Hverjir eru ötulastir ferðalanga?

Góðan daginn og takk fyrir viðbrögð við pistlinum í gær.
Meðan ég er að jafna mig á fráhvarfseinkennum að vera ekki á leið í ferð eftir tíu daga og undirbý bara myndakvöld, nokkra fyrirlestra og sendi kvittanir til Íransfara sem eru duglegir að borga hef ég unnið vísindalega könnun á því hvaða stjörnumerki eru iðnust við að fara í ferðir.
Miðað er við allar ferðir frá september 2003 og að meðtalinni Íransferðinni í haust lítur listinn svona út.

1. Krabbar (talsverðir yfirburðir)
2. Hrútar
3. Tvíburar
4. Fiskar
5. Vatnsberar
6. Bogmenn
7. Steingeitur
8.-9 Sporðdrekar og naut
10. Ljón
11. Jómfrúr
12.Vogir

Man ekki svo gjörla hvernig listinn leit út síðast en vogir sitja í neðsta sæti því jómfrúin hefur tekið sig stórum á en mættu gera betur. Vatnsberar hafa líka bætt sig talsvert.

Myndakvöld Sýrlandsfara
Vantar enn fáein svör frá Sýrlandsförum um þátttöku í myndakvöldi þann 6.júní en sendi bréf í gær og þá kom góður kippur og allt jákvætt. Þetta var mjög fínn hópur og ég vonast sem sagt til að flestir mæti. Endurtek að ykkur er velkomið að taka með gesti en væri gott að vita um það fyrirfram þar sem ég þarf að láta vita fjöldann svona sirkabát.

Bók í burðarliðnum
Get trúað ykkur fyrir því að auk þeirra ótal bóka sem Jemen/Jórdaníufarar hafa í smíðum úr síðustu ferð ætla ég svo að nota tímann í sumar til að skrifa litla bók - insjallah auðvitað- um ferðir á Miðausturlandaslóðir.
Hef látið mér detta í hug að það gæti verið svona hvort tveggja í senn persónuleg upplifunarbók og upplýsingar um svæðið og ekki síst alls konar praktískar ráðleggingar sem gætu komið að gagni. Hef þegar lagt að þessu létt drög og vonast náttúrlega eftir ljúfum og góðum undirtektum þegar og ef ég lýk þessu. Ætla ekki að flýta mér svo þetta verður ekki JÓLABÓKIN í ár, altso.

Hugleiðing um peninga, hugarflug og fleira spaklegt

Mín vænu
Fyrir kemur að ég heyri frá fólki sem hefur hug á að fara í ferðir johannatravel en finnst þær of dýrar. Þetta heyri ég á hinn bóginn aldrei eftir ferðirnar og bendir það vissulega til að menn telji sig fá töluvert fyrir snúðinn sinn.

Ein ástæðan býst ég við að sé sú, að ég kynni ferðirnar öðruvísi en ferðaskrifstofur. Hjá okkur er miklu meira innifalið og í stað þess að auglýsta
hundódýra ferð þar sem ekkert er reiknað inn nema í mesta lagi flugfar og gisting er allt talið inn í. Svo sem allar skoðunarferðir, aðgangseyrir á sögustaði, áritanir og allir skattar, oftast máltíðir að nokkru eða öllu leyti svo nokkuð sé nefnt.

Nýlega auglýsti t.d. ein gagnmerk ferðaskrifstofa vikuferð til Egyptalands, þar sem einmitt nákvæmlega þetta var reiknað inn í og síðan var allt sem við átti að éta aukalega greitt og þegar ég hafði lagt saman og dregið frá(það var reyndar fátt) reyndist ferðin vera meira en tvöfalt dýrari en hún var kynnt í upphafi.

Þessi aðferð finnst mér vera plat og vil ekki nota þessi vinnubrögð. Þau eru ekki ærleg að mínu viti. Það er langtum betra að fólk viti nokkurn veginn pottþétt hvað það fær og að sem allra minnstur aukakostnaður verði. Nema náttúrlega fyrir sérstökum útgjöldum og innkaupum.

Mig langar til að biðja ykkur að láta þennan pistil ganga og þá helst til þeirra sem hafa ekki farið í ferðirnar en ég hef grun um að margir vilji kynna sér þær en viti ekki svo gjörla hvar upplýsinga skal leita.

Það skal svo ítrekað að þó að enn sé tími til stefnu verð ég senn að heyra frá þeim sem hafa hug á ferðum ársins 2007. Þær eru
Óman í febrúar.
Íran í mars
Jemen/Jórdanía um páska 2007.
Sýrland að hausti 2007.

Ferð til Armeníu, Georgíu og Azerbajdan hangir enn í lausu lofti því ég kemst varla til að kanna það með rannsóknarleiðangri fyrr en eftir Íranferðina í haust.

Vona að flestir Jemenstúlknastyrktarmenn fái í dag eða á morgun upplýsingar um stúlkurnar sínar.

Loks má taka fram að það væri hugsanlegt að þrýsta einum kvenþátttakanda inn í Íranferðina í september því eina sérlega elskulega frú vantar traustan og góðan herbergisfélaga.

Sem sagt hver láti ganga til amk. þriggja. Þá mun öllum vel farnast og lukkan leika við hvern sinn fingur.

Sálin - strákar og Sýrlandsmyndakvöld og nokkur aukagullkorn

Sæl öll
Hef sent Sýrlandsförum tilkynningu um myndakvöld okkar 6.júní. Var ekki hægt að fá húsnæði á öðrum degi og vona að sem allra flestir sjái sér fært að koma.

Þá hef ég beðið Íransfara í sept. að yfirfara upplýsingar og senda mér vegabréfsnúmer þeirra sem hafa ekki ferðast með mér áður eða hafi menn breytt um vegabréf. Ekki láta þetta dragast. Þarf að koma þessu út á fimmtudag í síðasta lagi. Seinna verður svo frá því sagt hvenær við hittumst til að fylla út formlegar umsókniþ

Fjórir styrktarmenn hafa bæst við fyrir næsta skólaár fyrir rollinga í Jemen. Takk fyrir þaðþ
1. Helga Kristjánsdóttir styður Jamal Hammid Al Summary sem er 6 ára og byrjar í skóla með haustinu. Hann hefur fengið áhuga á að fara í skóla með því að fylgja móður sinni í miðstöð YERO síðan hún fyrjaði á starfsfræðslunámskeiðinu.
2. Högni Eyjólfsson hefur þegar greitt fyrir Rabbi Abdulla Al Sarabee sem er 9 ára og er í 3. bekk
3. Guðmundur Pétursson hefur tekið að sér Wadee Abdulla Al Sarabee og er 13 ára strákur í 6. bekk.

Fjórði drengurinn er Mohammed Jamil Shraf Al Salwee sem er 9 ára. Styrktarmaður hans á rétt eftir að staðfesta það við mig. Ef einhver annar vill taka hann að sér er það vel þegið.

Nouria lætur mig á næstunni hafa tíu stelpur til viðbótar sem við mundum bæta við þær sem fyrir eru. Vona innilega að allir hafi tök á að styðja sínar stúlkur áfram.

Hef póstað flest umslögin með umsögn um hvernig þær hafa plumað sig í vetur og þau ættu því að skila sér til ykkar senn.

Jemenstúlkurnar okkar - orðsending til Íranhóps í september

Sálin mjakast heim á leið eftir að ég hef sofið í sólarhring. Skilar sér vonandi áður en ég fer á kjörstað, gæti gert einhverja algera vitleysu í þessu ástandi.

Aðkallandi að heyra frá þeim sem eru áhugasamir um Óman í febrúar 2007.
Þar verður hækkun á verði svo ég þarf nauðsynlega að vita um áhuga enda mundu greiðslur hefjast fyrr.

Hér með orðsending til Íranfara í sept: Vinsamlegast muna að greiða næstu greiðslu 1.júní, reikningur sem fyrr 1151 15 550908, kt. 1402403979. Ef einhver vandkvæði eru á því láta mig ljúflegast vita.

Þá er frá því að segja að ég er með umslög um framgöngu stelpnanna okkar í Jemen og mun koma þeim í réttar hendur á næstu dögum.
Vil hvetja fleiri til að gefa sig fram sem styrktarmenn fyrir næsta skólaár sem hefst í lok júlí. Mér þætti hagstætt ef við gætum bætt við nokkrum stúlkum því Nouria sagði okkur að margar væru á biðlista.
Upphæðin er óbreytt 200 dollarar og þið getið valið um það hvort þið borgið þessa peninga í einu lagi eða skiptið henni.
Hópurinn var mjög hrifinn af því starfi sem YERO vinnur í Jemen og væri gleðilegt ef þið gætuð fengið fleiri til að styðja það. Einnig kemur auðvitað til greina að setja upphæð inn á Fatimusjóðinn - sjá undir liðnum Hentug reikningsnúmer- því við styrkjum kennara og einnig var augljóst að vantaði ýmislegt fleira í stöðina í Sanaa.
Látið þetta berast og endilega hafa samband.

Nú fer ég niður og skima eftir sálinni.




Jemen/Jórdaníufarar komnir til fósturjarðarinnar - orðsending væntanleg til Sýrlandskappanna

Kl. er að ganga 3 aðfararnóttt fimmtudags og við Jemen/Jórdaníufarar eru komnir heim og allir heilir og vel haldnir og lukka mikil með ferðina.

Aðeins seinkunn í London til Keflavíkur en allt gekk bærilega og við kvöddumst með blíðuhótum og Helga Kristjánsdóttir hefur boðið hópnum til myndakvölds fyrir eða eftir miðjan júní. Óttumst aðeins að fá létt fráhvarfseinkenni næstu daga að vera ekki alltaf saman og geta einlægt ráðfært sig um alls konar léttvæga þætti en munum þá hringjast á meðan það gengur yfir.

Í gær vorum við í leti og lúxuslífi á Marriott við Dauðahafið til hádegis en þá kom Khader bílstjóri, - sætur maður og fínn bílstjóri - og Ibrahim taltregi gæd og við fórum upp á Nebofjall. Þar var óvenju gott skyggni svo við skynjuðum návist Mósesar þegar hann horfði þaðan yfir til fyrirheitna landsins. Skoðuðum fallegar mósaíkmyndir í bænum Madaba ( sem þýðir vatn plús vín) og heimsóttum vinnustofu og verslun þar sem þroskaheftir vinna hinar mestu gersemar. Gerðum þar dýr og góð kaup. Rúntuðum aðeins um Amman þegar þangað kom og í gærkvöldi borðaði Stefanía ræðismaður Khalifeh með okkur og það var mjög skemmtilegt. Kom í ljós að hún og Ólafur S. höfðu ekki bara verið samtíða í skóla heldur rifjuðu þau upp sameiginlegar sveitaminningar.
Lena hafði hitt Stefaníu þegar hún var í Jórdaníu á kennarareisu fyrir sex árum og þetta var hið besta kvöld og síðan gengið snemma til náða.

Ferðin í dag gekk auðvitað að óskum og Royal Jordanian hefur fengið kássu af prikum hjá íslenskum ferðalöngum.

Til Sýrlandsfaranna í apríl
Þá er rétt að taka fram að jafnskjótt og ég hef náð sálinni heim og sett mig inn í þjóðmálin mun ég vinda mér í að ákveða myndakvöld Sýrlandsfaranna í apríl. Gæti ímyndað mér að það yrði kringum 6.júní, eða svo en bið ykkur endilega að fylgjast með síðunni.

Íransfarar í sept. athugið einnig
að senn fæ ég upplýsingar þaðan um hvenær hentast væri að hittast til að fylla saman út vegabréfsumsóknir. Þá skulu allir hafa tvær nýjar passamyndir og nauðsynlegt er að konur beri slæður á þeim myndum. Tvö stykki takk fyrir.

Þakkir til Jemen/Jórdaníuhóps
Að svo mæltu þakka ég hópnum til Jemen og Jórdaníu fyrir einstaklega skemmtilega og vandræðalausa ferð.

Vid erum vid Dauda hafid i godu yfirlaeti

Sael oll
Thad hefur margt drifid a daga okkar sidan eg komst i tolvu sidast. En nu erum vid komin ad Dauda hafinu og menn eru horfnir til hafs. Marriotthotelid her er natturlega sjo stjornu og oad og aejad yfir iburdinum her og luxusnum.
Keyrdum i morgun fra Aqaba, leidina tha sem er nanast vid landamaeri Jordaniu og Israels og thar sem gaedinn okkar her er haldinn taltregdu helt eg smatolu um politik og sogu. Vid gengum upp ad helli Lots a leidinni thar sem Lot bjo med daetrum sinum tveimur eftir flottann fra Sodoma og Gomorra. Seinna var reist kirkja tharna a timum byzantina.
Thetta er falleg leid og hafid graent og heidskirty vedur og misturlaust svo vid nutum thessa.
I gaer vorum vid i Aqaba fram eftir degi og menn gerdu ser ymislegt til dundurs, foru i batsferd eda dingludu ser i verslanir en siddegis inn i Wadi Rum og thar var lengri og meiri skodunarferd en adur hefur verid i thessum ferdum og ordleysi gerdi verulega vart vid sig i thessari undursamlegu verold sem Wadi Rum er og thydir ekki baun ad reyna ad lysa. Svo bordudum vid i beduinatjaldi og kletturinn a moti tjaldinu upplystur og stjornur a himni.
Eg held ad fair dagar hafi verid jafn mikil upplifun og gaerdagurinn.

Nottina thar a undan vorum vid i Petra og skodudum hana og af tvi allir eru alltaf ad falla i stafi heldu menn tvi afram thar enda litbrigdin i hamraveggjunum storkostrleg. Daginn thann urdum vid svo ad kvedja thingmanninn Mord sem thurfti ad fara heim a leid en vid hin heldum nidur til Aqaba.

Sidasta daginn i Jemen baud Mohammed gaed okkur heim til sin i hadegisverd og thad var myndarlegt og gomsaett bod med ljuffengum mat og vid hittum frida eiginkonu hans og bornin sjo.

Allir voru einkar dusir vid Mohammed og bilstjorana okkar og their fengu hressilegt aukatips og attu thad margfaldlega skilid.

Vid verdum her i nott og unum okkur vel i hitanum og blidunni. Um hadegi a morgun upp a Nebofjall og til Madaba og siddegis til Amman.
Thad fer heldur hressilega ad styttast ferdin tvi vid verdum eina nott i Amman og sidan tekur heimferdin vid a midvikudag.

Hopurinn er afskaplega hress og skemmtilegur og vid erum eiginlega eins og ein fjolskylda og serstaklega samhent og kat.
Allir bidja fyrir bestu kvedjur.

Pistill fra islenskum sjonvarpsstjornum i Jemen. Annar hluti

Sael aftur
Vorum i Marib til hadegis i gaer. Skodudum Solar og tunglhofin og hollu drottningar thar sem unnid hefur verid af miklum krafti. Einnig aveiturnar, tha fornu og nyju og virtum gomlu Marib fyrir okkur ur fjarlaegd. I for med okkur voru herbill med satum monnum med alvaepni og svo sjonvarpstokulid sem hafdi oskad eftir tvi nadarsamlegast ad fa ad festa heimsokn okkar a filmu fyrir sjonvarpid herna og thad fannst okkur god hugmynd og vorum mjog samvinnufus og althydleg i hvivetna.

Gu[mundur Kr. 'atti afmaeli i fyrradag og dagurinn byrjadi med hyllingarsongvum i Sejun um morguninn. Svo var keyrt um dali og fjoll og eydimerkur til Marib, thar sem litbrigdu sandsins breyttust a nokkurra minutna fresti eftir birtunni. Thar var natturan i ollu sinu veldi og svo spratt allt i einu upp eins konar geimstod, thar var oliuvinnslustod i sandinum thar sem dramatiskir eldar logudu glatt og tha fannst okkur vid vewra a annarri planetu.

Um kvoldid var svo afmaelisveisla og Gudm. fekk tertu med thremur feitum kertum fra Universal, hotelstjorinn kom og faerdi honum mottu og Ollu halsfesti og Hohammed gaed hafdi keypt tisjort handa honum. Var svo hin mesta katina i bodinu og raunar heldu thau hjon annan i afmaeli i gaer eftir ad vid komum aftur til Sanaa og var bodid upp a veigar sem vid hofdum utvegad i Hodeidah i thessu skyni.

I kvold kvedjukvoldverdur a Arabia Felix inni i gomlu borg. Allir i sjounda og gagnteknir af Jemen held eg megi segja.
Hef ekki tima til ad skrifa meira nuna en takk fyrir kvedjur og allir bidja mikid vel ad heilsa.

Fra islenskum sjonvarpsstjornum Fyrsti hluti

Sael oll
Var buin ad skrifa langan og skaldlegan pistil en svo var rafmagnsbilun og hann flaug i burtu svo eg byrja aftur en verd stuttordari.

Vid erum i Sanaa og thetta er sidasti heili dagurinn okkar tvi vid forum a morgun til Jordaniu.

I morgun var heimsokn i YERO og var thad anaegjulegt og Nouria syndi okkur husakynnin og augljost ad margt hefur verid faert til betri vegar sidan eg sa stodina i november., Tvi midur voru stelpurnar okkar ekki tvi thaer sitja med sveittan skalla vid proflestur og vid vorum einum degi of sein til Sanaa. En allir voru froleiknum baettari eftir heimsoknina og svo afhenti Nouria mer undursamlega mynd sem stelpurnar hofdu teiknad handa mer. Einnig umslog til allra styrktarforeldra a Islandi - en raunar eru fjorir i hopnum.

Naest beid okkar hadegisverdarbod hja Fatimu i Thula. Stoppad a leidinni tvi Ali odlingur, bilstjori i bil okkar Asdisar Ben, Hollu G. og min, baud ollum upp a skuffukoku og mangodjus i tilefni afmaelis sins.

Eftir ad hafa gengid um Thula sem er einstaklega fallegt og aevafornt thorp sem Tyrkir nadu vel ad merkja aldrei ad hernema i denn tid, og eftir ad verslad hafdi verid i bud Fatimu leiddi hun okkur til veislu. Og hvilik veisla! Slo kaldar islenskar fermingarveislur, tho olikt vaeri hun fabrotnari ad umgjord. Fatima ljomadi af geldi og thad gerdum vid lika svo thad var mikill ljomi i herberginu. Hun er byrjud aftur i skola og kemst vonandi i haskola eftir 3 ar. Hun hefur fengid eitt bonord en sagdist hafa hafnad tvi hun vildi laera og sinna verslun sinni og akvordun hennar hlaut godan hljomgrunn i veislunni. Svo leysti hun okkur ut med gjofum og kvadst var med trega eftir myndatokur.
Lyk thessu i bili, skrifa rett bradum annan pistil

Thingmadur bjargadi froski fra drukknun - og fleiri tidindi fra Jemenlidinu

Goda kvoldid
Vid erum heit og sveitt eftir daginn her i Wadi Hawdramat. I dag var hiti naerri 40 stig og eins gott ad drekka nog te og vatn. Erum a tvi undirgoda hoteli Howta Palace og allir eru storhrifnir af tvi, thad er i gomlu tiginmannshusi sem var gert upp og thad einstaklega smekklega. Einhverjir hafa ordad thad svo ad theim lidi her eins og their vaeru staddir i midri thusund og einni nott.
I morgun brunudum vid til Tarim og heilsudum i leidinni upp a vinnuflokk sem var ad bua til byggingarefnid sem er notad her i flest hus, tha er hraert saman thurrkudum straum og leir og motad i eins konar torfur sem eru svo latnar thorna vel og raekilega.

I Tarim skruppum vid a handritasafn, skodudum haestu moskuna eldgomlu og lobbudum um markad og sidar yfir til Sejjun aftur, og var tha hressandi ad sturta i sig serstokum jemenskum sitronusafa eda te adur en vid redumst til inngongu a tjodhattasafnid. Thar eru einnig afar frodlegar ljosmyndir, svo og alls konar taeki og tol notud fyrrum og byggingin sjalf er su staersta i baenum og reist fyrir um 100 arum. A theim tima fluttust margir hedan til Indonesiu og audgudust vel og reistu svo hus og storbyggingar sem bera otviraed austraen ahrif.
Vid safnid var litil verslun og gerdum thar aegaet kaup, m. a keypti Gudrun S. ser hofudskart sem hun telur ad muni henta bradvel i vinnunni a skattstofunni a Akranesi.

Heima a hoteli gaeddum vid okkur a jogurt med besta hunangi i heimi, salati og avoxtum og svo foru menn ymist i sundlaug eda fengu ser fegurdarblund fram eftir degi ad vid drifum okkur til Sjibam, Manhattan eydimerkurinnar. Thad er eldgomul skyjakljufabyggd sem er nu undir vernd UNESCO. Gengum um og klifum upp i eitt husanna. Gudm. Kr. arkitekt hlytur ad fa innblastur tharna.
Mordur, Olafur og Helga Kr klifu svo ofurhatt fjall fyrir ofan baeinn til ad horfa a solarlagid en vid hin letum okkur utsynisstadinn naegja thar sem ser til baejarins. Linda sagdi ad thegar hun horfdi til Sjibam lidi ser eins og thegar hun stod vid piramidana i Egypto> hun hefdi sed svo margar myndir fra thessum stad ad hun hefdi verid farin ad halda ad hann vaeri eiginlega ekki til nema a kortum.


Thingmadurinn, Eyglo og froskurinn
I gaerkvoldi ad malsverdi loknum gengu menn her um gardana vid Howta Palace og nokkrir nidur ad sundlauginni. Thar kom advifandi litill froskur og Eyglo heilsadi honum blidlega a fronsku. Einhverjir sogdu ad liklega vaeri thetta prins i alogum og eggjudu hana til ad lata a reyna og kyssa froskinn. Eitthvad tregdadist Eyglo vid og froskurinn - en froskar eru naemar skepnur hvort sem their eru prinsar eda ekki - hrokkladist fra og kvakadi akaft og gadi ekki ad ser og skall i lauginni. Thar sem hann var i mikilli gedshraeringu gat hann ser enga bjorg veitt. En viti menn! Thingmadurinn knai Mordur var thar nalaegur og steypti ser til sunds og barg froski fra drukknun og var akaft hylltur fyrir. Eyglo vard hins vegar ekki thokad og hoppadi froskurinn sidan gratandi a braut og kann eg ekki thessa sogu lengri en sonn mun hun ad hluta.
Undursamleg gaerdagskeyrsla um Wadi Douan i gaer
Vid forum fra Mukalla i gaermorgun eftir flotta gistingu a Holiday Inn og thad er storkostlega fogur einkum thegar komid er nidur i Wadi Douan og dalurinn opnast aegibreidur og fegurdin er hreinasta undur. Troll og skulptur fjallanna og litskrudug thorpin med leirhusin a badar hendur.

Nu eru menn ad buast til kvoldverdar og i fyrramalid til Marib, slodir Bilquis drottningarinnar a Saba.
Gudmundur Kr a afmaeli a morgun og faer tertu annad kvold. Thad er leyndarmal. Muna thad

I stuttri heimsokn i Sanaa- eftir ferdir um fjallathorp og svaml i Raudahafi

Vid komum nuna adan aftur til Sanaa og hofum thad daegilegt. I morgun fra Hodeidah thar sem rakur hiti var um 36 stig, keyrdum um borgina sem er ad verda virkilega hrein og snyrtileg midad vid thad sem adur var, skemmtum okkur i hakarlaskodun a fiskmarkadi og svo var stefnt til fjalla. Gegnum gljufur og gil thar sem allt vex sem raektad verdur og keyptum okkur mangoavexti hja solufolki thar. Upp i fjollin eftir krokottum vegum en bilstjorarnir okkar eru flinkir sem fyrr og allt gekk eins og i sogu. Thad er meira ad segja buid ad malbika vegarspottann milli Manakka og Jajjara svo thad tok ekki nema nokkrar minutur.
I Hajjara er einn af thessum undurfurdulegu fjallabaejum Jemens og tho baerinn standi i 2500 metra haed var hann tho a vagnlestaleidinni a timum Ottomana.

Vid dadumst ad utsyni til Hajjara og erum raunar einlaegt ad falla i stafi yfir utsyni og fegurd og hrikalegu landslagi sem er tho samt einnig mjukt og blitt.

I Manakka bordudum vid hadegisverd, satum a golfinu og gaeddum okkur a salta, eggjakokum, graenmeti, kjukling og eg man ekki hvad og allir gerdu thessu god skil. Svo komu dansstrakarnir og syndu Baraadansana sem eru vigadansar fra thessum fjallathorpum, their veifudu hnifum og riflum af henni mestu konst og leikid a trommur og flautu undir. Sidan var kvenfolki i hopnum bodid i dansinn en karlar latnir afskiptalausir. Leku listir sinar med jemensku dosnurunum flestar kvennannanna en Helga kristjansd var tho fyrst ut a golfid og let ekki bjoda ser upp tvisvar. Einnig gengu i dansinn Eyglo, Martha, Lena, Asdis og Olof og voru okkur til hins mesta soma.

Eftir thetta var svo stefnt nidur fjollin og upp naestu fjallaskord og aleidis hingad til Sanaa. Vid stoppudum a odrum efsta stadnum a leidinni, thar stod raefilslegur skur, ad hruni kominn ma eg segja og Mohammed gaed sem er glensfugl hinn mesti sagdi ad thetta vaeri afengisbudin og kutveltust menn tha af hlatri enda afengi ekki ad fa her i landi nema i Hodeidah.
En viti menn tharna var afengisbud og gamall karl gaegdist fram milli mursteina inni i skurnum og spurdi hvad vid vildum fa.
Thetta var svo absurd ad tho menn vaeru ekki synilega adframkomnir af afengislongun gatu ymsir ekki a ser setid ad kaupa bjora tho ekki vaeri nema til minja, sogdu sumir og eg hef sterkan grun um ad their hafi runnid snarlega nidur i vidkomandi.

Thegar vid stoppudum naest bar svo ad a Bensinum sinum forsetasoninn Akmed Ali Abdullah Salehson og veifadi hann althydlega til hefdarhopsins.

I gaer var ma snekkjusiglingin a Rauda hafi og svomludu flestir og skemmtu ser konunglega i heitum sjonum. Thar er allt med somu ummerkjum og fyrr, skipstjorar harla ungir - innan vid tiu ara eda harla gamlir - og eina vandamalid var ad na folki upp i batana eftir sundid. Tokst ad fa stiga og allt endadi thetta i anegju og raudum kinnum og eldraudum nefjum.

Mer vard all alvarlega a i messunni thegar eg sendi sidasta pistil heim tvi eg gleymdi ad geta thess ad vid okum langleidina fra Sanaa til Taiz i logreglufylgd. Thad var ansi notalegt og svo thegar vid nalgudumst Taiz thotti loggumonnum rad ad Taizbuar vissu ad her vaeru stormenni a ferd svo their settu a ljos og sirenur og borgarbuar sneru ser vid fullir addaunar og vid vinkudum og fundum mjog til okkar.

I kvold bordum vid saman utan Hill Towns en i fyrramalid er haldid til flugvallar snemma og flogid til Mukalla og sidan keyrum vid yfir merkur og sanda og til Sejjun og gistum thar naestu tvaer naturnar.

Vid erum med finustu bilstjora eins og eg sagdi en adeins einn sem var med okkur sidasta ar, man ekki svo gloggt hverjir voru i hans bil tho. En thetta eru allt vingjarnlegir menn. Bilstjorinn i sidasta bil sem vid erum i Halla, Asdis og eg heitir Ali og snyst i kringum okkur, udar okkur ilmvatni, faerir okkur blom og hluir ad okkur a allan hatt.
Eg hef tvi ekki getad komid myndum Thoru til skila til Abdel Rahmans en mun skilja thaer eftir a ferdaskrifstofunni. Adrar kvedjur sem eg var bedin fyrir munu vaentanlega einnig komast a sina stadi.
Bidjum kaerlega ad heilsa. Her i Sanaa er sama blidvidrid og allir eru hressir og gladir.
Bid serstaklega fyrir afmaeliskvedju til Jonu Einarsd sem atti sitt merkisafmaeli i gaer.

Odir Jemenfarar i Taiz

Blessadan daginn
Vid erum her a odrum degi i Taiz. Erum i lettri vimu eftir ansans oskop goda ferd a sukinn. Thar voru keypt nokkur tonn af silfri, kaffi, kjolum og djambiahnifum og nu erum vid nokkrar kvennanna a thessu netkaffi og vitum ekki almennilega hvar thad er.
I morgun skodudum vid Ashraf moskuna og sidan a safnid um Ahmed hinn ruglada imam sem safnadi eiginlega ollu og atti of mikid af ollu. Ad svo bunu var keyrt upp a Saberfjall sem er 3200 metra hatt og utsyni thadan verdur ekki reynt ad lysa.

Vid komum siddegis i gaer og hofdum tha farid um storkostlegt landslag, um fjoll og djupa dali Jemens og tilkomumikid stallalandslagid, baeirnir sem hanga utan i fjallshlidum og onnur sem virdast groin inn i landid hrifu alla. Bordudum i Ibb og skruppum svo yfir til Jibla thar sem vid tritludum upp i mosku Orwu Akmedsdottur, drottningar a 11. old ogt rustirnar raefilslegu af hollinni sem einhverju sinni mun hafa vverid 365 herbergi.

Allir voru einkar hressir thratt fyrir ad hafjallarida gerdi orlitid vart vid sig. Taj Shamsan hotelid er mjog fint og allir fengu god herbergi og Lena og Martha tho thaer einu sem hafa svalir og eru ad hugsa um ad halda happy hour thar i vatni seinna i dag.

Svo var bordad a hotelinu i gaerkvoldi, hid gomsaetasta hladbord, brandarar flugu og menn hofdu a ordi ad vatnid hlyti ad vera afengt. Eg held ad hopurinn se bara i svo finu formi og fellur vel saman ad ekki se annarrar orvunar thorf en thetta ad vid erum i Jemen sem er thegar buid ad gagntaka folk.

Adan fekk Mohammed gaedinn okkar upphringingu fra Fatimu litlu kaupkonunni i Thula og hun bidur um ad fa ad bjoda hopnum i hadegisverd i sidari hluta ferdarinnar thegar vid heimsaekjum Thula og hlakka allir til thess.

A morgun yfirgefum vid Taiz og holdum til Hodeidah med vidkomu a Khoka strond thar sem vid forum i siglinguna eftirminnilegu.

Toskur skiludu ser vid mikla gledi okkar og allt er i himnalagi.
Ein mjog athyglisverd saga af aevintyri Eygloar og tveggja Jemena sem voru fengnir til ad gera vid rumid hennar verdur ad bida betri tima.

Allir bidja kaerlega ad heilsa og leika vid hvern sinn fingur

Trju ord fra Jemenforum

VId erum komin til Sanaa og vorum a roltinu i gomlu borg i dag og folk var himinlifandi yfir tvi sem vid augum blasti. Vedur hlytt og milt og rigndi smavegis um midjan daginn. I kvold forum vid ut ad borda og hittum tha forstodukonu YERO Nouriu Nagi og tha laet eg hana fa myndir af ymsum styrktarmonnum og peningaupphaed fra okkur.

Vid komum eftir goda ferd seint i gaerkvoldi en tha kom i ljos ad fimm farthegar - thar a medal nefnd JK hafdi ekki fengid farangur sinn. Er nu verid ad leita vitt og breitt um heiminn ad toskunum okkar og gaeti eitthvad skyrst i kvold. Menn taka thessu med stoiskri ro enda litid annad haegt ad gera.
Gott eg sendi lysistoflurnar ser, thad vaeri laglegt ef thaer vaeru a flandri yfir lond og hof.

I fyrramalid aleidis til Taiz og tha hittum vid bilstjorana okkar. Mohammed gaed sem var med hopnum i fyrra bidur fyrir bestu kvedjur til Jemenfaranna i mai i fyrra. Hann er gladur og vinalegur.
Kvedjur fra okkur ollum, toskulausum sem hinum. Skrifa meira eftir tvo daga eda svo.

Húsfyllir á aðalfundi - og svo til Jemen í nótt

AÐALFUNDUR Vima var haldinn nú síðdegis í Kornhlöðunni og var húsfyllir, um sextíu manns og er öldungis til eftirbreytni hvað VIMA félagar eru ötulir að sækja fundi.

Birna Karlsdóttir var skipuð fundarstjóri og JK flutti skýrslu stjórnar. Drap á verkefni ársins, sem voru margvísleg, útgáfa fréttabréfs hófst, fundir voru vel sóttir, efnt var til árshátíðar, Maher Hafez boðið til Íslands með samvinnu þakklátra Sýrlandsfara og Jemenverkefnið komst í gang þar sem við styrkjum nú 55 stúlkur í nám og höfum einnig greitt laun kennara og fleira.
Þá má ekki gleyma ferðalögunum en frá síðasta aðalfundi hafa tveir nýir áfangastaðir bæst við, Óman í febrúar og Íran í mars. Sýrlands/Jórdaníuferð í apríl og svo heldur enn eitt úrvalsliðið til Jemen/Jórdaníu n.k. nótt.
Auk þess að skemmta okkur þar vonandi konunglega verð ég með peningaupphæð til YERO til kaupa á kennslutækjum eða saumavélum og smálegu og ótal kveðjur frá "styrktarforeldrunum" til sinna stúlkna.

Guðlaug Pétursd kynnti reikninga félagsins og lagði til að við legðum 30 þúsund af því sem er í sjóði í Jemenverkefnið og 30 þúsund í Líbanonverkefnið og mæltist það vel fyrir.

Stjórnarkjör fór fram a la sovet.
Formaður Jóhanna Kristjónsdóttir
Varaform Edda Ragnarsdóttir
Gjaldkeri Guðlaug Pétursdóttir
Ritari Ragnheiður Gyða Jónsdóttir
Varamaður Herdís Kristjánsdóttir

Endurskoðendur Inga Ingimundardóttir og Gunnþór Kristjánsson.

Að loknum aðalfundarstörfum var svo komin röðin að Elham S Tehrani frá Íran sem talaði um land sitt og þjóð, vakti athygli á neikvæðri umfjöllun um Íran í fjölmiðlum sem væri ekki í neinu samræmi við veruleikann og einnig sagði hún frá sér og fjölskyldu sinni og sýndi myndir. Að erindi hennar loknu var beint til hennar ýmsum spurningum.

Ekki þarf að taka fram að menn fengu sér kaffi og gúffuðu í sig tertum og spjölluðu og skröfuðu.
Margir gerðu upp félagsgjöld og ýmsir nýir gengu í félagið.
Síðan sleit Birna fundi um kl. 4 og allir trítluðu glaðir út í sólskinið og birtuna og vonandi bara ljónhressir með fundinn.

Svo er sem sagt mæting Jemen/Jórdaníuhóps kl. hálf sex í fyrramálið í Keflavík. Allir hlakka til og ég hvet ykkur til að fylgjast með síðunni og alltaf er notalegt að fá kveðjur.

Íransfarar á myndakvöldi - plús smotterí

Íransfarar í ferðinni í mars hittust í gærkvöldi á Litlu Brekku og borðuðu saman skötusel og skoðuðu myndir.
Um tíma leit út fyrir að tæknin yrði okkur ofviða- sérfræðingar voru sóttir út og suður og ekki gekk rófan , eins og þar stendur.
Þetta fór þó allt vel og við horfðum á myndir Sveins Haraldssonar, Jónu Einarsd og Hermanns og Sigríðar og lifðu menn ferðina aftur upp við mikla ánægju.
Nokkrir gestir Íransfara komu á myndakvöldið og höfðu gaman að.

Ég nældi mér í disk með myndum Sveins og vona þau Hermann og Sigríður sendi mér disk við tækifæri. Og ef fleiri vildu gera það. Það væri fjarska vel þegið.

Þakkir til lýsisgjafa

Allmargir höfðingjar bættust við og lögðu inn í lýsissjóðinn og bestu þakkir fyrir það.

Minni á
heimasíðuna og hvet Jemen/Jórdaníufara til að skilja slóðina eftir. Það hefur sýnt sig að fólk vill gjarnan fylgjast með ferðum okkar.
www.johannatravel.blogspot.com

Minni líka á aldrei þessu vant
á aðalfundinn á morgun. Sjáumst þá

36 þúsund perlur

Þrjátíu og sex þúsund lýsisperlur lögðu af stað til Jemens í dag, bara svo þið vitið af því. Lýsi h.f. veitti rausnarlega fyrirgreiðslu svo ég fékk allar perlurnar fyrir jafnvirði 20 þúsund perlna þegar frá því var skýrt hvert væri meiningin að senda og hvers vegna væri verið að kaupa þetta magn.
Mér fannst þetta sérlega höfðinglegt af Katrínu forstjóra Lýsis og þakka fyrir.
Var að íhuga að hafa þetta í farangri á sunnudagsmorgun en mér óx í augum að rogast með 17 kíló auka svo ég sendi það flugleiðis og stúlkan hjá Íslandspósti horfði á mig eins og naut á nývirki þegar ég spurði hvort ég fengi ekki afslátt. Og veitti auðvitað ekki afslátt enda hafði hún ekkert umboð til þess, litla skinnið.
Nokkrir hafa lagt greiðslur inn á Fatimusjóðinn vegna lýsismálanna. Takk fyrir það og væri ljúft ef fáeinir bættust við.

Einn VIMA félagi kom í gærkvöldi og færði mér 200 evrur sem eiga að fara til YERO og auk þess ætla ég að láta miðstöðina fá upphæð til styrktar kennurunum og ef til vill einhverra tækjakaupa m.a. vegna starfsnámsins.

Nokkrir eiga eftir að koma til mín myndum. Væri nú gott að fá þær. Það er leiðinlegt að skilja einhverjar útundan. Þeim finnst svo ofboðslega spennandi að fá þessar myndir af stuðningsfólkinu sínu.

Minni Íransfara í mars s.l.
á myndakvöldið á fimmtudagskvöld kl. 18.

Minni Íransfara í september
á að greiða fyrstu greiðslu. Vantar enn þrjár greiðslur og alúðlegast vippið ykkur í það í dag. Vænti þess að allir hafi fengið sér forfallatryggingu og ég pósta svo jafnótt kvittanir til ykkar.
Vegna veikindaforfalla er mögulegt að bæta tveimur við í septemberferð.

Einn góður félagi sendi mér í gær imeilið hjá forseta Írans, Ahmedinedjad og mér fannst ráð að skrifa honum nokkrar línur og tilkynna komu okkar og segja á okkur deili.
Hef að vísu ekki fengið svar en það er ekki að marka, hann fær sjálfsagt kássu af bréfum.
Gott að hafa imeilið, þá get ég haft samband við hann seinna í sumar og beðið hann að ýta á sendiráðið í Osló sem veitir okkur áritanir og hefur stundum verið duggulítið svifaseint.

Minni svo alla
á aðalfundinn á laugardaginn kl. 14 í Kornhlöðunni.

Hvernig væri að kaupa lýsi? - og svo eru komnir fánar handa YERO

Blessaðan verklýðsdaginn.

Það hafa verið nokkrar umræður um það hvað við getum fært stelpunum okkar í Jemen og mér líst vel á hugmyndina um að kaupa slatta af lýsistöflum og færa YERO miðstöðinni sem getur þá jafnframt séð um að krakkarnir taki þetta reglulega.
Vilji menn leggja þessari lýsishugmynd lið væri ráð að leggja smáupphæð inn á FATIMUSJÓÐINN 1151 15 551130 og svo geri ég innkaup áður en farið er á sunnudaginn. Verið með! Hvet ykkur eindregið.

Tveir Sýrlands/Jórdaníufarar nú í apríl, þau Margrét Kolka Haraldsdóttir og Þórhallur Þorvaldsson komu færandi hendi til mín í gær með íslenska fána og þá hef ég sömuleiðis hugsað mér að taka með og afhenda þeim í Sanaa. Kærar þakkir fyrir.

Áðan var hjá mér íranska stúlkan Elham Sadegh Tehrani sem mun tala um "íranska drauma" á aðalfundinum n.k. laugardag í Kornhlöðunni. Hún er glöð að fá tækifæri til að leiðrétta margar ranghugmyndir sem menn hafa um land hennar og þjóð og ég vænti þess að mönnum þyki að því fengur að hlýða á hana.

Mun senda fréttatilkynningu á blöðin á morgun og bið ykkur endilega að taka með nýja og áhugasama félaga um Miðausturlönd til að hlýða á hana, svo og annað það sem á boðstólum er á aðalfundinum. Sendum út slatta af fundarboðum til þeirra sem hafa ekki imeil en treystum á að langflestir fylgist með sínum pósti.
Minni ykkur svo enn á að koma til mín myndum. Vantar enn nokkrar og leiðinlegt að sumar af okkar stúlkum eigi ekki myndir af velgerðarfólki sínu.