Myndir frá Jemen


Drengirnir fjórir sem við styrkjum.


Börnin með skólatöskur sem þau fengu.

Til minnis---------fyrirspurnir um iljatappagerði

Aðeins til að minna á fundinn á Kornhlöðuloftinu á morgun kl. 14. Vonast til að sjá sem flesta.

Enginn Íransfari skrifaði inn á ábendingadálkinn um Íran. Kannski finnst fólki það svo sjálfsagt mál að þeir séu vinalegir. Ekki er Búss sammála því og þaðan af síður hrísgrjónastúlkan.

Fékk í gær myndir af drengjunum fjórum sem Guðmundur Pé, Högni og Helga Kr. styrkja og einnig mynd þar sem krakkarnir voru að sækja töskur og föt. Set þær inn um leið og ég hef náð í tæknistjórann.

Bárust fyrirspurnir um hvað iljatappagerði þýddi. Hef ekki hugmynd um það, en þetta er nýyrði afa míns Ísleifs heitins Gíslasonar í vísum sem hann kallar Nýtízku kenningar án þess að skýra það. Sting upp á að þetta sé kvenkenning. Annars var Ísleifur frábær furðuvera og orti einatt bara út í buskann og bláinn.
Svona er vísan sú

Sé ég vappa á síðkvöldum
sízt þó happ að verði
í ástartappaumbúðum
iljatappagerði.


Sjáumst altso á morgun

Iljatappagerði- alls konar hugleiðingar

Fáir dagar gerast fegurri nú og ég vænti þess að allir séu á vappi á síðkvöldum og njóti þess.
Mér þótti tilkomumikið að vera í göngu Ómars Ragnarssonar í gær og ansans ósköp fróðlegt að sjá þar t.d ýmsa þingmenn sem bersýnilega hafa skipt um skoðun síðan þeir amenuðu þessa virkjun hér fyrir nokkrum árum.

Ég man þegar Elísabet dóttir mín hóf mótmælastöðu við Alþingishúsið fyrir fjórum árum og stóð þar vaktina daginn út og inn og smám saman bættust fleiri í hópinn, Jón Sigurðsson var vafinn í ál og löggan sagði við niðjatalið sem að því stóð: Við komum ekki aftur fyrr en eftir hálftíma. Veriði búnir þá.
Hver segir svo að lögreglan sé ekki bæði umhverfsissinnuð og hafi ekki húmor.

Fundir og hoppoghí
En að öðru:
Fundurinn á laugardaginn á Kornhlöðuloftinu.Hann hefst kl. 14.Minni á hann vel og rækilega.
Þar mun Jón Zakir, Azeri flytja smáupplýsingar um land sitt, Irma Georgíukona talar um Georgíu og Björk Þorgrímsdóttir, um Armeníu en þar var hún skiptinemi fyrir tæpu ári. Flutt verður tónlist frá þessum löndum.

Einnig munu liggja frammi ferðaáætlanir 2007 og bið menn skrá sig og það snarlega því ég verð að hafa langan fyrirvara til undirbúnings öllum ferðunum. Ekki má gleyma að afhent verða verðlaun fyrir stjörnumerkjakeppni Íransferðar.

Sé ekki að áhugi sé teljandi á Egyptalandi enda ferðaskrifstofur öðru hverju með reisur þangað. En Íran, Jemen, Jórdanía, Kákasuslöndin, Sýrland og Líbanon eru ekki á boðstólum annars staðar.

Munið endilega að taka nýja félaga með. Kaffi og hnallþórur seldar og einnig ætla ég að vera með þessa fáu Jemendiska sem eru eftir og fólk getur fest kaup á þeim.

Íransfarar í skýjunum af gleði- að ég best veit
Ég hef heyrt í nokkrum sem voru í Íranferðinni á dögunum og eru allir í skýjunum. Rakst síðast á Elínu Elísdóttur í gær og hún sem er alþekkt að prúðmennsku og ekki kona margra orða sagðist vera alveg í skýjunum og hún talaði stanslaust um ferðina hvar sem hún væri.

Varð vör við það hversu mjög það kom fólki á óvart hve viðmót Írana er einstaklega þægilegt, fyrir nú utan alla söguna og minjarnar og gersemsteppin og fleira sem keypt var. Það er pláss í Íran í marsferðina og nokkrir komast enn í aðrar ferðir.
Ef einhver vill skrifa inn á ábendingadálkinn þar að lútandi er það vel þegið. Þessi rangtúlkun manna á Vesturlöndum er svo óhemju hvimleið.

Er svo að bíða aðeins eftir að fá að vita hvenær ég fer í minn könnunarleiðangur til Kákasuslandanna. Það gæti orðið eftir svona tíu daga og mun náttúrlega tilkynna það vel og vandlega og blogga um ferðina kl. 14.

Takk fyrir, Ísland

THANK YOU ICELAND


Dear Johanna,



We want to thank you and all the sponsors of YERO’s children for your support and encouragement for 57 children of poor families and working children who might otherwise never have access to education or get registered in school. With your donation we were able to provide for children needs by paying for their school enrollment and test fees ,a uniform ( to include shoes, backpack books and school supplies, remedial summer instruction as well as documents required to gain entrance to school ( these often include birth certificates) that their parents are unable to afford themselves .
We also appreciate your support and donation for the sewing project program which 18 women are benefiting from.

Thank you all for your kindness and generous support.



With Sincere appreciation
Nouria Nagi
Director of Yero
.

Heim í heiðardalinn

Íransfarar eru komnir heim eftir sérstaklega vel lukkaða ferð. Sé í hendi mér að við endum á Isfahan og byrjum við Kaspíahafið í næstu ferðum.

Við vorum nokkuð lúin þegar við lentum á Kefló enda höfðum við risið snemma úr bólinu til að fara út á Mehrabad flugvöll við Teheran. Þar kvöddum við Pezhman leiðsögumann sem hefur unnið hug og hjörtu fólks í ferðinni að ógleymdum Mohammed I. bílstjóra og aðstoðarmanninum Farsíd.
Eftir nokkrar vikur efnum við svo í myndakvöld og það verður gaman.

Í keppninni um stjörnumerki og aldur þeirra náunga bílstjóra og leiðsögumanns eru Ragnheiður Gyða og Valborg Sig. efstar og jafnar og verðlaun verða veitt á fundinum 30.sept.

Í gær, eða fyrradag réttara sagt var frjáls dagur og kom í ljós að enn vantaði ýmislegt til að menn gætu farið sáttir frá þessu ríki hins illa -þó svo Guðrún Margot orðaði það svo að allir þeir vondu hefðu greinilega verið í felum því enga slíka hittum við.

Eftir innkaup og göngur með Lífgjafarfljóti var haldið í kveðjukvöldverð sem var rétt dægilegur og þar var framin músík sem við hefðum viljað hlýða á langtum lengur en ég rak fólk miskunnarlaust í brottu um tíu leytið svo einhver svefn fengist.

Öldungis mögnuð stund og ekki spillti maturinn.
Sjahpar kom og borðaði með okkur og hópurinn færði henni myndarlegan blómvönd og Pezhman fékk ísl. disk með Garðari Thor og veglegan ísl. fána.
Þór Magnússon flutti falleg kveðjuorð á leið á hótelið og held að orð hans, góð og vís hafi lýst vel tilfinningum allra.

En nú erum við sem sagt mætt á svæðið eftir langan dag í London sem leið þó furðufljótt.

Vona að sem flestir geti notað helgina til að ná sálinni heim og svo verður auðvitað myndakvöld síðar.
Ætla sjálf að lufsast um á morgun á morgunslopp og bíða eftir að góð írönsk þreyta líði úr kroppnum.

Isfahan er toppurinn a ferdinni ad hopsins domi

Godan daginn og blessadan daginn

Dagarnir her lida hradar og hradar og verdum bratt ad horfast i augu vid ad senn er ad ljuka veru okkar her i bili.

Folk er i sjounda himni yfir Esfahan og thykir hun toppurinn i thessari ferd og eg er svo hjartanlega sammala tvi.
I dag er frjals dagur og i morgun hitti eg ymsa sem aetludu i gonguferd medfram anni og skoda einstaklega fallegu bryrnar yfir Lifgjafarfljotid. Adrir eru thegar komnir upp a bazarinn og adrir dorma i leti og um suma veit eg ekkert.

Fyrsta daginn her byrjudum vid a ad skoda Fjorutiu sulna hollina og sidan var tritlad yfir a torgid mikla, hid staersta lukta i heimi, klifrududum upp i Konungshollina, skodudum dyrlegu Imammoskuna(Blau moskuna) og Lodifullakonungsmosku. Svo gengu menn um og skodudu vorur og varning a basarnum sem er i budum umhverfis allt torgid.

Eg heilsadi upp a vini mina i teppabudinni, minaturebudinni og dukamidstodinni og fekk folk svo klukkustund til ad hefja smainnkaup sem tokust vel.

I gaer var armenska hverfid heimsott, domkirkjan og safnid og sidan bordad a uppahaldsveitingastad Gudmundar Peturssonar og ekki hefur minnkad thar.
saetindabordid.
Vid skodudm gomlu Fostudagsmoskuna sem er eins konar safn um throun i gerd moska gegnum tidina. Pezhman skok fyrir okkur Skjalfandi minerettuna vid hurrahrop og sidan var frjals timi a bazarnum og aerdust menn i teppakaupum og alls konar dyrgripainnkaupum.
Gengum svo bru og allir alltaf ad falla i stafi yfir fegurdinni her.

Bordudum kvoldverd a mjog serstaedum veitingastad og sidan i klukkutima ad horfa a sorkan en thad er vinsaell ithrottakappleikur sem likja ma vid einshvers konar heraefingar. Vorum dosud en einkar sael thegar a hotelid var komid um ellefuleytid i gaerkvoldi. Tha beid trukkurinn med ollum teppunum sem menn hofdu fest kaup a fyrr um daginn og skundudu ansi margir teppnum hladnir til svefnstofa sinna.

Allir bidja fyrir bestu kvedjur til sinna.

Vid erum maett i perlu Irans, Isfahan

Goda kvoldid godir halsar
Rett nykomin til Isfahan, einatt kollud perla Irans og verdur frodlegt ad vita hvernig ferdalangar, gladir jakvaedir upplifa hana.

Logdum upp fra Jasd i morgun og farin sandleid en allt stadar virtist tho grodur leynast og Iranir hafa fundid mjog snjalla adferd til ad hefta sandfok og koma i veg fyrir uppblastur med tvhi ad dreifa vitt og breitt sykurblandadri oliu sem virdist gefa goda raun.

Vid gerdum stans i Meybod og skodudum vagnalestastod en einhverrra hluta hafdi ekki spurt af ferdum okkar svo budin var lokud en safnid opid og fannst ollum gaman ad skoda thad en teppin fra Meybod eru allt odruvisi en annars stadar er ad sja i Iran.

Droppudum vid i heimabae Khatamis fyrrum forseta og gafst tha kostur ad raeda um politik og otal margt fleira. Alls stadar lek um okkur god 30 stiga gola.

Veran i Jasd aevintyrid eitt

Sidasta daginn okkar i Sjiraz forum vid i Appelsinugardinn og speglahollina, Eram gardana og rosir thar enn i nokkrum bloma. Ad grof Saadis skalds og Pezhman las upp ljod eftir hann sem grafid er vid grofina. Eg las eina visu eftir Saadi en annad hef eg ekki fundid thytt a islensku eftir hann.
Siddegis var svo siesta enda nalgadist hiti grunsamlega mikid 40 gradur.

Um kvoldid a veitingahus, setid af innfaeddum og iranskur Haukur song og tralladi og Iranir slogu taktinn en sumum Islendingum fannst havadi ivid of mikill en thetta var allt hid skemmtilegasta mal.

Morguninn eftir la svo leidin til eydimerkurborgarinnar Jasd. Su leid er einstok, fjoll og eydimerkur skiptast a, litbrigin otrulega fjolbreytileg og allir voru i senn andagtugir og hrifnir. Thar skodudum vid hid stormerka Qanatkerfi - vatnsveitur kerfi sem verid hefur svo lengi sem menn hafa buid a thessum slodum, eda i svona nokkur thusund ar.
Thar blasti og vid Arnarfellid og svo rett fyrir solsetur komum vid ad Turni thagnarinnar thar sem Zorostrianar settu sina latnu til hvildar her adur fyrrr.
Vid voru oll mjog upplyft thegar til Jasd var komid og tha var kaerkomid ad enda daginn a tvi makalaust ljufa hoteli Moshir al Mamalek en thad er gamalt hefdarhus sem hefur verid gert upp og laekjarmidurinn i morkinni midri var eftirminnilegt undirspil vid kvoldverdinn.

I gaer var svo farid a helstu stadina i Jasd, svo sem Musteri eldsins, kikt vid i Fostudagsmosku og sidast en ekki sist var long ganga um gamla baeinn. Thar var ollum hopnum bodid inn a tveimur stodum og a odrum paufudumst vid upp a thak og var thadan storbrotid utsyni yfir Jasd.
Siddegis i Dolettavatnagardana og var thad godur endir a einstaklega godum degi.

vingjarnlegt vidmot hvarvetna
thad eru ekki margir erlendir ferdamenn a staklinu her en vidmot folksins er einstakt og menn gefa sig a tal vid okkur, vilja fa ad taka myndir af fameliunni me okkur og er mikid i mun had vita hvernig okkur lidur i Iran.
Tvi er fljotsvarad . okkur lidur meira en vel. Allir eru hressir og thad eina sem hefur borid til neikvaedra tidinda ad vespa redst a mig i dag og stakk mig i thumalputta og thad fannst mer ekki notalegt.
Laeknirinn i hopnum og hjukrunarkonur baru smyrsl og aburd a og sturtudu i mig pillum svo eg er oll ad koma til.

N;stu 3 daga verdum vid her i Isfahan og allir hlakka til ad skoda thessa borg. Hotelid okkar er rett vid Lifgjafarfljotid A morgun verdur farid ad nfegurstu moskunum her og a torgid mikla sem umlykur thaer og markadinn.

Tvi midur voru tolvumal i lettum olestri i Jasd og tvi hef eg ekki getad skrifad fyrr en mun lata i okkur heyra adur en vid forum hedan.

Thad bidja allir kaerlega ad heilsa og their sem hafa fengid kvedjur svo og adrir senda kaerar kvedjur til sinna.

Jaktanir i Sjiraz

Blessud soll

Allt i godu her. Erum i Sjiraz og i gaer var haldid ut til Persepolis og menn voru harla andagtugir yfir theirri fornaldardyrd sem thar blasti vid. Sagan var rifjud upp og farid yfir sogu Persepolis og sidan renndum vid ut til Nekrapolis thar sem grafir fjogurra konunga eru hoggnar inn i Trollafjoll.

Siddegis rann upp su stund sem letti morgum lifid: vid forum hvorki meira ne minna en a basarinn og thegar folk var komid med plaspoka i hond tha skinu ymsir eins og solir. Annars er markadurinn her bara blavatn midad vid bazarinn i Esfahan en eg gerdi mitt besta til ad spilla ekki kaupgledinni tho.

Kvoldverdur var i badhusi Vakils sem er 300 ara og endurgert i sinum upprunalega stil, afar skemmtilegur stadur og matur godur.

Daginn adur var skodunarferd um Sjiraz. Tha var haldid i Khan- truarbragdaskolann og utskyrt vel og vandlega hvernig truarbrogdinn eru kennd. Morgum kom a ovart ad konur geti ordid ajatollar i thessu landi en su er vissulega raunin.

Vid skodudum lika tha undurfallegu fjolublau mosku og gerdum godan stans vid grafhysi Hafez sem er annar af hofudskaldum gamalla tima og er lesin enn thann dag i dag af ollum kynslodum. Satum thar vid te og vatnspipudrykkju og toludum gafulega.
Um kvoldid bad eg svo Sigridi Lister ad lesa ljod a ensku Hafsjor af ast eftir Hafez undir kvoldverdi og forst henni thad fagurlega ur hendi. Ekki hef eg getad haft upp a neinum thydingum eftir Hafez a islensku enda erfitt ad tyda hann tvi texti hann sagdur afar margraedur.

Her er svona 32ja stiga hiti og allt i blidu. Nu erum vid a leid i Ermam gardana, ad grafhysi Saadis sem er kannski eins konar Snorri Sturluson theirra herlendra. Einnig i Appelsinugardinn og speglah0llina.
Nu eru allir farnir ad bida eftir mer svo eg slae botn i thetta i bili en skrifa kannski meira i kvold.
Aetla ad nota taekifaerid og oska Veru ommustelpu til hamingju med 17 ara afmaelid i dag.

Komin um stund af Kaspiahafi

Sael oll og margblessud

Vid hofum sem sagt theyst um Kaspiahafid, skodad risavatnaliljur og blahegra thar a Anzali og slaedur fuku af konum i gustinum tvi batastrakarnir vildu syna listir sinar a hradbatunum og gustadi volgt loftid um okkur.

Vid skodudum lika i smasumarholl i Ramsar sem keisarinn fyrverandi og fjolskylda hans atti - en hefur nu verid breytt i safn, obreytt tho ad kalla -og eru raunar fleiri slikar minihallir vitt og breitt um landid. Tesafnid maeltist vel fyrir og thad er ohaett ad segja ad allt gangi eins og i sogu.
Ad visu var ferdin eftir Chalusvegi gegnum fjollin harla seinfarin i gaermorgun, tvi thessa helgina er thess minnst i Iran ad Mahti, 12.imaminn sem illu heilli hvarf fyrir aedi morgum oldum - en hans er minnst og hann atti afmaeli i gaer og er tvi ad ljuka triggja daga frii her i landi.

En fegurdin a Chalusvegi var jafnvel meiri en i vor, nakin fjoll myndudu tilkomumiklar andstaedur vid grodurinn sem spratt fram thegar minnst vonum vardi og thegar lengra kom voru fjoll groin upp a tinda. Haustlitir lata bola a ser og eg get imyndad mer ad tharna verdi allt logandi og gloandi eftir svona tvaer vikur.

Fyrri nottina i Kaspiahafsferd gistum vid a hefdarhotelinu i Ramsar - sem er rett vid hlid keisarabustadarins. Enginn fekk tho svitu ad thessu sinni en allir undu gladir vid sitt.

S.l nott gistum vid i Rasht a ljomandi hoteli sem tok heimavistarskolanum ur marsferdinni langt fram. Brudkaupsveisla stod yfir a hotelinu og var konum i hopnum bodid i gledskapinn og nokkrar thagu thad og horfdu gaman ad.

Thar sem flugferdin fra Rasht fell nidur vegna skyndilegs ahuga tilheyrandi yfirvalda ad laga flugbrautina komum vid keyrandi til Teheran nuna um hadegisbilid og harmadi enginn ad lengja leidina tvi hun er einstaklega falleg og fjolskrudug.

Nu eru menn ad sinna hinum ymsu erindagjordum. Godur thridjungur for a Krunusafnid ad skoda tha yfirgengilegu dyrd, adrir eru uti a labbinu ad skoda nagrenni Laleh, einhverjir aetludu a Nylistasafnid odru sinni og eru allir i hinu fegursta formi.

Thad hefur adeins eitt vandamal gert vart vid sig> folk hefur almennt ekki getad gert mikil innkaup enn. Tho tokst nokkrum ad kraekja ser i smotteri i Rasht i gaerkvoldi. Af thessu hef eg ekki minnstu ahyggjur og veit ad ur mun greidast og thad fljotlega.

Vid hofum kvatt i solarhring okkar goda bilstjora Mohammed og adstodarmann hans, en their rett skrugppu heim til sin ad raka sig og fara kannski i sturtu og svo bruna their aleidis til Sjiraz og taka a moti okkur thar a morgun.

En vid fengum Mohammed 2. og hann skiladi gimsteinaglodum a Dyrgripasafnid og svo keyrir hann okkur i virdulegt bod til raedismanns Islands i Iran i kvold. Sa byr i rikismannahverfinu i nordurhluta Teheran sem eg hef raunar ekki graenan grun um hvar er. Shahpar ferdaskrifstofustyra slaest i hopinn med okkur i kvoldverd konsulsins.
Pezhman fekk fri tvi honum var ekki bodid i bodid,

Pezhman hefur verid duglegur ad uppfraeda hopinn og vid tvo svona til skiptis og eg fae ekki betur sed en allir seu gladir og allir eru eftirvaentingarfullir ad fara sudur a morgun. En tha fljugum vid sem sagt til Sjiraz og verdum thar i 3 daga. Hun er einkar falleg og thadan mun eg orugglega senda pistil.

Eg las allar kvedjur sem komnar voru upp i rutunni i morgun og vakti oskiptan fognud hja folki ad heyra fra sinum. Verid otul vid thad.
Allir bidja fyrir kaerar kvedjur.

Iranhopurinn saell og gladur i Teheran

Godan daginn

Vid Iranfarar erum nykomin ur Teppasafninu fagra og menn dadust thar a dyrgripunum og sidan vakti Nylistasafnid ekki minni fognud. Held ad sumir vilji rolta thangad aftur vid taekifaeri og skoda betur.

Thegar a hotel kom i morgun var sest ad godu morgunverdarbordi og sidan sendi eg okkur oll i bolid og hvild var til kl 2.
Her er sol og blida, svona 30 stiga hiti og allir hressir en dalitid dasadir eftir toff ferd. Vid lentum i morgun um half sjo leytid og gekk eins og smurt ad komast i gegnum vegabrefaskodun tvi ferdaskrifstofan hafdi sent lista yfir hopinn. Svo skiladi allur farangur ser med soma.
Pezhman gaed, Litli Jon og Mohammed bilstjori (sa sem var med marshopnum i Kaspiahafsferdinni) toku a moti okkur og okkur voru faerdar gjafir fra ferdaskrifstofunni. Raunar kom Shahpar markadsstyra adan ad hitta okkur og for med okkur a sofnin.

Nu er kl bradum halfsjo og vid bordum her a Laleh kl. 8 og i fyrramalid verdur lagt upp til Kaspiahafs i tvo daga.

Heathrow flugvollur var hins vegar martrod og er tha kurteislega til orda tekid. En sem betur fer voknudu allir af henni og i kvold munu allir ganga snemma til nada og verda tha komnir i finasta form a morgun.

Sem sagt bara orfaar linur til ad allir viti ad vid erum hress og spraek og allir bidja fyrir bestu kvedjur heim.
Mun svo skrifa odru hverju eftir tvi hvernig a stendur. Fylgist med og skrifid okkur kvedjur. Thad thykir ollum skemmtilegt.

Áríðandi fróðleiksmolar til Íranfara og önnur létt speki

Allir séu nú sælir og sætir á þessum fallega septemberdegi.

Ég er ekki alveg viss um hversu margir Íranfarar hafa tölvu heima hjá sér, en sendi þetta núna svona til vonar og vara enda reikna ég með að langflestir taki sér frí á þriðjudaginn og þá er ágætt að sem flestir hafi kynnt sér þetta sem flest er tilkomið að gefnu tilefni:


1. Setjið lyf í gagnsæjan plastpoka í handfarangri ef ske kynni að annar handfarangur yrði settur í cargo í London. Hafið einnig bækur sem þið lesið á leiðinni nærri svo þið getið kippt þeim upp.

2. Bendi á að það er upplagt að konur séu með hatta á höfði þegar komið er til Írans og slæðu undir því konum er mislagið að halda slæðunni á hausnum svona til að byrja með

3. Munið að öll föt kvenna VERÐA að ná 10-12 sentimetra niður fyrir rassinn. Þetta hefur verið ítrekað margsinnis á fundum en virðist samt vefjast fyrir fólki.

4. Einn ferðafélaga sem fylgdi systur sinni og systurdóttur út á Keflavík um daginn
í flug kl 7,30 kom þangað kl. fimm og þá var flugstöðin þegar orðin þéttskipuð. Innritun byrjar ekki fyrr en fimm en betra að bíða framarlega í röð en lengst úti í horni svo ég hvet alla til að vera mjög tímanlega.

5. Ég hef fengið þær upplýsingar frá Flugleiðum að við getum tjekkað farangur alla leið, gjöra svo vel og fylgja því eftir og athuga hvort þið hafið fengið rétta farangurskvittun, þ.e. alla leið.

6. Forstýran okkar í Teheran fór um terminal 4 um daginn til Teheran og sagði að tjekk inn þar sem venjulega tæki kortér hefði verið yfir klukkutími núna vegna þess hve rækilega er leitað. Ekkert frekar á farþegum til Írans en annað þó.

7. Athugið að við komuna til Teheranflugvallar tekur venjulega drjúga stund að komast í gegnum vegabréfsskoðun. Það gerir ekki vitund til og stafar oftar af því að náungarnir eru svo forvitnir að skoða vegabréfin okkar en að þeir álíti okkur varhugaverð. Muna það.

8. Ef svo ólíklega vildi til að einhver farangur yrði eftir í London passa að fara ekki á límingunum. Það eru mörg flug til Írans á degi hverjum og farangur sem ekki skilar sér kemur undantekningarlítið strax daginn eftir og ferðaskrifstofan lætur sækja hann.

9. Muna að Íranir skilja ósköp vel að útlendingar, hvort sem eru konur eða karlar, þekkja ekki alla siði og venjur og eru mjög umburðarlyndir þó einhverjum verði á í smálega á í messunni.

10. Pezhman leiðsögumaður bíður í farangurssalnum. Venjan er að hann heilsar karlmönnum með handabandi en konum ekki. Þær býður hann velkomnar. ATH ÞAÐ. Þegar við kveðjum hann í ferðalok kveður hann svo alla með handabandi áður en við förum út á flugvöll.

11. Muna að skilja stress eftir heima. Þetta er allt undir kontról, allir hlakka til hvort sem er hér eða þeir sem sjá um okkur í Íran og allt er í góðu.

12. Muna að skilja eftir bloggsíðuna www.johannatravel.blogspot.com svo vinir og ættingjar geti fylgst með. Býst við að senda duggulítinn pistil á fimmtudaginn og svo öðru hverju. Skrifið endilega kveðjur í ábendingadálkinn. Það er okkur til gleði.

Haustfundurinn 30.sept
Leiðrétti hér með að haustfundurinn verður 30.sept á Kornhlöðuloftinu. Þar mun Azeri sem er búsettur hér segja frá landi sínu, kona frá Georgíu frá sínu landi og íslensk stúlka sem var skiptinemi í Armeníu tala um Armeníu. Þetta verða allt svona stutt erindi 10-12 mínútur hvert og allir taka því fúslega að svara spurningum á eftir.

Þar munu einnig liggja fram skráningarblöð.

Fréttabréfið mun þá væntanlega hafa borist öllum fyrir nokkru.

Ætla svo að stefna saman væntanlegum ferðafélögum til Íran í mars, Jemen/Jórdaníu og Kákasus í maí fljótlega eftir að ég kem heim þar sem farið verður yfir áætlanir og greiðslufyrirkomulag kynnt. Einnig tryggingamál.

Ég hef fengið nokkrar Egyptalandsfyrirspurnir og vona að fleiri bætist við á fundinum þann 30.sept. Eins getið þið skrifað mér þó ég sé í ferðinni því ég fer alltaf reglulega inn á póstinn minn.

Sæl að sinni og hringið í mig ef þið eruð í vafa um eitthvað eða sendið póst.

Nýskráðir krakkar hjá Yero



Nouria Nagi sendi mér þessa mynd í gær af krökkum sem hafa óskað eftir að skrá sig hjá YERO á þessu skólaári. Þegar ég gái nánar sé ég þarna nokkrar stelpur sem við styðjum en flestir nemenda segir hún að séu nýir og ekki allir komnir með styrktarmenn. Þau hafa ekki fengið skólabúninga enn. Á því verður ráðin bót á næstunni.
Svo á ég að skila miklum alúðarkveðjum frá Nouriu til allra sem taka þátt í að styrkja krakkana með einum eða öðrum hætti. Hún biður fyrir sérstakar kveðjur líka til Ólafs S. því ég sagði henni frá hans góða framtaki
.