sidan ad Dauda hafi. Thar bydur Discoveryferdaskrifstofan i hadegisverd a Marriott og svo busla menn og svamla i hafinu og eda sundlaugum hotelsins fram eftir degi.
Allir bidja fyrir bestu kvedjur heim og eru i hinu fegursta standi og hopurinn samheldinn og storfinn.

Syrlandsfarar i Aleppo

Godan daginn oll
Margt hefur drifid a daga okkar sidan eg hafdi tok a ad komast i ad skrifa. Vid erum i Aleppo og i augnablikinu eru flestir ad versla a markadinum og sja thar margt girnilegt eftir pokum ad daema. Seinna i dag aetlar meirihlutinn i tyrkneskt bad og a morgun haldid aleidis til Damaskus med vidkomu i Krak de Chevaliers.
I gaer var heimsott Simonarkirkjan og Tjodminjasafnid og i kastalavirkid og um kvoldid bordad a theim dyrdarstad Beit Wakil. Erum her a Diwan Rasmy hoteli sem er einkar fallegt hotel.
Dvolin i Palmyru var mognud. Bjuggum thar a hotel Zenobiu en seinni nottina gistum vid uti i eydimerkurbudunum Abbasid. Thar eru heitar laugar og bodudu menn sig og sidan fineris kvoldverdur. Forstjori ferdaskrifstofunnar Abdelkarim og Amal kona hans komu theysandi fra Damaskus til ad heilsa upp a okkur.
Eftir kvoldverdinn var slegid upp beduinaballi og thau ferdaskrifstofuhjon faerdu afmaelisstulkunni Steinunni Stephensen afmaelistertu og fallega gjof storan innlagdan kassa.

Thad bidja allir fyrir kaerar kvedjur heim.
Adeins i leidinni, sa kassu af fyrirspurnum um ferdirnar og mun svara theim eftir heimkomuna hedan.
Sael ad sinni

Fra saelum Syrlandsforum

Vid leggjum af stad til Palmyru a eftir, med vidkomu i Malulah og natturlega verdur stoppad vel og raekilega i Bagdad Cafe. I augnablikinu er Maher med nokkra kaupthyrsta uti a handverksmarkadi.
Her er sol og blida og allir eru katir og gladir. Vid lentum adfararnott manudags kl 4 ad stadartima og vorum komin i gegn a metttima og ollum toskum med raudum bordum hafdi verid radad snyrtilega fyrir okkur. Maher var vitaskuld maettur og farid a hotel Semiramis i Damaskus. Ferdaskrifstofan Omyad sem ser nu um hopinn hafdi samid vid hotelid ad vid fengum spes thonustu og gatum tvi lurt til kl 11 ad morgunverdur var fram borinn.
Eftir hadegid var keyrt upp a Kassiounfjall og horft yfir Damaskus og svo var rullad nidur i Baradadalinn og fundid gott te og vatnspipuhus. Thar vorum vid einu utlendingar en Syrlendingar tvi fjolmennari og Bjarnheidur var tekin i eitt fjolskyldubodid og fleiri blondudu gedi vid hina glodu og katu Syrlendinga. Vid skutludum okkur svo i Ananiasarkirkju og hrifust menn af theirri yfirlaetislausu helgi sem thar er. Thegar her var komid sogu voru menn ordnir svangir aftur og sumir vansvefta nokkud svo vid settumst a besta samlokustadinn i gomlu borg og fengum okkur hressingu adur en vid skodudum Omyadmoskuna. Thora Fridriksd var slaem i fotum svo JK kynnti hana fyrir Hasan dukamanni sem er med verslunina tharna vid moskuna og hun beid thar medan vid skodudum moskuna og thotti monnum mikid til um. Af Thoru er thad ad segja ad hun hresstist oll vid heimsoknina til Hasans.
Bordudum hinar mestu kraesingar her a hotelinu i gaerkvoldi en flestir ef ekki allir gengu snemma til nada og af theim sem eg hef hitt i morgun virdist ad nu hafi allir nad fullum og godum svefni og til i allt.
Eg a ad skila godum kvedjum fra Maher til allra sem sendu honum kvedjur og gladning og svo bidur hopurinn ad sjalfsogdu kaerlega ad heilsa heim.

Tvíburar ferðaglaðastir meðal VIMA félaga

Athyglisverð mannfræðikönnun mín segir að fólk í tvíburamerkinu sé ferðaglaðast. Það er amk reynsla úr ferðum VIMA frá september 2003, apríl og maí 2004, september 2004, mars 2005 og tók með Sýrlandsferð sem hefst á morgun og Jemenferðina í maí.
Listinn lítur svona út
1. Tvíburar
2.3. Hrútar og krabbar
4. Fiskar
5.6 Bogmenn og ljón
7. Naut
8.9 Vogir og steingeitur
10.11. Jómfrúr og vatnsberar
12. Sporðdrekar

Hef ekki fengið áætlunina fyrir Íransferð og kem henni því ekki á framfæri fyrr en eftir að ég kem aftur frá Sýrlandi og Jórdaníu. Ég get ekki bætt við á áhugasama listann nema 2-4. Einnig er Óman sem sagt fullskipað, gæti sett þar inn 2-3. Stefni að því að halda fund með þessum síðla maí.
Vonast svo til að menn fylgist með Sýrlands og Jórdaníuförum. Sæl að sinni

Sendið síðuna til kunningja svo þeir geti fylgst með. Íranferð að verða fullskipuð ofl

Mig langar að benda væntanlegum Sýrlandsförum á að láta ættingja og vini hafa síðuna svo þeir geti fylgst með ferðinni og ef til vill sent kveðjur. Allir Sýrlands/Jórdaníufarar hafa nú sótt miða sína og allir ætla að vera mættir sæmilega snemma á sunnudag til að tjekka inn farangurinn alla leið til Damaskus og helst fá brottfararspjöld alla leiðina til Damaskus sem greiðir fyrir. Munið vegabréfin, elskurnar mínar. Munið líka að merkja töskur með rauðu borðunum og vinsamlegast berið barmmerkið.

Sýrlandsfarar eru kátir yfir því að Jórdaníudagskrá virðist einkar hugnanleg. Íslensku konurnar þrjár sem eru búsettar í Amman geta vonandi hitt hópina eitthvert kvöldið okkar þar enda kom náttúrlega upp úr dúrnum að ýmsir kannast þar við gamlar skólasystur eða jafnvel kennara sem áhugi er á að hitta.

Þá langar mig að geta þess að Íranferð er að verða fullsetin og ég á von á því að bráðabirgðaáætlun gerði jafnvel birt áður en ég fer með hópinn 10.apríl. Fylgist því með á síðunni. Verð er þó ekki klappað því flugverð er enn óljóst en ég hygg að þessi ferð verði ekki tiltakanlega dýr. Rétt er að taka fram að það er möguleiki á Sýrlandsferð í byrjun september en þá er beinlínis NAUÐSYNLEGT að fólk gefi sig fram hið allra allra fyrsta.

Maíferðalangar til Jemen/Jórdaníu hafa verið ötulir að greiða inn á ferðina og sumir hafa fullgreitt og takk fyrir það.

Ég veit ekki enn hvort áætlun Ómanferðar í febrúar 2006 verður tilbúin á aðalfundi VIMA í lok apríl en mun gera mitt besta þegar komið er heim frá Sýrlandi/Jórdaníu.

Það vantar enn amk eina hressa manneskju, karl eða konu til að undirbúa myndakvöld vegna Egyptalandsferðarinnnar nú í mars.

Nauðsynlegt er og beinlínis aðkallandi að áhugasamir um Egyptalandsferð á næsta ári láti í sér heyra. Hef hugsað mér nokkrar breytingar á henni. svo sem að flogið verði frá Kairó til Aswan og einnig reikna ég með að sniðugt væri að bæta við amk. einum degi í Kariró, annað hvort í byrjun ferðar eða í lok hennar. Það hækkar náttúrlega verð en ekki að neinu marki. Ferðaskrifstofufrúin okkar Amy í Kairó er öll af vilja gerð. Hún var mjög ánægð að hitta hópinn síðasta kvöldið og bað fyrir sérstaklega hlýjar kveðjur í imeili sem hún sendi mér eftir að við komum heim.

AÐALFUNDUR Í APRÍLLOK

Stjórn VIMA hittist á laugardaginn var 2.apr. til að ákveða aðalfund félagsins sem á samkvæmt lögum að vera fyrir apríllok. Það stenst á endum að við áformum að halda hann 30.apríl og fá allir tilkynningu um stað og stund þegar nær dregur. Fundarboð verða send í pósti til þeirra sem hafa ekki netfang.

Sýrlands/Jórdaníufarar búa sig nú til ferðar næsta sunnudag og fá miðana sína um miðja viku en fundur hefur þegar verið haldinn. Þeim er bent á að muna eftir að binda rauðu borðana á töskur sínar og nota barmmerkið. Þetta greiðir fyrir og hjálpar okkur og var sú reynsla í Egyptalandi einkar góð af þessu fyrirkomulagi.

Það hefur töluvert verið spurt um ferðir næsta árs og nokkrir hafa skráð sig í þær ferðir sem eru á dagskránni. Áhugi á nýju löndunum Íran og Óman er skemmtilegur og fari þeir allir til Ómans sem látið hafa í ljós hug á því er ferðin að verða full svo og Íran. En einnig stendur Sýrland fyrir sínu og Jemen virðist koma sterkt inn. Athuga að þar sem og í Íran og Óman er fjöldi takmarkaður. Þeir sem hafa ekki haft samband vegna þessa ættu að gera það. Vænti að ég hafi áætlun tilbúna í sæmilegu standi eftir að ég kem með hópinn til Jemen/Jórdaníu í maí.
Svo munið að hafa samband.